Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Page 12

Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Page 12
Það er gömul og útbreidd trú á íslandi, að íslendingar hafi nær eingöngu túlkað hug sinn og fund- ið sköpunarþörf sinni útrás í vísna- gerð. Menn ortu vísur við öll hxigs- anleg tækifæri, og margir voru þeir, sem þátt tóku í þessari þjóð- aríþrótt af meiri viija en mætti. Hinir, sem betur voru til verksins fallnir, litu þá gjarna með vor- kunnlátri fyrirlitningu á allt hnoð- ið — og kölluðu leirburð Maður þarf þó ekki lengi að skyggnast um sögunnar bekk til þess að sjá það, að þessi saga um einokun lausavísunnar er mestan á það sönnur, að leir og list eru ekki andstæður — þegar rétt er á haldið. Þessi maður er Ragnar Kjartansson, kennari við Mynd- listarskólann í Reykjavík. — Ég fæddist, segir Ragnar, að Staðarstað á Snæfellsnesi og for- eldrar mínir voru séra Kjartan Kjartansson frá Skógum undir Eyjafjöllum, Kjartanssonar prests Jónssonar í Skógum. Móðir mín er Ingveldur Ólafsdóttir frá Sogni í Ölfusi. Ég ólst upp á Stað- arstað til fermingaraldurs. Þá hætti faðir minn prestskap og keypti litla jörð að Hellnum undir Jökli. Heitir þar Gíslabær. ekki komin inn í islenzka iðnlög- gjöf, og nemendur Guðmiundar urðu að ljúka námi sínu erlendis. Það var sem sagt skilyrði, að menn væru eitt ár við erlendan listiðn- aðarskóla. — Þetta hefur þú auðvitað líka gert? _ — Ég komst nú ekki til útlanda fyrr en stríðinu var lokið, árið 1945. Að vísu var búið að athuga möguleika á því að ég færi til Ameríku, en það reyndist ekki framkvæmanlegt. Hvert fórstu til náms? — Til Svíþjóðar. Nánar tiltekið til Gautaborgar. —Varstu lengi þar? — Veturinm 1946—1947, og tók þar að auki sumarnámskeið. — Hvernig líkaði þér við Sví- ana? — Ágætlega. Það segja margir, að þeir séu stífir, en það fer fljótt af. Og þegar maður er kominn inn part þjóðsaga. Hver. sem kemur Stílar skapa ekki snillinga, en sníllingar geta leyft sér Eivaða stíl sem er in.n íyrir dyr Þjóðminjasafnsins og Bér allan tréskurðinn frá liðnum öldum, hlýtur að minnsta kosti að viðurkenna, að þar hafi miklir list- rænir hæfileikar á bak við að bú- ið. Það er ekki endilega víst, að vísur Bólu-Hjálmars, sumar að minnsta kosti, verði langlífari en útskurðurinn, sem eftir hann ligg- ur. Og hvernig er það með bein- hólkinn með hjartarmyndunum, sem fannst í Rangárkumlum? Hann skyldi þó aldrei hafa verið í eigu Hjartar Hámundarsonar, bróður Gunnars á Hlíðarenda? „Nú er komin önnur öld“. Nú eru vísnagerð, tréskurður og út- saumur ekki lengur nærri ein um það að veita sköpunarþörf fólks útrás. Tækifærunum hefur fjölg- að. Jafnvel leirinn er orðinn list-' rænn miðill. En að vísu er þar um annars konar leir að ræða en þann, sem vammáttugir vísnasmiðir hnoða. Við skulum nú sem snöggvast líta in.n til maons, sem fært hefur 6.^2 — Svo að þú hefur vanizt öll- um algengum sveitastörfum fram að fermingaraldri? — Já. Og lengur. Fyrsta árið eftir fermingu var ég sauðamaður hjá föður mínum og reri jafnframt til fiskjar, meðal annars með Þórði Halldórssyni frá Dagverðará. Það var skemmtilegur tími. — Hvað tók svo við? — Að þessu ári liðnu hóf ég nám í leirkerasmíði hjá Guðmundi frá Miðdal. Það var haustið 1939, örfáum dögum eftir að heimsstyrj- öldin síðari brauzt út. Þetta nám fór fram uppi á Skólavörðuholti í gamla Listvinahúsinu, þar sem nú stendur nýjasti hluti Iðnskólans í Reykjavík. — Var ekki garnan að læra hjá Guðmundi? — Jú. Guðmundur var mjög skemmtilegur. bæði sem kennari og maður. Hann var mikill fjall- göngugarpur og útivistarmaður, og ég fór Kkkrar slíkar ferðir með honum.. Þá-var leirkerasmíð enn úr skelinni á þeim, eru þeir ákaf- lega elskulegir menn. — Þú hefur svo komið heim strax að námi loknu? — Já. Ég var kvæntur og átti lítinn son, þegar ég fór utan. Ann- ar sonur hafði fæðzt mér meðan á utanförinni stóð. Það var því sannarlega ekki til setunnar boðið. Nóg voru verkefnin heima, fyrir utan það, hve mjög mig var farið að langa heim til f jölskyldunnar. Þú hefur sem sagt verið einn þíns liðs í Svíþjóð? — Já, já. Um annað var ekki að ræða. Það var fyrst og fremst al- veg ótækt að flækjast til útlanda með kornungt barn og annað á leiðinni, nú og svo var námsdvöl- in nógu kostnaðarsöm fyrir mig einan, þótt ég væri ekki með fjölskylduna með mér líka. — Hvað tókstu þér fyrir he«nd- ur, þegar heim kom? — Þá var nýstofnað hér fyrir- tæki, sem hét Funi. Þar gerðist ég meðeigandi. Við keyptum hús suð- T 1 M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.