Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Blaðsíða 15
Fúsíjama — hið heilaga fjall Japana gnæfir við himin með hvíta hettu. Er leiðin til vítis vörðuð síauknum gróða? Hefur japanska þjóðin tekið sér far með hraðlestinni beina leið til helvítis? Þetta var fyrirsögn í einu af stórblöðunum í Japan. í Japan hefur orðið ákaflega mikil útþensla á seinni árum Ár- ið 1968 var meira en helmingi allra nýrra skipa í veröldinni hleypt af stokkunum í Japan. Bif- reiðaframleiðsla Japana jókst úr tvö hundruð þúsundum í eina milljón á sex síðustu árum. Árið 1969 fór þjóðarframleiðsla Japana upp fyrir þjóðarframleiðslu Vest- ur-Þjóðverja, og komust þeir þar með í þriðja sætið í hópi hinna mestu framleiðslu- þjóða heimsins. Á aðeins fjórum árum hefur þjóðar- framleiðsla Japana tvöfaldazt, og verði svokallaði hagvöxtur hinn sami framvegis og verið hefur síð- ustu árin í Japan og Bandaríkjun- um, fara Japanir fram úr Banda- ríkjamönnum á fimmtán árurn. í fljótu bragði kann þetta að virðast harla glæsilegt, og undar- legt, að blað í svona landi skuli spyrja, hvort þjóðin sé á hraðri leið til heljar. En sannleikurinn er sá, að Japanir hafa orðið að kaupa eínahagslega velgengni sína ærið dýru verði. Enn veit enginn, hve hátt kaupverð peningagæfunn- ar og viðskiptaveltunnar kann að verða, um það er Iýkur. Hvergi í öllum heiminum hefur jafnmiklu verið fórnað af eins miklu tillits- leysi til þess að spenna bogann sem hæst. Milljónum verksmiðju- fólks hefur verið hrúgað saman á svæðinu á milli Tókíóar og Kobe, þar sem þriðjungur allra fram- leiðslustöðva landsins er. Fljótið, sem rennur í gegnum Tókió, er orðið grábrúnt pestarforað, sem af leggur ódaun langar leiðir. Meng- unin við strendur landsins er óskapleg, líf i sjónum 1 voða og fisikur banvænn sums staðar. Sótið og rykið, sem fellur til jarðar í Tókíó og fleiri stórborgum, fyllir lungu fólksins, og vilji t'ólk fá ögn af hreinu og ómenguðu lofti, verð- ur að kaupa sér mínútu öndun eða svo í sjálfsölum, sem kornið hefur verið fyrir á götunum. Fimmti hver maður, sem orðinn er fertug- ur, þjáist af varanlegu lungna- kvefi. Hvergi í víðri veröld er ann- að eins umferðaröngþveiti sem i Tókíó — og er þá mi'kið sagt. Vinnukergjan er mikil i Japan, og ellilaunin eru þau, að fólki er sagt upp hálf-sextugu. Svo er sem sé um hnútana búið, að kaup fer hækkandi, eftir því sem menn vinna lengur í sama fyrirtæki. Verkamaður eða iðnaðarmaður er orðinn of kaupfrekur eftir þrjátíu eða þrjátíu og fimm ára starf, að dómi iðjuhöldanna — og kannski slitinn að auki — og þá er honum vísað á dyr. í stað hans er tekinn annar yngri og snarpari. er fær minna kaup. Ef til vlll getur þó sá, sem látinn var haitta, fengið vinnu á ný á lágiuíi byrjunar- launum, tæplega þríðjungi þess kaups, sem ham hafði áður. T í M I N N - SUNNUDAGSB1.AÐ 855

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.