Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Qupperneq 20
vilja hafa sa'man við okkur að
sælda. En þeir koma sarnt. Við
eigum að vera eins og við erum,
en samt eru þeir alltaf á hælunum
á okkur til þess að leggja okkur
lífsreglurnar, segja okkur, hvað
við eigum að gera og hvað við
niegum ekki gera, og þegar færi
gefst, neyða þeir okkur til þess
að leggjast með sér i einhverju
skúmaskotinu. Vig búum aldrei í
svo 'andstyggilegum grenjum, að
þeir setji það fyrir sig, ef þeir
koma þar að okkur einir í skugg-
sýnu“.
Það sló þögn á þær allar við
þessa ádrepu.
Já, hvað vilja þeir eiginlega?
stundi Sara í barm sér. Hún
snökti ofurlítið og bar handlegg-
inn upp að andlitinu. Hún minnt-
ist margra annarra biðraða, sem
hún hafði orðið að standa í síðustu
mánuðina. Fyrst hafði það verið á
þessari svokölluðu heilsuvernd-
arstöð. Það höfðu þeir auðmýkt
hana svo hræðilega, að hún gat
ekki gleymt því. En hinar konurn-
ar voru með allan hugann við
börnin sin og mennina sína.
Hvað skyldi vesalings barnið
mitt verða að þola vegna föður
síns? hugsaði hún.
Hún hafði með sér prjóna, svö
að hún gæti komið sér upp ein-
hverju plaggi á barnið. Og nú þeg-
ar hún stóð við þessar skrifstofu-
dyr hafði hún engan tima til þess
að hugsa um það, sem gerðist í
heilsuverndarstöðinni heima 1
hverfinu hennar. Hún heyrði dá-
lítið högg inni í skrifstofunni, og
svo skrjáfaði í pappír. Og svo
heyrði hún önuga rödd: „Næsta“.
Biðröðin mjakaðist áfram. Þetta
var þriðja vikan, sem hún var hér,
án þess að hún kæmist inn í her-
bergið, þar sem skrjáfaði í papp-
írum og röddin önuga kallaði á
þá næstu. Sér til furðu hafði hún
veitt því athygli, að það var tals-
verður munur á þessum konum
og þeim, sem komu í heilsuvernd-
arstöðina heima. Þar voru þær
hreyknar af mönnum sínum og
börnum — hér kvörtuðu þær að-
eins yfir þeim hörmungum, sem
þær höfðu orðið að þola.
Hún nálgaðist dyrnar, og hún
fór að kvíða því, að dyravörður-
inn myndi segja eins og hann var
vanur:
„Baas mkúlú — herran mikli —
kemur aftur á morgun“.
Þau orð hafði hún heyrt allt of
oft.
Dyravörðurinn afríski var þrek-
vaxinn maður, og hárið vísaði allt
fram. Það var vani hans að horfa
illskulega yfir gleraugun. Það var
ekki út í bláinn gert. Konurnar
urðu að víkja einhverju að hon-
um í von um, að þá yrði viðmót-
ið skárra, þegar inn kom, ef þær
vildu ekki vekja reiði hans. Öðru
hverju leit hann inn í skrif-
stofuna, og síðan hleypti
hann inn einni og einni
konu. sem kom út aftur að
vönnu spori. Dveldist þeim
inni, rak hann höndina í einhverja
konuna, klappaði henni á bakið og
sagði: „Tsena mósalí!“ Og svo
fékk ein að fara inn. Fæstar
skeyttu því, þó að hann væri nær-
göngull við þær.
Næsta! Sara dró andann léttar.
Já, herrann mikli þarna inni hafði
hjálpað imörgum stúlkum, og
hvers vegna skyldi hann þá ekki
líka hjálpa henni til þess að fá
öfurlítinm styrk. Þetta flaug í gegn
um huga hennar, þegar hún sá
manninn.
Biðröðin var orðin löng. Kon-
urnar tíndust út, ein og ein —
- sumar brosandi, aðrar daprar,
grátandi. Það mátti sjá á þeim,
hver erindislokin höfðu orðið.
Skrifstofan var stór. Um hana
þvera var langt og þungt skrif-
borð, og á því voi'U hlaðar af skjöl
um, mismunandi að lit og stærð
og lögun. Bækur og skjalahylki
voru í röðum fyrir aftan feitan,
hvítan mann, sem sat við borðið
og beið þess, að Sara bæri upp
erindi sitt. Andlitið var dumb-
rautt, og hann var hörkulegur á
svip, munnurinn stór, gervitenn-
ur. Hann spennti greipar á borð-
inu fyrir framan sig, og blá aug-
un horfðu á Söru undan loðnum
augabrúnum. Það var eins og
skyrtan væri að springa utan af
honum, og aftan á hálsinum voru
margar fellingar. Hann ræskti sig
öðru hverju. Jafnskjótt og konan
hafði sagt eitthvað, kingdi hann
munnvatni sínu og sagði: „Næsta!“
Þetta hafði liann gert í tuttugu ár.
Hann hafði alizt upp úti í sveit,
og leiksystkin hans voru börn
Miaborgin í Pretoríu, þar sem goð hinna hvítu manna standa á stöllum í myndarlegu umhverfi. Frá slík-
um stoðum er ánauðinni stjórnað.
860
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ