Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Blaðsíða 7
Hjá Jónl Jónssyni Vatnsleysi ;
söðull. 7 rbd. 48 skild.
Hjá Þórði á Úlmannsfelli söðull
og vefstólsviðgerð 8 rbd. 48 skild.
Hjá Gísla í Miðdal söðul nýjan
8 rbd. 48 skild.
Hjá Guðmundi í Miðdal í Laug-
ardal reizla 3 rbd. 48 skild.
Hjá Þórði á Hrísbrú rokkvið-
gerð 1 rbd. 32 skild.
Hjá Guðmundi á Grund á Kjalar-
nesi kaffikvöni 1 rbd. 32 skild.
Hjá Friðsemd í Laxnesi rokk-
viðgerð 1 rbd. 32 skild.
Hjá ólaíi f Litlabotni 24 fiskar
fyrir rokltverð 2 rbd. 40 skiM.
Hjá Guðroundi Magnússyni
Hvammi af rokk og söðul 7 rbd,
40 skild.
Summa 51 rbd. 88 skM.
Ófeigur Jónsson.
Ófeigur andaðist að Suður-Reykj-
ttm eftir nokkurra daga legu hinn
19. júlí 1843 og er þá talinn 75 ára
gamall „af ellihrumleiik og brjóst-
veiki“ segir i kirkjubókinni Við
manntal 1801, er Óteigur 30 ára,
1820 50 ára, samkvæmt því fæddur
um 1770, sem að framan getur.
Hefur hann því ve-rið um 73 ára,
er hann dó.
Daginn eftir ritar hreppstiórinn
1 Mosfellssveit, Jón B. Stephensen
é Korpúlfs3töðum, eftirfarandi
bréf:
Velbirðuigi herra sýslumann.
Auðmjúklegast þaJtka ég yður
síðustu velgjörðir sem annað gott
og elskulegt. Hér með verð ég að
gefa yður til kynna dauðsfall
Ófeigs Jónssonar, smiðs á Suður-
Reykjum, sem skeði þann 19da.
þ.m. Vegna míns lasleika gat ég
ekki fundið yður sjálfur, því ég nef
legið í fjóra daga og er enn með
sama móti. En eftir óstk þess ofan-
nefnda sálaða að yfirlíta, með bón
til mín í banalegunni, sína fjár-
muni, hvar til ég af oftrausti
ikvaldi mig í gærdag með því að
hvíla mig 4um. sinnum, og fyrir
fundust i því búi, sem skoðað var
í viðvenu efckjunnar, erfingja og
vitna viðurvist, 130 danskar spesí-
ur, 7 ríkisbankadalir og 45 skM-
ingar í hálfum spesíum og smærri
rnynt.
Þar Ófeigur sál. hafði með öllu
ráði og rænu í áformi Vigfúsar
sonar hans í banalegunni tiltekið,
hvað mikið brúkast skyldi til hans
útfarar og lætur það nærri að brúk
aðar verði 10 spesíur, sem tekn-
ar eru af þessari framanskrifaðri
summu, en 120 danskar spesíur
eru forsiglaðar og afhentar til
geymslu og ábyrgðar bóndanum
og tengdasyni, Vigfúsi Magnús-
syni á Reykjum, inn til yðar frek-
ari ráðstöfunar, þar peningar þess
ir voru í illa læstri kistu í útihúsi,
sem sýndist ei óhultur staður.
Fyrirgefið yðar elskandi skyld-
ugum þénara.
J.B. Stephensen.
Það er meðal annars eftirtektar-
vert við þetta bréf, að Ófeigur hef-
ur sjálfur ráðstafað útför sinni og
að því er virðist ákveðið greftrun-
arkostnaðinn. Tíu spesíur (40 kr.)
var allmikil fjárhæð til útfarar um
1840. Er: tala boðsgesta hefur
senrrilega verið fyrirfram ákveð-
in. Þeir gátu verið maxgir á þess-
um tíma árs og efnt til erfis-
drykkju með vaglegum veizlu-
kosti.
Nofckrum vikum eftir útför
Ófeigs var diánarbúið virt og skrif-
að upp af hreppstjóranum. Eftir
mati þeirra hljóp það á 355 rbd.
74 skM. Að þeirra tíðar hætti er
þar tíndur fram svo að segja hver
hlutur, smár og stór, sem var í
eigu hins látna. Gefur slík skýrsla
ávallt nokkra hugmynd um hag
viðkomanda og varpar ljósi á
persónuna.Hér verður nú snöggvast
skyggnzt inn fyrir hurð löngu lið-
ins tíma og litið yfir nokkuð af
því, sem hinn fjöihæfi smiður og
merki maður lét eftir sig. Er þá
fyrst talið, hvað hann á af lifandi
peningi, það er skepnum. Verður
þá að hafa í huga, að maðunnn
var hættur búskap og bió sem hús-
maður.
Hann átti einn hest þrettán
vetra, virtan á sjö rbd., sex ær,
lamblausar, til samans virtar á
níu rbd., einn sauð tveggja vefra
á tvo rbd. 48 skild., fimm lömb, á
64 skild. hvert, til samans 3 rbd.
32 skild. Þetta voru þá skepnurn-
ar, sem ófeigur átti. Hestinn hefur
hefur hann brúkað til ferðalaga. ef
hann þurfti að bregða sér eitt-
hvað til dæmis ofan í Reykjavík
ellegar austur yfir Mosfellsheiði.
Og af þessum fáu sauðkindum
hafa þau hjón haft nægan kiöt-
mat í heimili sitt.
Að sjálfsögðu fer mest fyrir
smíðatólunum eftir slíkan mann
sem Ófeigur var. Er bá fyrst að
nefna gamlan rennibekk með tutt-
ugu rennijárnum. ! þessum bekk
hefur gamli maðurinn trúlega
rennt meiri hlutann. eða kannski
allan rokkafjöldann, sem hann
smíðaði. Þá er litifilbekLur gamall,
29 heflar, stórir og smáir, af mörg-
um gerðum, tíu sporjárn smá og
stór, tveir skrúfnafrar til þess að
gera með tréskrúfur og sex hand-
nafarar af ýmsum stærðum, þrjár
strengsagir og einn „húsvans“,
þrjár skaraxir, ein þeirra stór
tveggja handa“. Skrúfstykki,
tommustokkar og reikningsspjall.
„Farfi og farfaraverkfæri“ (máln-
ing og penslar), þrjár flöskur af
„farfaraspíritus", „5 bækur af gull
farfa til trés“. Hann hefur Ófeig-
ur trúlega notað, er hann
skreytti málaða hluti með gyll-
ingu. Steypusandur í trogi og tveir
stokkar með steypumótum (notað
við koparsteypu). Fleira verður þá
ekki upptalið af smíðatólunum, þó
að meira sé af að taka. Þá eru
tveir söðulbogar og tvær söðul-
sveifar (sennilega látúnsdrifið).
ætlað á söðla, sem hefur átt að
smíða. Þá eru fjórir rokkar ný-
smíðaðir og fjörutíu rokkasnúðar.
Tvenn gleaugu, önnur í húsum,
og sjónauki (kíkir), fimm guðs-
orðabækur og nokkrar bækur aðr-
ar, bæði íslenzkar og dans'kar.
„Medalía í futterale“ (hylki), virkt
á fjórar rbd. Þetta er heiðurspen-
ingurinn, sem Ófeigi var veittur
og að framan er getið. Medalían
er skrifað upp sem aðr’v fjármun-
ir eftir hann látinn. Tiúlega hef-
ur hún ekki verið varðveitt til
minja. Slíkir peningar voru á
þeirri tíð oft seldir silfursmiðum
og bræddir upp í smiðisgripi.
Þá hefur verið skrifaður upp
allur fatnaður Ófeigs. Hér skal
nokkuð nefnt af honum. Fyrst eru
þá sparifötin, en það er: „Blá vað-
málstreyja bezt. bláar buxur bezt-
ar og röndótt vesti“. Blá treyja ný-
leg, buxur bláar og blátt vesti.
Blá klæðistreyja, vænt vesti með
hvítum, gröfnum hnöppum og mó
svartar buxur nýjar. Blá treyja,
buxur og vesti, svartar buxur úr
nýju vaðmáli, aðrar buxur fornar
og vesti með reiðkraga. — Tólf
pör af sokkum heil- og hálfsokk-
ar), meiri parturinn af þeim er
með bláum lit. Fjögur pör af vett-
lingum, bláir á lit. Fjórar peysur,
ein af þeim blá með hnöppum.
Bómullarhattur gamall og röndótt
húfa. dökkur léreftsklútur (háls-
klútur) „með blómgvuðum bekkj-
um“.
Fleira verður þá eVk.i talið upp
af fatnaði Ófeigs, en þatta nægir
TfMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
55