Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Qupperneq 15

Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Qupperneq 15
duglegustu að hjálpa til við ræst- ingu og tiltekt, og vinna með því ómetanlegt gagn. Og hér er einn, sem búinn er að vera lengi. Hann býr í sérherbergi og hirðir það að mestu leyti sjálfur, auk þess sem hann er hinn mesti garp- ur við að straua þvott. — Nú hefur, þú, Björn, ekki að- eins langa starfsreynslu, heldur og mikla menntun á þessu sviði. Viltu ekki segja mér og lesendum mín- um eitthvað um málefni vangefins fólks almennt? Hvernig var tekið á þessum málurn, áður en sjúkra- hús og hæli komu verulega til sóg- unnar? — Það, sem ég segi þér uim þetta, verður nú mestan part al- menns eðlis, og líklegt, að fólk geti lesið um það annars staðar. Á miðöldum önnuðust ýms klaustur framfærslu sjúkra manna og fatl- aðra, þar á meðal geðsjúklinga og fávita. Á síðari öldum voru fávitar vistaðir á þurfamannahælum eða geðveikrahælum, þegar bezt lét. Hér á landi var ekkert slikt til, fyrr en á þessari öld. Hér fóru einstaklingar á hreppinn, ef þeir voru svo vangefnir, að þeir byrftu á framfærslu annarra að halda, og áttu enga ættingja, sem færir voru um að annast þá. Oft var þetta fólk alls staðar óvelkomið. — Voru í fornöld til nokkur iög eða reglur varðandi þetta fólk? — Já, reyndar er það nú engan veginn dæmalaust. í fornum iög- um ýmissa þjóða er hægt að finna ákvæði, sem gera greinarmun á vangefnu fólki og öðru andlega af- brigðilegu, en þessi ákvæði eru flest í sambandi við erfðarétt. Það er að segja ákvæðin eru miðuð við þá tiltölulega fáu einstaklinga, sem talizt gátu efnaðir. Það er jafnvel ekki örgrannt um að finna megi vísi að eins konar greindarprófum eða vitraunum. í fornum íslenzk- um lögum voru til ákvæði um það, að sá, sem ekki kynni að leggja trogsöðul á hest, þannig að hann vissi hvað fram og aftur ætti að snúa, skyldi ekki taka arf, heldur skyldi sá, sem næstur honum stæði að erfðum, taka arfinn og annast í staðinn framfærslu hins van- gefna. en framfærsluskylda gagn- vart ættingjum var víðtækari þá en nú. í enskum lögum frá fjórtándu öld eru ákvæði um, að fulltrúar konungs skuli taka á móti arfi van gefinna einstaklinga, annast land- eignir þeirra, sjá um nauðsynjar þeirra og skila landeignunum í hendur réttra erfingja við dauða þeirra. Hér er auðsjáanlega á ferð inni sjónarmið lénsskipulags og landeigenda, en eins og nærri má geta var það ekki nema nauðalítið brot af vangefnu fólki, sem átti jarðnæði eða gat búizt við að eign- ast land vegna arfs. Þessi ákvæði snerta því alls ekkert allan þorra vangefins fólks á þessum tímum. — Hvenær hefst skipulegt upp- eldi eða kennsla vangefins fólks? — Um aldamótin 1800 fannst á að gizka ellefu til tólf ára gamall drengur í skógi nokkrum í Suður- Frakklandi. Drengurinn var ekki talandi, og þar sem ekki fundust neinir aðstandendur, var hann tal- inn villimaður og kallaður villi- drengurinn frá Avignon. Með T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 63

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.