Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Blaðsíða 8
til að sýna, að hann hefur átt mik- ið af góðum og vönduðum klæðn- aði, betri en almennt gerðist á þeirri tíð meðal bændamanna. Og eitt er eftirtektarvert. Klæðnaður- inn er nær allur með bláuni lit, en hann var mjög í tízku meðal heldra fólks á átjándu öld og fram á þá nítjándu. Endanleg skipti eftir Ófeig fóru svo fram 28. desember sama ár. Að írádregnum skiptakostnaði og fleira voru eftir hann 288 ríkis- bankadalir og 18 skildingar. Þess- ari fjárhæð hélt ekkjan sjálf (sbr. bréf Ófeigs hér að framan). Um það fer sýslumaður svofelldum orðum: „Afhendist nú ekkjunni Þor- björgu Gunnlaugsdóttur á Reykj- um, sem hennar eign. Hlutaðeig- endur óska, að þessir peningar verði settir inn í jarðabókarkass- ann“. Ófeigur Jónsson liggur grafinn að Mosfelli í Mosfellssveit. Þar var sóknarkirkja hans. Nokkru fyrir dauða sinn hefur hann sett sjálfum sér grafskrift er hann málaði á tréspjald með settleturs- bókstöfum, lika þeim og hér að framan er getið ura. Trúlega hef- ur grafskriftarspjald þetta verði lagt á líkkistulok Ófeigs við útför- ina og síðan hengt upp í kirkjuna á Mosfelli (Stærð þess er 17x24,5 sm). Þar var það svo unz sú kirkja var lögð niður árið 1888. Lága- fellskirkja var byggð 1889, graf- skriftin fór þangað, ásamt fleira úr hinni gömlu Mosfellskirkju, en mun þó aldrei hafa verið sett upp á Lágafelli. En spjaldið varðveitt- ist þar (sennilega í altarinu), unz það nú fyrir skömmu var látið í hina nýju Mosfellskirkju. Segja má, að það sé nú komið aftur á „fornar stöðvar“, þar sem það hafði verið hátt í hálfa öld. Spjald- ið er með dökkmáluðum ramma strikuðum, grunnurinn Ijósgrár, en bókstafir svartir. Grafskriftin er aðeins eitt vers svohljóðandi: Eigi er nú vitað hvort vers þetta er samið af Ófeigi sjálfum ellegar er garnalt og máski tekið upp úr eldri guðsorðabókum. En vel má vera, að Ófeigur hafi sjálfur sett það saman, þótt eigi sé nú vitað, að hann hafi fengizt við að yrkja. En hagmæltir menn munu þó hafa verið í ætt hans, til dæmis er varð- veittur i Landsbókasafni kveðskap- ur eftir föðurbróðir hans, ófeig stúdent Vernharðsson. Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, ekkja Ófeigs, dvaldist í nokkur ár á Suður-Reykjum eftir að hún missti mann sinn. En árið 1849 fluttist hún að Mosfelli til séra Stefáns Þorvaldssonar. Við mann- tal 1850 er hún nefnd „húskona, lifir á eignum sínum“. Segir prest- ur hana „vel gefna konu“. Þor- björg fluttist árið 1855 með sóra Stefáni frá Mosfelli vestur að Hít- arnesi í Mýrasýslu. Hafði hún þá gerzt próventukona hjá presti og þar andaðist hún 4. júni 1862, komin fast að níræðu. í umsóknarbréfi Ófeigs, sem birt er hér að framan, segist hann hafa alið upp tólf börn. Líklegt er, að eitthvað af börnum þeirra hjóna hafi dáið í bernsku og eitthvað af þessum hópi hafi verið fósturbörn. Eigi er vitað með vissu, hve þau hjón áttu mörg börn, en með vissu er vitað um sex. Um eitt fóstur- barn er kunnugt. Það er Guðrún Þórðardóttir, sem nefnd er í mann talinu árið 1801. Hún var fædd í Búrfellskoti urn 1793 og hefur al- izt upp á Syðri-Brú. Árið 1816 er hún komin að Þingvöllum, talin vinnukona, 23 ára. Frá Þingvöll- um fór Guðrún árið 1818 að Tungu í Grafningi og dvaldist þar uni skeið. Eigi giftist hún né átti börn, var í vinnumennsku meðan kraft- ar entust. Hún var talin hneigð til útivinnu og þótti góð að sýsla um búsmala. Árið 1860 er hún komin að Litla-Hálsi og er þá orð- in sveitlæg. Þaðan fer hún svo að Hlíð í sömu sveit og átti þar heima til æviloka, en hún dó um 1872. Guðrún lá í rúminu firnm eða sex slðustu árin, sem hún lifði. Hafði hún fengið sneit af slagi og varð máttvana en hélt minni og rænu til dauðadags. Er hún fór að iiggja í rúminu, var óttazt að hún fengi legusæri, sem þó ekki varð. Skömmu áður en hún lagðist hafði hún prjónað duggarabandspeysu og var hún látin liggja á henni meðan hún lifði. Álitið var, að það hefði forðað gömlu konunni frá legusárum, því að peysan var þykk og mjúk. Sonur Guðmundar bónda í Hlíð, er Guðrún Þórðardóttitr dvaldist hjá og dó, var Jón, siðar bóndi í Hiíð (bróðlr Kolbeins hreppstjóra á Úlfijótsvatni). Hann heyrði Guðrúnu segja frá þvi, er Ófeigur fór út í Öxarhólma. en þá var hún hjá honum á Syðri-Brú. Var henni atburðurinn minnisstæð ur, og fyrir það er Guðrúnar Þórð- ardóttur getið hér. Jón bóndi Guð- mundsson í Hlíð sagði söguna Guð mundi Kolbeinssyni, bróðursyni sínum, og hann þeim, er þetta rit- ar. Þá verða talin hér börn Ófeigs ó Heiðarbæ, se-m kunnugt er um. 1. Ingibjörg fædd um 1795, hun glftist 18. október 1834 Vigfúsi Magnússyni í Þormóðsdal í Mos- fellssveit, en þau bjuggu svo á Suður-Reykjum, áttu fjögur börn, þrjú .fæddust andvana, eitt hlaut skírn, en dó þriggja daga gamalt. Ingibjörg dó á Suður-Reykjum 6. júní 1848, talin 53 ára. 2. Guðrún eldri fædd um 1797, hún glftist efcki, dvaldist lengi með foreldrum sínum, fluttist suður 1 Mosfellssveit og átti þar heima til æviloka. Hún dó 10. nóvember 1881, á Lágafelli, 84 ára. 3. Hildur fædd 1798, ógift, flutt- ist frá Heiðarbæ að Suður-Reykj- um og þar dó hún 7. júlí 1863, talin 66 ára. 4. Guðrún yngri iædd um 1808, giftist 21. júl 1834 Jóni Kristjáns syni frá Skógarkoti, byrjuðu bú- skap á Heiðarbæ. Guðrún dó af barnsförum og barnið með henni 29. nóvember 1835. Jón Krlstjáns- son kvæntist aftur og bjó lengi j Skógarkoti sem fyrr er getið, dó 1 Reykjavík 1895. 5. Vernharður fæddur um 1802, dáin-n að Óttarsstöðum í Hraunum (nánar verður sagt frá honum.) 6. Vigfús fæddur um 1803. Hann bjó fyrst að Heiðarbæ, svq Álfsnesi á Kjalarnesi, en sfðast að Hér í ér lagt mitt liðiS hold, leggjast sem skal í jarðarmold, sálin til hæða hafin er, í herrans skaut, hvar allir vér englum guðs og útvöldum hjá uppvaktir skulum vegsemd tjá einum guði um árin löng, eilífan halda dýrðarsöng. ófelgur Jónsson. 56 1 í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.