Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Blaðsíða 18
um oft tekizt að kaupa sér liðs- menn og kppa með pessum hætti, rétt eins og gerist enn í dag. Mann- eðlið hefur sem sé ekki breytzt til neinna muna. En oft vildi verða stutt í vinsemdinni og bræðralag- inu. Það sau'ð upp úr, rétt eins og nu sýður upp úr í Suður-Ameríku eða Tékkóslóvakíu. Barbararnir gripu til vopna. þegar þeim fannst vináttan rómverska verða nokkuð dýrkeypt, til þess að verja fátækt sína og frelsi. Þá tókust langvinn- ar skærur og stundum miklar styrjaldir með höfuðorrustum, sem enn getur í veraldarsögunni. í Tevtónborgarskógi, þrjú hundr uð kílómetra sunnan við dönsku landamærin, var ein af þessum stórorrustum háð á bernskuárum Krists. Þar lau9t saman liðsveitum Germana og tuttugu þúsund manna her, sem laut stjórn róm- verska hershöfðingjans Varusar. Ágústusi keisara varð hverft við, er hann frótti endalok þeirrar orr- ustu: „Varus. fáðu mér aftur her- sveitir mínar“, á hann að haía hrópað í angist. Öllum leikum í hinni miklu Rómaborg var aflýst, og sjálfur lét keisarinn hvorki klippa hár sitt né skegg í marga mánuði, svo að allir mættu sxiija, hvílíkt áfall ríkið hafði hlotið. En Varus kom ekki aftur, hversu sárt sem keisarinn kafiaði á hann. Hann réð sér bana, o*g Rómverjar fengu ekki annað heim af honum en afhöggvinn hausinn. Hann var höfðingi hinna sigursæiu Germana svo kurteis og hugulsam- ur að senda keisaranum. Seinna kom í ljós, hver orðið höfðu afdrif legíónanna þriggia, sem Varusi höfðu verið feugnar til þess að jafna um barbarana og kenna þeim að elska Rómverja. Að sex árum liðnum, komust nýir herflokkar, sem sendir höfðu ver- ið á vettvang, á orrustuvóllinn og þar óhugnanlegt um að litast- „Á miðri sléttunni lágu hvítnað- ar beinagrindur, ýmist í dyngjum eða á víð og dreif. Innan um þær voru brotin spjót og ganglimir af hestum, og í nágrenninu vohi hóf- uð manna, negld á trjástofna í lundum umhverfis vellina höfðu barbararnir hlaðið altari, þar sem þeir höfðu fórnað hinum tignusiu mönnum úr liði Rómverja“. Germanar höfðu ekki hirt um að grafa hina föllnu. Nú kom það í hlut Rómverja sjálfra. „Brotin spjót og hvitnuð bein“ — þessa rómversku lýsingu á valnum eiga fomleifafræðingar létt með að setja sér fyrir hugskotssjónir. Það er einmitt þetta, sem fundizt hefur við uppgröft í fenjum og mýrurn á þessum slóðum: Kynstr- in öli af sködduðum vopnum og bein úr hrossum. Sjálfur vígvöllur- inn hefur að vísu ekki verið þar, sem þessar fornaldarminjar hafa fundizt — til þess er þar of votlent. En engum getur blandazt hugur um að þetta eru menjar um grimmilegar styrjaldir og miklar og skæðar orrustur. Sums staðar hefur svo mikið komið i leitirnar, að það nægði til þess að fylia minniháttar safn. Fyrsti fundurinn af þessu tagi var gerður styrjaldarárið 1848. Það var í Vimose á Norður Fjóni. Seinna fcom meira í leitirnar, svo sem í Kragehul á Fjóni og Nydam og Thorsbjerg á Suður-Jótlandi. Áratugur leið, áður en uppgrfft- ur fór fram, og kom hann í hlut Engelhardts, forstöðumanns danska safnsins í Flensborg. Svo kom stríðið 1862 og rannsóknimar stöðvuðust og sumt fór forgörð- um, er þegar var fundið. en ann- að tóku sigurvegaramir, Þjóðverj- ar, í sínar vörzlur. Herfang frá fornöld varð herfang á ný. En Danir höfðu nóg að rannsaka um sinn, þar sem voru fundirnir á Fjóni, efcki sízt I Vimose. Engelhardt skrifaði margar bækur um rannsófcnir þær, sem hann hafði gert, og undraðist stór- um. hvernig því gat vikið við, að slifcum kynstrum af vopnum skyldi hafa verið dyngt i fen og foröð. Hann lét í ljós efa um, að sú gáta yrði nokkru sinni ráðin. En aðeins fáum árum síðar drógu menn fram i dagsljósið frásagnir fornra rithöfunda rómverskra um helgistaði barbaranna og hætti þeirra: „Áður en þeir leggja til orrustu heita þeir herguðinum herfangi sínu“, segir Sesar um Galla. „Að unnum sigri fóraa þeir skepnum þeim. sem þeir hafa tek- ið, og öðru herfangi safna þeir saman á einn stað. Meðal margra þjóðflokka era helgistaðir, þar sem getur að líta miklar dyngjur aRs konar gripa, og það er næsta sjaldgæft, að nókkur maður gangi svo í berhögg við helgar venjur, að hann leyfj sér að fela herfang eða hnupla neinu af þvi, sem gefið hefur verið guðunum. Slíkir glæpir varða hinni hörðustu refsingu". í ritum landfræðingsins Strabos segir frá því, að slíku herfangi hafi einatt verið sökkt í vötn. Hann getur þess. að Rómverjar hafi selt heilög vötn á keltnesku landsvæði, er þeir lögðu undir sig, og fcaup- endumir hafi fundið þar heila myllusteina, sem slegnir voru úr isilfri. Germanar virðast hafa haft svip- aða siði og Gallarnir, ef trúa má spænsfca sagnritaranum Páli Orós- íusi. Hann kemst svo að orði um Kimbra og Tevtóna, sem sigruðu rómverskan her við Orange í Suð- ur-Frakklandi árið 105, er hann lýsir meðhöndlun þeirra á herfang- inu: „Klæði rifu þeir sundur, gulli og silfri vörpuðu þeir í fljótið, brynj- urnar hjuggu þeir sundur, hestun- um hrundu þeir fyrir hamra, fang- ana hengdu þeir í trjám. Þannig höfðu sigurvegararnir ekki meira af herfangi að segja en þeir af náð, er í lægra haldi lutu“. Þessi lýsing kemur mætavel heim við fenjafundina beggja meg in dönsku landamæranna. Og þó að fleiri kenningar hafi verið born- ar fram um þessa fundi, þá hefur það bezt staðizt gagnrýnina, að þarna hafi verið blót mikil og her- fang fært iguðum að fórnargjöf. Herfang svo mikið Sim fundizt hefur á þessum stöðum ber vitni um stórorrustur. Hvar hafa þessar orrustur verið háðar? Varla í næsta námunda við fundarstaðina. Og við hverja börðust þeir þjóðflokkar, sem þar áttu land að verja? Þarna ber oft mikið á rómversbum vopn- um, en af því verður þó ekki brotalaust dregin sú ályktun að Rómverjar hafi borið vopnin. Kin- verskur peningur, sem fannst á- samt vopnum á Skáni, er ekki neinn vitnisburður um, að þar nafi Kínverjar verið á ferð. Rómveriar hafa sjálfsagt selt öfjrum þjóðum vopn, og barbararhir báru iðu- lega rómversfc vopn, er þeir áttust illt við sín á múli. Sum þessara vopna eru líka smíðuð í norður- hluta keisaradæmisins. þótt gerð- in sé rómversk, til dæmis í Köln. Tacítus segir, að Germanar hafi talið það ósamrýmanlegt mifcil- leika guðanna að marka þeim bás innan húsveggja: „Þeir helguðu þeim skóga og lundi“. Á járnöld virðast þær þjóðir, sem byggðu Norðurlönd, hafa átt sér helgistaði undir berum himni, og þar hafa sennilega verið hlaðnir hörgar. í 66 T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.