Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Blaðsíða 19
Tvö trélíkneski, fundin { mýrl viS Eutin á Holt- setalandi. Hið stærra er hálfur þrlðjl metri á lengd. hinum elztu heimildum kristnum, sem til eru. er þess getið, að menn veiti slíkum stöðum „heimskulega lotningu", og þegar til trúskipta kom, voru „blót og fornar siðvenj- ur, sem heiðni fylgja“, strengilega bannaðar. Enginn mátti veita skóg- um eða haugum eða heiðnum goð- um neina tilbeiðslu, segir í lögum Gauta. Rómverjar og Grikkir fórnuðu raunar einnig herfangi. En þeir hengdu það á trélíkneski. Myndir af slíku má sjá á sigurbogum, enda getur slíks einnig í fornum ritum. í Hávamálum eru Ijóðlínur, sem gætu bent til þess, að svipað hafi verið farið að Norðurlöndum: Voðir minar gaf eg velli að tveim trémönnum. Rekkar það þóttust, er rift höfðu —neiss er nökkviður halur. í dönskum mýrum hafa hvað eftir annað komið í leitirnar, þó ekki í sambandi við vopnfórnir, mannhæðarhá trélíkneski, öll hand leggjalaus, svo að auðvelf hefur verið að færa þau 1 flíkur. Þessi líkneski vekja ekki sízt athygli sölt um þess, að fundizt hefur eftir- tektarverður karlmannsklæðn- aður, sem varðveittur er í Kíl — kyrtill með löngum ermum, sem grannvaxinn maður hefði komizt í, en hosur eða buxur harla ein- kennilegar: Sem sé svo síðar, að ekki hæfði nema mjög hávöxnum manni, en jafnframt svo þröngar, að tæpast hefur nokkur fullorðinn maður getað komizt í þær. Og þetta er ekki einsdæmi: í annað skipti hefur fundizt sams konar klæðnaður, þar sem hlutföll sídd ar og víddar eru á svipaðan veg. Gerðar hafa verið nákvæmar eftir- líkingar af þessutn fiíkum og þær mátaðar á lifandi fólki. Börn, niu til tólf ára. gátu komið buxunum að sér, en á þau voru þær auðvit- að allt of síðar. Nú er það kunnugt, að hosor eða buxur Germana voru alls ekki þröngar, heldur var það miklu fremur einkenni þeirra, hve víðar þær voru. Engin bein hafa fundizt, sem benda til þess, að nokkru sinni hafi verið uppi fólk, sem var svo hátt og mjótt, að þessar em- kennilegu flíkur hafi hæft því, enda hefði það rnátt vanskópun heita. Með öðrum orðum: Þær virð ast efcki hafa verið ætlaðar raun- verulegu, lifxnc fólki. Getur hugs- azt, að þær hafi verið sniðnar á tré- líkneskin, sem lögð voru i dý eða fen? Með orðum Hávamála: Voðir, gefnar trémönnum, svo að þeir gætu þótzt rekkar, og blygðuðust sín ekki fyrir nekt sína. Enginn veit með neinni ná- kvæmni, hvað fór fram á blótstöð- um Germana — í skógunum, lund- unum og við vötnin. En við get- um gert okkur í hugarlund, að blótin hafi lotið ströngum viðhafn- arregliun og goðar stjórnað helgi- athöfnunum. Hlutar blótpeningsins hafa verið hengdir upp í tré, áð- ur en þeim var varpað í vötn eða dý, eins og lýst er í ýmsum skrif- uðum heimildum. Hesthaus á langri stöng fannst á fornum helgi- stað í Norður-Þýzkalandi, og víðar hafa fundizt hrosskúpur og leggir, þótt eigi væru þar nein önn-ur bein. Þá hefur kjötið sennilega verið etið, en hausinn verið settur Thorsbjergsbuxurnar, skálmarnar llt sentimetrar á sidd, sei ummál þelrra aS- elns þrjátíu srnálnMtrar og mlnna um sjálfa leggln*. T f M I N IB — S»rMNimífiSR!.»B A7

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.