Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Qupperneq 9

Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Qupperneq 9
Grafskriftin sem Ófeigur smiður setfi sér. Nesjum í Grafrtingi og þar dó hann úr holdsveiki 18. júní 1846, talinn 44 ára. Kona hans var Anna Gísladóttir frá Viílingavatni. Björn þeirra voru Ófeigur >g Þorbjörg. Ófeigur var fæddur 6. júní 1835 í Heiðarbæ og dó í Reykjavík 22. nóvember 1911. Bústýra hans var Sigurlaug Eyjólfsdóttir frá Torfa- stuðum í Grafningi. Ófeigur bjó um þrjátíu ár að Nesjum góðu búi, var byrgur að öllu, bæði heyi og mat. Hann þótti fastur á fé, en þó gaf hann eitt hundrað krónur til barnaskóltibyggingar á Þingvöll- um um 1880. Mun sú fjárhæð þá hafa látið nærri tíu sauðarverðum. Ófeigur gat verið meinlegur í svör- um. Um bónda einn í Grafningn- um, er þótti lítill heyskaparmaður, sagði hann þetta: „Það er ekki von, að hann geti heyjað. þvi að hann lætur ljáinn tefja sig allan sláttinn11. Börn Ófeigs og Sigurlaugar bú- stýru hans voru: Á. Eyjólfur tré- smiður í ReykjavHt, börn hans Guð mundur símstjóri í Hafnarfirði, Ari verkstjóri Reykjavík, Sigur- laug, kona Ágústs bónda Eyjólfs- sonar í Hvammi á Landi, og Lára, 'kona Óalfs Túbals listmálara í Múlakoti. B. Kristján, giftist ekki, en átti einn son, Guðjón, er lengi var starfsmaður við bílaverkstæði Kaupfélags Árnesinga á Selfossi. C. Guðríður, kona Péturs Féldsteðs Kristjánssonar, bjuggu að Gunn- laugsstöðum og Guðnabakka í Staf- holtstungum. Þorbjörg Vigfúsdóttir, fædd 26. maí 1838 í Heiðarbæ. Hún varð kona Einars bónda í Sölvholti í Flóa, Sæmundssonar í Auðsholti í Ölfusi, Steindórssonar. Börn þeirra. Á Þórbjörg, kona Sigur- jóns Steinþórssonar í Króki í Flóa. B. Anna, kona Sigurðar Sigurðs- sonar í Scílvholti. C. Guðlaug, fyrri kona Þor/inns Jónssonar veitinga- manns í Tryggvaskála og Baldurs haga við Reykjavík. Frá Vernharði Ófeigssyni. Hann var fæddur að Syðri-Brú í Grímsnesi um 1802, ólst þar upp með foreldrum sínum og fluttist með þeim að Heiðarbæ, þar sem hann dvaldist fram um 1825. Um þær mundir var ungur prestur á Þingvöllum, séra Einar Sæmundsson. Kona hans var Kristjana Hansdóttir. Á heimilinu var þá einnig systir prestsins, rúm- lega tvítug stúl'ka, er Guðrún hét. Það gerðist í júlímánuði árið 1825, að Guðrún ól sveinbarn, er prest- urinn, bróðir hennar, skírði sam- dægurs. Færði hann inn í kirkju- bókina fullt nafn barnsins Alexíus Ósvífsson. Þegar hann hafði lokið þessu embættisverki, settist hann niður og ritaði sýslumanninum, Þórði Sveinbjörnssyni í Hjálm- holti bréf. Tilkynnir hann barns- fæðinguna sýslumanni, sem þá og lengi síðar var venja presta, er um óskilgetin börn var að ræða. Segir séra Einar, að Guðrún systir sín lýsi föður að barninu ókenndan ferðamann. Hafi barngetnaður þessi hlotizt 24. s<nptember fyrra árs. Hinn ókenndi ferðamaður „hafi fyrir henni nefnt sig Jón, Ásmund, Eyjólf og Einar. Þetta, þannig vaxið, eins og það er nefndrar systur minnar fyrsta barneignarbrot, vitnast hér með embættis vegna“, segir prestur. Bréfið er dagsett á Þingvöllum 18. júlí 1825. Nú líður tíminn um nokkurt skeið, fram til 25. sept- ember, er bar upp á sunnudag. Embættaði séra Einar þá í Þing- vallakirkju. Virðist prestur þá vera búinn að finna hinn rétta föð- ur að barni Guðrúnar, og er nú ekki niörgum nöfnum til að dreita. Að lokinni embættisgjörð ritar prestur sýslumanrd nú annað bréf um málið. Segir þar meðal annars: „Fyrst þann. . . þ.m. (sept.) lýsti Guðrún systir mín Sæmundsdóttir T í M I N N — SVNNUDAGSBLAfi 57

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.