Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Blaðsíða 10
því fyrir mér, að Vernharður ófeigsson, bóndi að Heiðarbæ, lnnan mér tiltrúaðrar Þingvalla- kirkjiusóknar, hefði hjá sér verið til samræðis að téðri til tölu fyr- ir fæðingu barns þess, er hún fæddi í heiminn hér á heimili mínu þann 17. júlí seinast liðna og í skírn minni hlaut nafnið Alex- íus Ósvífsson. . . . í dag að lok- inni messugjörð kirkjusöfnuðin- um áheyrandi spurði ég Vernharð þennan Ófeigsson, hvort hann við- gengi samræðinu og fylgilega tæki við faðerninu að téðu barni. hvar til hann kvað, að svo mætti vera. Fylgdi hún síðan til staðaldurs nefndu barni sínu á heimili föður þess að Heiðarbæ, eftir samkomu- lagi allra viðkomenda11. Það er engu líkara en hér hafi legið eitthvað mikið við. Það var ekki nóg, að Vernharður gengist við barninu við prestinn sjálfan, heldur varð hann að lýsa því yfir i áheyrn allra messugesta i Þing- vallakirkju, svo það spyrðist út sem víðast. Ætla mætti, að messu- fólkið hafi pískrað og skrafað sín í milli að aflokinni embættisgjörð, og sagan hafi fljótt orðið hljóð- bær um sveitina og út yfir sókn- armörk. En það var gamalt manna- mál, að þótt Vernharður gengist við barni Guðrúnar, þá hefði hann ekki verið hinn rétti faðir þess. En það er af Guðrúnu Sæmunds- dóttur í sem fæstum orðum að segja, að hún fluttist með barn sitt að Heiðarbæ. En það átti ?kki fyrir sér langa lífdaga. 41exíus litli varð ekki nema hálfs-annars árs. Hann dó í Heiðarbæ 7. ian- úar 1827. Um vorið þetta sama ar fluttist Guðrún Sæmundsdóttir xrá Heiðarbæ suður að Þórukoti í Njarðvíkum. Hún giftist fyrst Nikulási Sigurðssyni í Garðhúsum í Höfnum, en síðar Bárði Jónssyni á Hemru í Vestur-Skaftafellssýslu. Guðrún var talin mæt kona og gegndi ljósmóðurstörfum þar eystra. Var hún meðal annars „ljósa“ dr. Jóns Þorkelssonar þjóð- skjalavarðar. Hún varð kona há- öldruð, andaðist 1899, þá 97 ára gömul. En það er af Vernharði Ófeigs- syni að segja, að hann mun hafa flutzt frá Heiðarbæ um svipað leyti eða áður en Guðrún fór þaðan, því að ekkent varð af sambúð þeirra. Vernharður settist nú að í Reykjavík og gerðist lausamaður, en eigi kvæntist hann. Vafalaust hefur hann erft hagleikinn frá föð- ur sínum að einhverju leyti, því hann var smiður góður. Einkum lagði hann fyrir sig rokkasmíðar, sem hann hefur sjálfsagt numið af föður sínum. í sóknarmanntali Reykjavíkur er hann nefndur „rokkadreiari“, einnig er sagt, að hann stundi með iðn sinni sjó- róðra. í kaupavinnu hefur hann brugðið sér á sumrin, jafnvel norð- ur í land eins og siður var á beirri tíð hjá fólki af Suðurnesjum og úr Reykjavík. í reisupassabók Reykja- víkurbæjar árið 1841 segir meðal annars: „Rokkadreiari Vernharður Ófeigsson úr Árnessýslu, 38 ára gamall, fer 12. júlí í kaupavinnu til Skagafjarðar“. — Annars er lít- ið vitað um hagi Vernharðs meðan hann dvaldist í Reykjavík, en þar mun hann hafa haldið sig að mestu um fjögur ár. Þaðan fluttist hann svo suður að Óttarsstöðum í Hraun um. Þá var þar tvíbýli. bjó þar Jón Hjartarson, er átti jörðina (Jón „Hjörtsson“ var þá sagt og skrifað). Var hann ekkjumaður hátt á sjötugsaldri, og var dóttir hans. sem hét Rannveig, 37 ára, fyrir heimilinu. Átti hún einn son átján ára, er Steindór hét, auk þess voru þar tveir vinnumenn. Á hinu heimilinu bjó Jón nokkur Illuga- son nefndur „snikkari", maður um fertugt. Kona hans hét Metta Jóns- dóttir, og áttu þau um þessar mundir fimm börn, öll í bernsku. Vernharður settist nú þarna að. Eigi bjó hann í bænum með fólk- inu, heldur byggði sér lítið íveru- hús á hlaðinu. Stærð þess var að- eins 5Vz alin á lengd og 3 y2 alin á breidd. Mun láta nærri, að það hafi verið rúmir sjö fermetrar að stærð. Var það „undir súð með lofti og rúmstæði“. Hús þetta var með risi og geymslulofti, og þar sem tekið er fram að í því sé rúm- stæði, er augljóst, að Vernharður hefur sofið í því."Vel gat þar ver- ið eins konar lokrekkja. Og trú- lega hefur hann unnið þar að sm:ð- um sínum, haft þar rennibekkinn og smíðað rokkana. Til þess þurfti ekki svo mikið rúm. Svo virðist sem Vernharður hafi búið þar mest að sínu og eigi keypt sér kost, lagt sjálfum sér til mat, en máski látið sjóða hann handa sér. Er hann féll frá, átti hann til dæm- is „tuttugu pund af smjöri í læstu kofforti“ og sjö lýsipund (56 kg.) af söltuðum smáþyrsklingi. Vern- harður hefur fcunnað að fara með byssu, sjálfsagt verið skytta góð, enda átti hann þrjár byssur og eina verðmæta. Rjúpna- og refa- veiðar hefur hann stundað og skot- ið sjófuglinn sér til matar. Er hann féll frá, voru meðal annars eftir hann 33 pund af fiðri, sem sjálf sagt hefur verið af sjófuglinum, sem hann skaut. Smíðarnar hafa þó verið aðal- starf Vernharðs um vetrarmánuð- ina meðan hann dvaldist á Óttars- stöðum. Vel má vera, að hann hafi farið eitthvað í fcaupavinnu þau tvö sumur, sem hann dvaldist þar suð- ur frá. En dvöl Vernharðs varð ekki til langframa á Óttarsstöðum, því að leiðarlok ævi hans voru nú á næsta leyti. Um áramótin 1843— 1844 hefur hann verið orðinn sjúfc- ur maður. Þannig lifði hann að miklu leyti við rúmið, unz hann andaðist hinn 6. febrúar 1844. Var hann þá nálega 42 ára gamall. Samkvæmt því, hversu útför Vernharðs var gerð með góðri við- höfn, virðist það engum efa undir- orpið, að hann hefur verið vel met- inn maður. Enda var á þeirri tíð, litið á góða smiði með nokkuð meiri virðingu en allan almúga manna. Vernharður var grafinn í Görðum á ÁHtanesi, en sóknar- presturinn, Árni Helgason stipt- prófastur, jarðsetti. Að ósk vanda- manna flutti hann „líkpredikun“, sem þá var ekki almenn venja nema helzt eftir rneiri háttar fólk. Og vel hefur stiptprófastinum tek- izt að mæla eftir þann látna, því að vandamennirnir greiddu hon- um fyrir ræðuna tvo ríkisdali, en það mun hafa verið næstum tvö- faldur líkræðutaxti á þeim tíma. Eftir greftrun var erfisdrykkja í Görðum er Árni stiptprófastur var beðinn að sjá um. Var það matar- veizla og tvær tegundir víns. Þessu til staðfestu skal birt bréf það, er séra Árni sendi sýslumanni fyrir útlagðan kostnað og önnur gjöld, er greidd voru af dánarbúinu. „Rokkadreiari Vernharður Ó- feigsson, sem dó á Óttarsstöðum í Garðasókn þann &ta febrúar 1844 var hér sjálfs húsmaður hartnær 2 ár, átti því að gjalda til prests og kirkju hvert ár 11 fiska, það er fyrir bæði árin 22 fiskar. Leg- kaup og liksöngseyrir 36, það eru 58 fisfcar, 4 ríkisdalir 37 skilding- ar. Lífcmönnum og þeim, sem fylgdu þeim framliðna til grafar, var hjá mér, eftir tilmælum mágs 58 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.