Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Blaðsíða 11
Hugi Hraunfjörð:
Vísur að vestan.
Hvítar öldur hvissa glatt við Rif
og hvata sinni göngu upp á land.
Brimi sollið, bólgið löðurdrif
brotnar þó við mjúkan fjörusand.
í djúpi hafsins dulinn kraftur býr.
Þó dætur Ránar kveði fagran óð,
Ægis reiði enginn maður flýr,
sem út á hafið sækir, börnin góð.
Sólbjartur lögur seiðir hug og hönd.
Hérna á Rifi situr enginn kyr,
hvar þráin stöðugt eygir ókunn lönd
og ævintýrin bíða nú sem fyrr.
Það hefur margur sótt á sundin blá,
og sækir enn á miðin forn og ný.
Á vígðum reit og votri gröf má sjá
varla nokkurn mun, en gleymum því.
Við skulum taka bát á bóli hér
og bruna fram á þennan glæsta fjörð.
Þó drýgð sé synd, ei deila um það ber,
því dauðinn einn má halda um lífið vörð.
Við skulum róa, renna færi í sjó
og Rán og Ægi lofa hátt og snjallt.
Það skiptir minnstu máli samt, og þó
að maður lifi, förin, hún er allt.
Knýjum árar — kríuger við sýn.
Kannski að hérna lóða væri bezt.
Ó, hafsins gull, ó, gróðavonin mín!
Ég gríp þig, vina, hvar sem til þín sést.
hans, Vigfúsar á Reykjum, veittur
matur og brennivín, sarnt vín. Ég
giaka á, að það mætti reiknast 6
rd. og verða þá með framtöldu 10
ríkisdalir 77 skildingar. Þetta óska
ég, að rnætti verða mér útlagt af
eftirlátnum munum þess fram-
liðna.
Görðum þann 22. febr. 1844.
Á. Helgason.
Líkræðuna nefnir séra Árni
ekki í þessum reikninigi. En það
er vegna þess, að Vigfús Magnús-
son, mágur Vernharðs. hefur
greitt ræðuna sitrax á útfarardeg-
in-um. Síðar var lagður fram reikn-
ingur í dánarbúið fyrir hana.
Dánarbúið eða lausafjármunirn-
ir eftir Vernharð voru skrifaðir
upp og síðan seldir á opinberu
uppboði Enga peninga átti hann
utan fjóra ríkisbankadali. Af lif-
andi pening átti hann eitt hross,
sem hann hefur notað til ferða-
laga. íveruhúsið keypti Jón bóndi
Hjartarson á Óttarsstöðum á sex-
tán rd. Af smíðatólum átti Vern-
harður mikið, sem einungis voru
trésmíðaverkfæri. Þar á meðal var
rennibekkur vandaður. Þá voru
eftir hann átta rokkar nýsmíðaðir,
sex af þeim voru málaðir og var
hver virtur á þrjá rbd., en þeir
ómáluðu á tvo rbd. stk. — Af
fatnaði var Vernharður vel byrg-
ur. Hann átti meðal annars „bláa
vaðmálstreyju og tauvesti“ og
„dökka skarlatstreyju og vesti af
sama efni“, er verið hafa spariföt.
Dánarbúið hljóp á 158 rbd. og
81 skild., en úitistandandi skuldir
og útfararkostnaður nam 109 rbd.
59 s>kild. Komu því til skipta 41
rbd. 42 skild., er móðir Vernharðs
og systkini erfðu.
Hér skulu að síðustu birtir þrír
skuldreikningar á dánarbúið.
Reikningur Ólafs hreppstjóra í
Hausastaðakoti.
„Skuldakrafa í dánai-bú Vern-
harðs Ófeigssonar, er deyði á Ótt-
arsstöðum, af mér undirskrifuð-
um:
1. Fyrir að sækja lífcið þangað
eftir bón hlutaðeiagnda. 1.) Betal-
inigur til 4ra manna og skipslán 1.
rbd. 64 skild.
2. Eftir hlutaðeiganda ósk fyr-
ir fyrirhöfn mína að flytja þess
burtdána eignir á axionsstaðinn á
skipi með 6 mönnum í bjargræð-
istíð 2 rbd. 32 skild. Tii samans
4 ríkisbankadalir.
Hausastaðaikoti þann 30. maí
30. may.844.
Ólafur Erlendsson.
Reikningur Jóns „Hjörtssonar“:
Lóðartollur fyrir íveruhús á lóð
minni 4rbd.
Fyrir aðhlynning og þjónustu á
þeim burtdána í sjúkdómi hans um
8 vikur 4 rbd.
Fyrir veturgamla kind, er dótt-
ir mín, Rannveig, lánaði honum
næstliðið haust 3 rbd. Samtals 11
rbd.
Óttarsstöðum 28. maí 1844.
Jón Hjörtsson.
Og þá er að síðustu reikningur
Guðrúnar Jónsdóttur í Reykjavík:
Fyrir mína þjónustu og aðhjúkir-
un ýmsa, sem ég í þau fjögur ár,
sem Vernharður sál. var til veru
í Einars pósts Einarssonar bæ í
Þingholtum Fil hönum í té, hefi ég
ennþá ekki fengið neitt í launa-
skyni, en jöfn loforð af Vernharði
sál., að ég skyldi fá hjá hönum
uppborið það, sem siðvanalega gef-
ið kvað hér vera í bænum, nefni-
lega 4a rbd um árið, og verða það
þá 16 rbd, sem ég óska að skipta-
ráðandinn hr. sýslumaður Th. Guð-
mundsson við skipti á þessu dán-
arbúi útleggi mér.
Reykjavík 14. febrúar 1844.
Guðrún Jónsdóttir.
Ekki er nú með neinni vissu
vitað, hver þessi Guðrún Jónsdótt-
Framhald á 70. síðu.
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
59