Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Blaðsíða 2
T mryrgnnm ★★ Víðkunnasti ísleKdingur, scm uppi er, hefur sagt eitthvnð á þessa leið: „Hin aldna og virðulega sveitakona, Matthiid- ur Halldórsdóttir úr Þingeyjar- sýslu, skipar sess, sem einstak- ur er í veröldinni, þvi að hún hefur í pottum sínum dregið liti úr íslenzkum gróðri og kom ið i notkun við litun á handi. Sú íþrótt að sjóða liti úr öllu því, sem vex í út- haganum, var hverjum manni kunn á íslandi í meira en þús- und ár, en nú er frú Matthild- ur Halldórsdótir eftir ein þeirra, sem kunnáttu hafa til þess að töfra fram hina íslenzku iiti. Væru ekki lýsingarorð út í hött, einkanlega í hástigi, myndi ég segja, að tuttugu síðna kver hennar um það, hvernig litir verða fengnir úr hagajurtum, væri ein hinna beztu bóka, sem skrifaðar hafa verið á íslandi um mína daga. Vindur frú Matt hildar eru auganu óviUjafnan- leg nautn. Þar stendur maður á ný andspænis öllum blómalit- unum, sjálfu inntaki þeirra komnu manninum á vald •— nema hinum rauða. Ég veit vel, að „óviðjafnanlegt“ er stórt orð, ekki sízt í munni manns, sem er skráður í bandalagið til bar- áttu gegn lýsingarorðum. En hversu oft hefur mér ekki flog- ið í hug, að það sé að minnsta kosti eitt óviðjafnanlegt fyrir- bæri hér í heimi, sem sé hrúta- berið. Þetta ber er svo rautt, að bæði villt jarðarber og reyni ber, meira að segja sjálft kirsu berið ,blikna í samanburði við það. Hvernig stendur á þvi, að ég sé ekki þennan lit í litrófi yðar? spurði ég einu sinni þessa rosknu konu fyrir norðan. Eng- inn rauður jurtalitur á íslandi lieldur sér, ekki heldur hrúta- berjalitur, sagði frú Matthildur Halldórsdóttir.“ ★★ Þetta skrifaði Halldór Laxness fyrir nokkrum misser- um, er danskt forlag fékk hann til þess að semja litla bók um mikinn listamann íslenzkan, er lengi hefur alið aldur sinn í Danmörku — Svavar Guðnason listinálara. Þegar ég sá þess getið í blöðum fyrir fáum dög- um, að Matthildur í Garði væri áttræð orðin, minntist ég þess, að hugur Halldórs hafði flogið norður í Aðaldal, er hann hóf að rita upphafskaflann um liti fslands. En það var ekki í fyrsta skipti, að þau Svavar og Matt- hildur minntu hann hvort á ann að. Seinna í þessum sama kafla bókarinnar kemur fram, að hann hefur einmitt vikið að íþrótt Matthildar eitthvert sinn, er hann stóð við hlið Svav ars og virti fyrir sér verk hans. Svo hugtæk hefur honum orðið þessi kona og listaseiðurinn, sem hún ein hafði orðið á valdi sínu — töfrabrögð hennar i skiptum við skófir og grös úr Aðaldalshrauni. ★★ Nóbelsskáldið í Gljúfra- steini veit vissulega viti sínu um list og liti. Ég auglýsi að minnsta kosti eftir þeim, sem ber brigður á það. Og hreykin hin aldna húsfreyja í Gárði norður má vera af þeim vitnis burði, sem annar eins fagur- keri og Halldór Laxness hefur gefið henni. Aftur á móti fer ekki mikið fyrir, að íslenzkt samfélag kenni verulegs metnað ar, þótt það eigi ínnan vébanda sinna konu, er „skipar sess, sem er einstakur í veröldinni“ og hafi grafið úr gleymsku og miðl i að öðrum kunnáttu, sem veitir auganu „óviðjafnanlega nautn“. Það hefur enga rænu haft á því að veita þessari konu verðuga viðurkenningu, sízt nú á efri árum hennar, þegar hún hefur skila«'í af sér arfinum einstæða, er næstu kynslóðir munu vænt- anlega varðveita og ávaxta. Þó getur það ekki einu sinni skot ið sér á bak við það, að rauða litinn vanti í litróf Matthildar, því að einnig hann hefur hún á valdi sínu, eins og fram kæmi, ef haldið væri áfram til- vitnunum í orð Halldórs Lax- ness, þó að hún verði að sækja hann í dýraríkið, ef góðir les- endur skilja, hvað við er átt. ★★ Einmitt þessa sömu daga átti annar maður, sem ekkj á sinn líka á hverju strái, eitt af þessum merkisafmælum. Þar á ég við Helga Tryggvason, sem varið hefur miklum hluta ævi sinnar til þess að safna saman blöðum, tímaritum og bókum út um hvippinn og hvappinn, skipa þessu saman í heildir og miðla öðrum til eignar og varð- veizlu. Fyrir tilverknað hans er nú til, bæði á söfnum og einka- heimilum, aragrúi rita, sem hann hefur raðað saman blað fyrir blað, og hefti fyrir hefti, en áður voru á tvístringi í hirðu leysi og hefðu fyrr eða síðar farið forgörðum, ef hann hefði ekki komið til sögunnar. Eng- inn hefur komizt til jafns við hann á landi hér í þessu mikla eljustarfi, og það er orðin mikil skuld, sem þjóðin á honum að gjalda. Enginn veit, hversu margt og mikið það er, sem hann hefir bjargað. Auk þess hefur honum unnizt tími tU þess að kenna fleira fólki vand að bókband, svo að færra fari á tvístring en áður, heldur en aðrir menn i landinu. Hann er einnig með öðrum orðum mað- ur, sem ekki á sinn líka. Við lifum í þjóðfélagi, þar sem í gríð og ergi er útdeilt viðurkenninguin í margs konar myndum og með alls konar Framhald á 214. slðu aasKu 19s T í M I N N _ SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.