Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Blaðsíða 5
Án þeirra getur ekki grafi'ð. Asept* íkin í kírúrgíunni er fólgin í því að varna slíkuna bakteríum að komast í sárin og antiseptíkin að drepa þær. Síðan menn komust upp á það, hafa menn getað gert ótal stórskurði með æskilegum árangri. sem annars hefðu verið ómögulegii" vegna sárafebers, sem stafar af graftarmyndun, orsakaðri af fyrrnefndum gerlum (bakterí- um). Anna'rs ætla ég nú ekki að fara að halda fyrirlestur yfir þér um bakteríur og kírúrgí. Ég risti PRESTURINN Á GILSBAKKA, séra Magnús Andrésson, lét sér fátt mannlegt óvlðkomandl. þar ekki svo djúpt. En þannig er nú þessu háttað um nálina. Þegar hún var tekin, var hold gróið um hana, og hún því föst í vöðvanum, en er holdtaugarnar voru teknar burtu af henni, kom hún mjög skýrt í ljós sem járnnál, alldigur og ryðguð eins og hún hefur farið í handlegginn“. 3. Spáð í eyður aldarinnar Gilsbakki var fjarri stórveld- um veraltlarinnar, þar sem tæknin varð æ mikilfenglegri. Samt sein áður gat presturinu þar látið sig dreyma um það, livað I vændum væri, og geta í eyður nýbyrjaðrar aldar, bæði í ganmi og alvöru. Ilann skrif- aði 26. febrúar 1902: „Meira gaman væri nú að tala við þig en að skrifa þér, en slíkt er nú ekki hægt á meðan verkfæri Markónis með þráðarlausu skeyt- in eru ekki komin á hvert heimili. Um næstu aldamót er ekkl ósenni- legt, að presturinn á Gilsbakka geti talað við vin sinn á Eyrar- bakka, og þeir meira að segja séð hvor annan við sitt borð. Og svo ef þeir vilja koma hvor til annars, þá bregða þeir sér það 4 loftfari eða skreppa það á báti neðan sjáv- ar til þess að vera lausir við sjó- sótt“. 4. Vatnið tæra Og framfarirnar fóru svo sem að segja til sín uppi á Gils- bakka. Margt hefur vafalaust verið búið að gera þar til um- bóta í tíð séra Magnúsar. Eitt haustið var ráðizt í verk, er þá var enn nýlunda í sveitum. Séra Magnús skrifaði 30. des- ember 1910: „Vatnsleiðslan er nú komin úr lindinni í bæ og fjós hér, um sex hundruð og fimmtíu fet alls — fáum nú tíu potta á mínútu af lindarhreinu vatni, þegar við vilj- um, og þykja það mikil gæði“. 5. Sorg og samhyggð Einn þeirra, sem átti bréfa- skipti við Brynjólf, var Krist- léifur Þorsteinsson á Stóra- Kroppi. Hann varð fyrir þeirri raun að niissa konu sína, Andr ínu Einarsdótíur, í byrjun árs 1899. Lýsti lianu þeim sorgar- dögum skilmerkilega í bréfi dagsettu 19. apríl 1899, og þá ekki síður viðbrögðum kunn- ingjanna í uppsveitum Borgar- f jarðar: „Bréfið, sem ég skrifa þér, verð- ur að byrja á mjög raunalegu efni, því á þessum vetri. sem nú endar i dag, lief ég orðið fyrir því þungá mótlæti að sjá á bak minni ást- kæru konu og þar með minni beztu lífsgleði. Hún ól barn 4. janúar. Það gekk allt vel með barnsfæð- inguna, en tveim sólarhringum eft- ir veiktist hún. Leitaði ég þá til Páls Blöndals. Áleit hann það væri bólga í móðurlífinu og skaffaði henni meðöl, en sem ekki gátu dugað. Þar eftir leitaði ég til séra Magnúsar, en það kom fyrir ekki. Hún andaðist 25. janúar eftir þriggja vikna legu. Meðan hún lá var hún sjaldan ákaflega þjáð, lífskrafturinn smá- þverraði af ákaflegri hitasótt og næringarleysi. Hún hafði alltar mál og rænu, nema síðasta sólar- hringinn, sem hún lifði, og var svo ljúf og blíð og róleg meðau T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ hún lá, að það var flæstúM gláðí*1 legt að vera yfir henni, jafnframt því sem það var átakanlega sorg. legt. Hún gekk ókvíðin é móti dauðanum, en sagði sig hefði lang- að meira til að fara eigi strax, þeg- ar hún liti til litlu barnanna sinna, sem voru svo mörg og smá. .. Strax eftir lát hennar skrifaði séra Magnús mér og bauð mér að koma með eitthvert barnanna til sín. Vegna þess hve staðurinn var góður gat ég ekki neitað þessu góða boði, sem þó var boðið meira BÓNDINN Á STÓRA-KROPPI, Kristleifur Þorsteinsson, reyndi gó3- vild granna slnna í nauS. af góðurn vilja heldur en ástæð- urnar væri í alla staði góðar, þar sem hann hefur fullt hús barna. Það var því farið með litlu Jór- unni. daginn sem móðir hennar var jörðuð, og áttl hún að flytjast að Gilsbakka, en er komið var að Reykholti, bauðst Ingólfur á Breiða- bólstað til að taka hana. og var það þegið. Þar líður henni svo vel sem hún væri í beztu móðurhönd- um. Nýfædda barnið sótti Vígdís, móðursystir mín í Deildartungu, strax er hún vissi, að móðir þess var veik. Hefur hún haldið það síð- an, og fer með það sem það væri hennar óskabarn. Önnur eins sæmdarverk or eigl hægt að þakka sem vert er. Það barn er stúlka og heitir eftir móð- ur sinni.,. Pyrir bústýru eftirleiðis hef ég i ráðið til mín Snjáfríði Pétursdótt- i 413,

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.