Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Blaðsíða 9
V/Ð GLUGGANN
Rannsókn hefur leitt í ljós,
að jafnvel æðstu embættismenn
stjórnarinnar í Saigon hafa stór
gróða af því að selja bandarísk
um hermönnum eiturlyf, þar á
meðal voldugir stjó;nmála-
menn. Að sjálfsögðu I ita þeir
aðra annast viðskiptin, en gróð
inn, sem er ósmár, r;nnur að
verulegu leyti til þeirra. Velt-
an er ekki svo lítil. Bandaríkja
menn í Víetnam skipta hundruð
um þúsunda, og fast að því
helmingur hermannanna neytir
orðið að staðaldri einhvers kon
ar eiturlyfja. Flestir reykja
hass, en ískyggilega margir
hafa í kjölfar þess orðið heró-
íni að bráð. Þeir, sem minnst
vilja gera úr heróínneyzlunni,
nefna tíu af hverju hundraði,
en aðrir ætla, að sú tala sé
mikils til of lág og nær sanni,
að fimmti hver maður í banda
rísku hersveitunum í Víetnam
neyti heróíns.
Því er haldið fram fullum
fetum, að ráðherrar úr suður-
víetnömsku ríkisstjórninni
haldi verndarhendi yfir eitur-
lyfjasölunni og fái í staðinn
ágóðahlut.
yfirsængur úr æðardúninum úr
Kolli, og börnin okkar, sem nú
eru búsett hér á Nýhafnartorfunni,
munu vera vel á veg komin að
gera hið sama — það er þriðja
kynslóðin.
SVARTBAKURINN.
„Grísir gjalda, gömul svín
valda“, segir gamalt orðtak. Þegar
við fengum loks sjálfstæði okkar,
beindist öll hugsun og viðleitni
okkar að því, að hreiðra. um okk-
ur í sjálfstæðu ríki sem allra lík-
ast hinum gömlu og svellgrónu
háttum hinna ríkjanna með öllum
þeirra tízku- og tíðarandafyrirbrigð
um. Þetta kostaði að sjálfsögðu
óhsmju peninga. Þá skyldi sækja
á hin auðugu fiskimið, en í hita
áhugans gleymdist afrás veiðinnar
í fjörum og heilum haugum á út-
gerðarstöðunum.
Þetta setti svartbakspláguna á
stað. Ég hef ekki hugsað neitt upp
í þeirri veru að eyða svarthaknum,
en ég veit óbrigðult ráð til þess,
reynt fyrir réttum hundrað árum.
Ég vildi, að ég hefði getað látið
stiórnarvöldin sverja það að fram-
fylgja því af hiklausri diörfung og
einbeitni, áður en ég flíka því. En
þess er englnn kostur, og verð ég
þ». að láta mér lynda að treysta
því, að svo verði.
Það var nú fyrir réttum hundr-
að árum, að móðir mín gerðist
vinnukona á Sigurðarstöðum hjá
Magnúsi Rafnssyni, bónda þar.
Hann var einn af hinum kunnu
sonum Rafns Jónssonar, Vigfússon-
ar frá Brekku. Það eru tveir varp-
liólmar 1 hinu stóra og prúða Sig-
urðarstaðavatni, rétt suður af bæn-
um, og heita Flatur og Bæjar-
hólmi. Bæiarhólminn er liálendur,
þurr og þýfður, og virðist hann
hafa verið afburðavarpland frá
fyrstu tíð. Hinn hólminn er aftur
á móti lágur og blautur. Hefur víst
oftast lítið orpið í honum, en þó
munu þá þegar hafa orpið þar
nokkrar kollur. Kríuvarp var þar
allmikið, en það var þar eins og
víða mun vera, að fleiri sóttu þang-
að en boðnir voru. Það varp nefni-
lega svartbakur í Flat á þessum ár-
um.
Magnús á Sigurðarstöðum talaði
oft um sig í þriðju presónu —
sagði til dæmis gamli maðurinn um
sjálfan sig, og kann að hafa gert
það frá yngri árum. Hann sagði
móður minni, að „gamli maður-
inn“ hefði nú sínar aðfarir við
svartbakinn. í rauninni þætti sér
vænt um, að svartbakurinn yrpi í
Flat, því hann væri svo duglegur
og áræðinn að verja varpið fyrir
tófunni. Frá bænum er Flatur fjær
hólmanna tveggja — nær heiðinni.
Tófan lagði fyrst leið sína í Flat,
ef hún kom, en aftur á móti var
löng leið yfir í Bæjarhólma. Þótt-
ist Magnús hafa séð tófuna koma
alblóðuga upp úr vatninu, eftir hið
hvassa og beitta nef svartbaksins,
sem liún gat ekki ?arizf á sundi.
Öðru máli hefði gegnt á þurru
landi, þar sem tófan hefði getað
velt sér á hrygginn, og óvíst að
svartbakurinn hefði viljað koma
nærri henni, þegar klærnar sneru
upp.
í varptíðinni voru hólmarnir
gengnir þriðja hvern dag, og var
þá farið á báti, og mun Magnús þar
hafa sjálfur oftast farið með. Það
sagði Magnús móður minni, að
svartbakurinn liefði orpið í Flat
frá fyrstu tíð hans þar. En hann
sagðist hafa gert honum þann
grikk að hrista eggin, þar til hann
taldi, að vonlaust væri fyrir svart-
bakinn að unga þeim út, jafnvel
þótt hann hefði orðið að gera sér
sérstaka ferð út í hólmann til
þess. Einnig sagði hann, að ef
hann hefði tekið eggin undan svart
baknum hefði hann hætt að verpa
þar.
Þetta er eiginlega öll sagan. En
það er eins með það og þegar
mýsnar vildu láta hengja bjölluna
á köttinn, svo að þær gætu heyrt
til hans, en enginn í liði músanna
fékkst víst til þess. Ég óttast mest,
að eins fari með svartbakinn. Það
þarf líklega meiri einbeitni og stað-
festu en svo til þess að hrista hvert
svartbaksegg alla ævitíð þeirra,
að það verði gert. En nú ganga
ósköpin öll á, svo að hvín í fjöll-
unum, að velta á hjólum sitjandi
rassi sínum að tína upp flösku-
brot og bréfsnepla um landið vítt
og breitt. Öðru máli kann að gegna
um að keifa á fótum sínum um
Esju og Hafnarfjall og aðrar byggð-
ir svartbaksins um landið allt, svo
skipulega um hálfsmánaðarskeið,
að gagn verði að. Sannarlega væri
það ekki síður líklegt til að auka
og stæla líkamann en hjólasetan.
Mér hefur dottið í hug aðferð til
að gera skipulagða göngu, til dæm-
is í Esju, 1 þessu skyni. Hún er sú
að merkja hana í tígla með smá-
vörðum eða reisa upp steina með
því millibili, að tryggt væri, ef
gengið er eftir þessum línum, að
ekkert lireiður yrði eftir milli
þeirra. Síðan aðrar línur með sama
millibili í gagnstæða stefnu. Aðrar
línurnar skulu liggja austur og
vestur, en hinar út og suður.
Skyldu þá vörðurnar út og suður
málaðar gular, en hinar er liggja
austur og vestur rauðar.
Ef þessari aðferð Magnúsar værl
beitt, í ævitíð svartbaksins, þá
þyrfti ekki annað púður á hann.
TÍMINN
SUNNUDAGSBLAÐ
417