Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Blaðsíða 13
— Voru nokkrir kynlegir kvist- ir á Austurlandi í uppvexti þín- um? — Förufólk var alveg úr sög- unni, þegar ég fór a'ð muna eftir mér. Þó var Guðmundur frá Gils- árvöllum enn á rölti, en ekki kom hann nema tvisvar að Gilsá í barn- æsku minni. Það lá nær að kenna í brjósti um hann en henda að honum gaman, að minnsta kosti ef maður vissi, hvernig ástatt var um hann. Engum manni gerði hann mein að fyrra bragði, en gat orðið gustillur, ef á hann var leit- að. Þá sögu heyrði ég, að móðir Guðmundar hefði eitt sinn verið á ferð með hann á milli bæja að vetrarlagi. Hreppti hún þá vont veður og lá úti með barnið. Eftir það veiktist Guðmundur mikið og var undarlegur upp frá því. Þá var hann tveggja ára. Áður hafði hann þótt hið mesta efnisbarn, skýr og skemmtilegur. Þetta sagði móðir mín mér, en hún var vel kunnug fólki Guðmundar. Nú, svo man ég líka eftir Símoni Dala- skáldi. Hann kom tvisvar til for- eldra minna, fyrst þegar ég var barn og svo einu sinni eftir að ég var orðin fullorðin. Var hann þá síyrkjandi um heimilisfólkið, ekki sízt kvenþjóðina. Eitthvað af því var víst helgað mér, þótt ekki legði ég það á minnið. Og ekkert af því kann ég nú. Þegar ég var átján ára, var ég frá áramótum til sumarmála á Breiðdalsvík hjá Birni Stefánssyni, frænda mínum, og konu hans, Guðnýju Haraldsdóttur Briem. Var hún bróðurdóttir séra Valdi- mars Briems. Þarna fékk ég til- sögn bæði til munns og handa. Þegar fór að líða á veturinn, tók ég að kenna lasleika, sem ágerðist jafnt og þétt. Lýsti hann sér með lystarleysi og deyfð. Þegar ég svo kom heim til mín aftur í síðustu viku vetrar, var ég í rauninni kom- in í rúmið. Ég var alls ekki fær til þess að vera á fótum. Þá var sóttur til mín læknir, og hann kvað upp þann dóm, að ég væri með berkla. En þeir gengu nær því sem faraldur um sunnanvert Austurland á þessum árum, og þótti víst flestum mikil vá fyrir dyrum, þar sem þeirra varð vart — og ekki að ástæðulausu. — Hvað varð svo úr þessu? — Ég var send suður til Reykja- víkur með Hólum sjöunda maí um vorið. Þegar þangað kom, tók Guð- mundur Björnsson landlæknir við mér og lagði mig strax inn á Landakotsspítalann, þar sem ég var næstu tvo mánuðina. Stundaði Guðmundur mig þann tíma með sinni alkunnu natni og umhyggju. Hann var hvort tveggja í senn, ágætur læknir og maður. — Ekki hefur þú nú verið orð- in albata á þessum tveim mánuð- um? — Nei, það var síður en svo. En þá gengu mislingar á ísafirði, og Guðmundur Björnsson óttaðist, að þeir kynnu að berast til Reykja- víkur, og þá einmitt á Landakots- spítalann. Sagði hann, sem sjálf- sagt hefur verið rétt, að mislinga mætti ég alls ekki fá undir nein- um kringumstæðum. — Hvað var gert við þig, þegar þú máttir ekki vera lengur á spít- alanum? — Mér var talsvert farið að batna, og ég fór aftur heim. Að vísu var það ekki alveg sama og fara í sóttkví, en þó var miklu minni hætta á því að ég fengi mislingana með því að vera þar en hér fyrir sunnan. Ég reyndi líka að forðast þá eftir mætti — og mér tókst það svo vel, að ég er ekki farin að fá þá enn. Nú, ég var eins og aðrir unglingar: Mig langaði til að lifa, enda hef ég fengið þá ósk vel uppfyllta, þar sem ég nú er orðin hálfníræð. Þegar Guðmundur Björnsson kvaddi mig, tók ahnn það skýrt kvaddi mig, tók hann það skýrt heilt ár. Þetta £ótt mér harður T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 421

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.