Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Blaðsíða 4
Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi var merkilcgur maður. Heilsu-
brestur varS honum ungum fjötur um fót, en eigi að síður var hann
alla ævi sístarfandi að margvíslegum hugðarefnum. Hann var sagna-
ritarj góður, eins og bækur hans sýna og sanna, og hugleiddi mjög
heimspekileg efnj og reyndi að hrjóta þau til mergjar í rituðu máli.
Hann fékkst við skáldskap og þýddi hækur, og hann var hneigður til
náttúrufræði. Fjölda greina og ritgerða skrifaði hann, og átti bréfa-
skipti við ærið marga, innan lands sem utan, jafnt vísindamenn sem
bændur og búalið. Aðalstarf hans var þó barnakennsla á vetrum eins
og þá var títt um þá, sem ekki þoldu erfiðisvinnu, en á sumrin vann
hann í þágu Fornleifafélagsins aHlengi.
í bréfasafni hans, sem varðveitt er í Landsbókasafninu, kennir
margra grasa, og verða hér birtir fáeinjr kaflar úr bréfum til hans —
í þeirrj trú, að einhverjir þylcjast verða nokkru vísari.
1. Bólu-Hjálmar í elli sinni
Magnús Andrésson frá Syðra-
Langholti var prestur á Gils-
bakka í nær fjóra áratugi. Árið
1874 var hann fylgdarmaður
Kristians Kaalunds víða um
land, þá námspiltur í latínu-
skólanum. Löngu scinna iýsti
hann svo komu sinni að Gríms
tungu í Vatnsdal, er þeir Kaa-
lund voru á suðurleið í sept-
embermánuði um haustið:
„Þá frétti ég, að Hjálmar væri
þar staddur, og beiddist ég að fá
að koma til hans. Var mér þá fylgt
upp á loft og inn 1 herbergi þar,
og þar var Bólu-Hjálmar einn fyr-
ir. Ég heilsaði honum, .talaði lítið
eitt við hann, mest eða eingöngu
þannig, að ég skrifaði á stein-
spjald, en hann las og svaraði svo
munnlega. Því næst skrifaði ég A
spjaldið þessi orð: „Til virðingar
við skáldið" — og lagði jafnframt
á spjaldið fáeinar krónur. Hann
leit á, tók krónurnar og sagði:
„Dálaglega skrifað!“
Og rétt á eftir mælti hann fram
vísuna: Blómstrum skrýða letur
lönd, sem ég lærði þegar. En í
vasabók mína skrjfaði Hjálmar
ekkert. Og ekki er ég viss um, að
hann hafi ort vísuna við þetta
íækifæri, þótt ég héldi það helzt
þá. En mig minnir, að ég sæi
seinna vísuna í ljóðabók Hjálmars,
og par I miðju kvæði einu, hvern-
ig sem á því stendur“.
2. Nál í handlegg maddömu
Séra Magnús átti a8 konu
Sigriði Pétursdóttur frá Höfn
í Mclasveit, Eins og kunnugt
er fékkst séra Magnús mjög
við lækningar, enda virðist
hann hafa verið mætavel að
sér í þeim fræðum, er lækn-
um urðu þá að tileinka sér.
30. desember 1902 skrifaði
hann Brynjólfi skrítna sögu:
„Hinn 27. október var nál skor-
in úr handlegg konu minnar, og
hafði nálin verið þar í meira en
þrjátíu ár. Sárið greri nokkuð
seint, en nú algróið“.
Brynjólf frá Minna-Núpi hefur
fýst að vita meira um þessa nál
í handlegg prestsmaddömunnar á
Gilsbakka, því að 25. marz 1903
vék séra Magnús að þessu á ný:
„Þegar konan mín var barn á
Selalæk fyrir meira en þrjátíu ár-
um síðan, var hún að leita að ein-
hverju fyrir ofan kistu þar. Þá
stakkst nálin svo rækilega inn í
nandlegginn — ekki beint, heldur
næstum samsíða hörundinu — , að
fiún hvarf inn, en fannst greini-
iega að utan undir skinninu. Af
ótta við lækninn og óperasjón
þorði barnið ekki að geta um þetta
við neinn mann, og svo ílengdist
nálin í handleggnum, unz hún var
tekin 27. október fyrra árs.
Að ekki gróf kringum nálina,
hefur stafað af því, að voggerlar
(bakteríur) hafa ekki komizt inn
með henni — ekki verið á henni.
1ÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ