Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Blaðsíða 19
rýnir vinkonur yðar. Lítur á yður
sem fífl og fávita. Lokar yður ger-
samlega út úr einkalífi sínu. Græt-
ur af minnsta tilefni, er rustaleg
við yngri systur sína. Skortir allt
skopskyn, þegar hún á sjálf í hlut
cg hugðarefni hennar. Getur með
engu móti skilið, hvers vegna
pabbi hennar giftist yður.
Míranda starði á frú Gordon,
augu hennar urðu kringlótt af
undrun.
— Sue, hvíslaði hún. — Er það
eins með Sue og yður?
— Sumar mæður fá sér miðdeg-
isblund, sagði frú Gordon, — en
aðrar fá sér í staupinu. Hún horfði
á Míröndu með örvæntingarsvip.
— Hugsa sér, að þér skulið eiga
við þetta að stríða. Ég er meira
en hissa. Ef ég hef álitið nokkra
konu hamingjusama móður, þá
eruð það þér. Þér eruð svo róleg
og mild, lítið út eins og . . . ja,
eins og mér finnst móðir eigi að
líta út. Ég hef tekið eftir yður, þeg
ar þér eruð að hlusta á fyrirlestr-
ana, og ég hef tekið eftir dóttur
yðar, þegar hún kemur hingað, og
ég hef hugsað með mér, þarna
er þó kona, sem hefur staðið sig og
hefur ekki við nein vandamál að
stríða. Ég segi yður alveg eins og
er, að stundum held ég að ég láti
alveg bugast. Táningar, sagði frú
Gordon af miklum móði, þeir eru
ófreskjur, allir með tölu.
— Getur það verið? sagði Mír-
anda. — Kannski eru það bara
telpurnar okkar sem eru . ..
— Nú skal ég segja yður nokk-
uð, sagði frú Gordon, — ég hef
spurzt fyrir í kyrrþey, og allar kon-
ur, sem ég hef talað viðu eru innst
inni að bilast á geðsmunum. Ég
meina það. Ef komið er inn fyr-
ir yzta lagið á nútímakonu með
stelputáning, þá er þar að finna
manneskju, sem berst við að halda
sér frá fremstu nöf móðursýki.
En duit skal það fara. Táninga-
mæðurnar eru stærsta leynifélag
heims.
— Ó, sagði Míranda, — hvað ég
er fegin að heyra þetta. Ég ætti
ekki að vera það, en ég er það nú
samt. Ég hélt það væri bara ég,
sem væri svona vita ómöguleg,
reglulegt skrímsli. — En það er
svo margt, sem ég þyrfti að vita
meira um, sálarfræði — og allt
mögulegt.
— Sálarfræði get ég sagt yður
eitthvað um, ég hef tekið próf í
sálarfræði. Höfundar bóka um sál-
arfræði og uppeldisfræði eru ekki
mæður. Eða þá að börn þeirra eru
uppkomin og þeir hafa gleymt því,
hvernig þau voru. Eins og maður
gleymir fæðingarhríðum. Sálfræð-
ingarnir segja manni, hvað maður
á að gera, ef barn skrökvar, væt-
ir rúmið á nóttunni, eða hnuplar.
En þeir segja manni ekki það,
sem maður hefui brýnasta þörf
fyrir að vita. Þeir prédika í það
óendanlega, að maður eigi að vera
skilningsríkur og vorkunnlátur.
— Ég veit það, sagði Míranda.
— Ég skal segja yður, hver hef-
ur mesta þörf fyrir skilning og
samúð, það eru mæðurnar — tán-
ingamæðurnar.
— Ég hef verið að hugsa um
að ganga til taugalæknis, sagði
Míranda.
— En ég hef verið hjá tauga-
lækni, sagði frú Gordon. Það var
sem andlit hennar herptist saman,
minnkaði.
— Stundum finnst mér að ég
geti alls ekki meira. Það er ekki
vegna þess, að mér þyki ekki vænt
um Sue. Hún þurrkaði sér um nef-
ið. — Ég get bata ekki þolað hana.
— Karóla er ekki slæm, sagði
Míranda. —- Hún er afskaplega góð
við dýr.
— Það er Sue líka, hún elskar
dýr.
— Kannski þetta lagist með tím-
anum.
— Það hlýtur að gera það fyrr
eða síðar, sagði frú Gordon. Hún
þurrkaði sér aftur um nefið, rétti
úr sér og varð ögn glaðlegri.
— Vitið þér hvað ég held? Ég
held að telpurnar séu að komast
yfir þetta. Ég held að breyting geti
orðið þá og þegar. Það er nú í
fyrsta lagi það . . . Frú Gordon
líktist nú aftur formanni lrvenfé-
lagsins, — að sérhver manneskja
hefur ekki þrek og seiglu nema
að vissu marki. Er það ekki rétt?
Ég á við, að það sé hreint og beint
óhugsandi að við eigum að líða
svona endalaust, það hlýtur að
vera á móti guðs og manna lög-
um. Það er nú eins og þær verði
auðveldari, þegar þær verða
sautján ára.
— Ó, haldið þér það, sagði Mír-
anda með vonarneista í bláum
augunum. — Þér haldið að þær
breytist eins og sjálfkrafa, þegar
verða sautján ára.
— Sumar þeirra verða að
minnsta kosti manneskjulegri, þeg
ar þær komast á þann aldur,
sagði frú Gordon. — Og svo er
annað, sem sennilega skiptir
mestu máli, afstaða þeirra til pilta
breytist. Ég er nærri viss um, að
ef þeim verður boðið á skólaballið
í næstu viku, verður þeim við eins
og þeim hafi verið gefinn allur
heimurinn.
— Haldið þér það í raun og
veru? spurði Míranda. — Ó, hvað
ég vildi að þeim yrði boðið.
— Við getum ekki annað gert
en vonað. sagði frú Gordon.
Konurnar hovfðu með gagn-
kvæmri samúð hvor á aðra.
— Ég verð víst að koma mér
heim, sagði Míranda. — Ég er
hrædd um að kakan mín sé
brennd, en það gerir ekkert, ég er
svo glöð yfir því, að ég skvldi
koma hingað og tala við yður.
Frú Gordon brosti angurvær.
— Ég býð vður velkomna í
leynifélagið okkar.
Míröndu var léttara um hjartað
á heimleiðinni.
Ég er ekkert öðru vísi en aðrar
mæður, hugsaði hún. Ég er bara
rétt eins og gerist og gengur.
Sue var farin. Það var búið að
ryksuga og þurrka af í dagstof-
unni, ómur barst af söng Karólu.
Míranda hlustaði og ætlaði varla
að trúa sínum eigin eyrum. Hún
heyrði létt fótatak í ganginum.
— Mamma, hvað heldurðu að
hafi gerzt? Drengirnir hringdu.
Við Sue emm boðnar á skólaball-
ið.
— Ó, Karóla, mikið er ég glöð
yfir þessu, sagði Míranda. Hún
teygði armana móti Karólu og
dóttir hennar þrýsti sér upp að
henni frá sér numin.
— John Thorpe bauð mér. Hann
ber langt af öllum strákunum í
skólanum. Mamma, viltu lána mér
skartgripina þína með rínarstein-
unum?
— Alveg sjálfsagt, sagði Mír-
anda.
— Hvað ég vildi mér segja, ég
er búin að ryksuga og laga til. Er
ekki orðið þokkalegt hérna?
— Jú, alveg ljómandi, sagði
Míranda, þakklát fyrir gæzku for-
sjónarinnar.
— Ég tók kökuna út úr bakara-
ofninum, mér sýndist hún vera bú-
in. Hvar hefurðu eiginlega verið?
Pollý var að leita að þér, hún hef-
TÍM INN — SUNNUDAGSBLAÐ
427