Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Blaðsíða 15
ég gifti níig. En bugui okk;;r sióð til þeirrar jarðar, þar sem foreldr- ar mínir höfðu svo lengi búið. og við systkinin fæðzt þar. Ég beið því aðeins eftir því. að ábúðin losnaði, og hafði fyrirfram tryggt mér hana. Seinna keypti ég svo þennan hluta Gilsár. ásamt sonum mínum. — Þið hafið þá ekki átt Hösk- uldsstaði? — Nei, langt í frá. Jörðina átti Einar Gunnlaugsson. faðir Stefáns, sem lengi var prófessor í Balti- more. Einar var myndarlegur bóndi að þeirrar tíðar hætti og smiður góður. Hann annaðist lengi bréfhirðinguna á Höskuldsstöðum og sýndi í því starfi fádæma reglu- semi og nákvæmni. Þegar ég hafði verið gift í tæp- lega eitt ár, eignuðumst við dreng. Hann fæddist 6. maí og var skírð- ur Stefán Ragnar. En nú kom óvænt babb í bátinn. Ég var ekki nema rétt að nafninu til komin á fætur, þegar ég veiktist og lá rúm- föst nærri allt sumarið og fram undir haust. Það var br-jósthimnu- bólga, sem að mér gekk. Ég hafði blátt áfram ekki þolað barnsburð- inn. Smátt og smátt hresstist ég þó, og um síðir fékk ég alveg sæmi- lega heilsu. Ég eignaðist þrjú börn eftir þetta, og varð ekki teljandi meint af því. — Og búskapurinn hefur geng- ið bærilega? — Það má sjálfsagt segja, að hann gengi alveg þolanlega á með- an maðurinn minn hafði fulla heilsu. En sumarið 1930 veiktist hann af hjartasjúkdómi. Hann lagðist í rúmið snemma á slætti og lá rúmfastur fram undir sláttu- lok. Læknirinn, sem þá var á Djúpavogi, kom oft til hans og gaf honum meðul, sem hresstu hann smátt og smátt, og urðu til þess, að hann kömst á fætur undir haustið. Við nutum aðstoðar góðra granna og sveitunga við heyskap- inn, svo liann varð þolanlegur, eft- ir því sem um var að ræða. En þetta sumar var með eindæmum erfitt. Einlægar rigningar allan heyskapartímann. En haustið var gott, og rættist þá mikið úr með heyfeng hjá flestum, og einnig hjá okkur. Þótt maðurinn minn kæmist á fætur undir haustið, og honum liði bærilega fram eftir vetrinum, fór honum að versna aftur, þegar fram í sótti. Og um miðjan vetur varð a?> ráði að flytja haon suðm tii Revkjavíkur. Þar lá hann í l.and- spíta'anum þangað til seint í maí, og fékk talsverðan bata. Kom hann þá heim aftur og átti við sæmilega heilsu að búa það sumar og næsta vetur Tíminn leið, og við vorum farin að gera okkur vonir um. að bat- inn vrði varanlegur. Það varð þó brátt Ijóst, að hann þoldi ekki neina teljandi áreynslu, og svo lauk. að sjúkdómur hans dró hann til dauða snemma árs 1933. Hann andaðist 29. marz. Þá var elzta barn okkar tæpra sextán ára, en það yngsta níu ára. — Þú hefur ekki gefizt upp við búskapinn, þótt svona væri kom- ið? — Nei. Ég bjó áfram á Gilsá með börnum mínum, og með góðri hjálp og fulltingi sveitunga minna og granna. Einkum var fólkið á Gilsárstekk, Guðlaug systir mín og fjölskylda hennar, mér innan hand- ar í öllu því, er þau máttu. Og tíminn, leið. Oft komu sveitungar mínir til mín, án þess ég ætti þess nokkra von, og hjálpuðu til við heyskap og önnur meiri háttar verk á meðan drengir mínir voru óþroskaðir. Ég hef alltaf síðan ver- ið þeim innilega þakklát, þótt kannski sé seint að segja það nú. — Vera má, að þeir hafi fund- ið þakklátan hug frá þér fyrr? — Getur verið. Jú, það getur verið — þá í einhverju lítilræði, kannski. — Hvað voru það mörg ár, sem þú bjóst ekkja á Gilsá? — Ég bjó til ársins 1940. Þá tók Páll sonur minn við og bjó þar í nokkur ár. En hann var allt- af meira gefinn fyrir smíðar en búskap, og þegar Sigurður sonur minn hafði lokið námi á Hvann- eyri, tók hann við búskapnum á Gilsá, en Páll fór suður til Kefla- víkur, þar sem hann lærði tré- smíði. Er hann nú trésmíðameist- ari og býr í Egilsstaðakauptúni. > — Og nú dvelst þú hjá börnum þínum til sldptis? — Já, ég .geng á milli góðbú- anna. Og ég kann því ákaflega vel að vera til skiptis hjá börnunum mínum, sem öll eru boðin og búin til hvers sem vera skal fyrir mig. Síðan ég hætti að búa hef ég að vísu þrisvar legið í • Landspítalan- um. Fyrst í brjósthimnubólgu, þeg ar ég fékk hana öðru sinni á æv- inni, næst vegna skurðaðgerðar og svo síðast vegna handleggsbrots. Þetta hef ég þó al;l staðið af mér, og nú bý ég við beztu heilsu, eink- um eftir að ég hætti að vinna. Ég lagði niður allt, sem heitið getur vinna, þegar ég varð áttræð, og lifi nú eins og blóm í eggi. Nú sem stendur er ég hér hjá dótlur minni. Láru, sem giftist ung d ig- legum bónda norður í Húnavat is- sýslu og bjó þar góðu búi í ti’tt- ugu ár. Þar dvaldist ég oft hjá þeim hjónum, og síðan þau flutt- ust hingað til Reykjavíkur hef ég árlega sótt þau heim og notið um- hyggju þeirra og aShlvnningar. — Þú ert þá sem sagt ekkert óánægð með lífið, eftir allt sam- an? — Nei. Það er nú ekki mikil ástæða til þess, held ég. Vissulega hefur eitt og annað bjátað á fyrir mér, eins og flestum, sem komast eitthvað til aldurs. Langvarandi veikindi og dauði mannsins míns reyndu auðvitað á þolrifin, og ekki var hitt léttbærara, þegar Stefpn, elzti sonur minn, veiktist og dó á bezta aldri, emmitt þegar hann var að hefja skólagöngu sína, sem auð- séð var, að verða myndi glæsileg. En þeir verða að missa, sem eiga. Ég hef alla ævi verið glaðlynd, og sjálfsagt hefur það hjálpað mér, þegar mest hefur blásið á móti. Ég kveð Þorbjörgu Pálsdóttur og held leiðar minnar. Það er hætt að rigna, að minnsta kosti í bili. í huga mér suða án afláts hend- ingar Guðmundar Böðvarssonar: . . .ljóst varð mér þá og síðan, hvers vegna landsins lýður leik sinn við dauðann vann. Þorbjörg hefur unnið sitt ævi- tafl, hvort sem það færði henni ?ð höndum líf eða dauða. Hún og hennar líkar munu ganga ósigrað- ir til hvíldar að loknum degi. VS. □ T f M I N N — SUNNUDAGSBLAP 423

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.