Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Blaðsíða 11
ur fengið kveikjuna í Blesugróf eða maðurinn í Blesugróf á sér lánardottin, þar sem Frakkinn er. En alkunna er, að sama hugmynd in kviknar oft nálega samtímis á nokkrum stöðum í veröldinni, án þess að samband sé á milii, svo sem margar uppgötvanir sanna, gerðar samtímis, og þess er líklegt að svona byggingarlag sé eitthvað, sem legið hefur í loftinu — kann- ski óumflýjanlegt andsvar við ein- hæfum svip flestra húsa og öllum þeirra sléttu og stroknu flötum. En forðum okkur heim af frakk neskri grund, þar sem ókunnugur maður getur hæglega lent í hinum verstu villum, og förum nokkrum orðum til viðbótar um Garðstungu, liúsið þar og umhverfi þess. Þetta hús er hvorki háreist né af prjáli gert, en þó hefur tals- vert verið nostrað við það á sinn hátt og ekki hugsunarlaust út í bláinn. í kring um það hefur ver- ið gróðursett mikið af trjám og runnum, svo að þarna er í raun- inni unaðsreitur, þegar sól verm ir jörð og dögg nærir rætur þess gróðurs, sem þar hefur verið kom- ið upp af sýnilegri elju og alúð. Það er list að láta byggingu falla inn í landslagið. Það gerðu gömlu torfbæirnir, þegar vel tókst til. Þeir æptu ekki í uppreisn á móti brekkunni, sem þeir stóðu undir. Líklega er það sannast mála, að þetta einkénnilega hús þarna í Blesugrófinni sé í stórum betra samræmi við umhverfi sitt en margt hofið, sem hátt er timbrað. Að minnsta kosti er .gaman, að það skuli vera þarna, svo blessun- arlega laust við að bera með sér fingraför byggingareftirlits eða lúta formúlum einhverrar bygg- ingarsamþykktar, þótt góðar séu svona hversdagslega handa þeim, sem öllu una bezt, ef það er eins og hjá öllum öðrum. Við skulum bara vona, að eitt- hvert meiriháttar skipulagningar- kast verði ekki þessu sérkenni- lega húsi að aldurtila í bráð, eða því umhverfi, er því hefur verið búið með auðsjáanlegri fyrirhöfn og tilkostnaði. Það er ekki of margt, sem fágætt er eða einstakt á þessum tímum, þegar allt er fellt í mót og skorður. Ljéssnyndirs Stefán Nikulásson ★ Nú breiSist Ijósgrænt laufiö á móti sól í liinum unga skógivið húsiS í Garðstungu. Brumhnapparnir voru ekki enn brostnir, þegar myndin var tekin. / I TIMIN'N SUNNUDAGSBLAÐ A19

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.