Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Blaðsíða 18
— Nei, hefur þú heyrt nokkuð?
— Ertu að gera at í mér?
Hvorug stúlknanna gaf gaum að
Míröndu, sem á leið sinni til dyra
rak sig á ryksuguna, þá sauð upp
úr.
— Þessi ryksuga, sagði hún hátt
og skýrt — hefur staðið þarna all-
an daginn. Þú hefur tekið hana út
úr skáp og sett hana þarna, Kar-
óla, viltu gera svo vel og nota hana
og ganga svo frá henni á eftir. Ég
fer núna, en þú verður að vera
búin að taka til í dagstofunni, þeg-
ar ég kem aftur.
— Herra guð, mamma, ér er bú-
in að segja, að ég ætli að gera
þetta, geturðu svo ekki hætt þessu
rexi.
Hún sneri sér aftur að Sue.
— Heldurðu, að það geti nú
ekki skeð að þeir hringi í dag?
Gremjan sauð í Míröndu meðan
hún arkaði gegnum bæinn, slitur
af því, sem hún hafði lesið og
heyrt um barnauppeldi flaug í
gegnum huga hennar: Táningarnir
eiga í erfiðleikum með sjálfa sig,
þeir þarfnast samúðar og skiln-
ings, reynið að skilja vandamál
þeirra.
Hún beygði hjá hverju götuhom
inu eftir annað, gekk fram hjá hús-
um, sem ljómuðu í vorsólinni,
gekk eftir ókunnum götum og
strætum.
Mig langar til að berja hana,
mig langar til að lúberja hana,
hugsaði hún. Hárflygsa féll niður
fyrir annað auga hennar, hún
strauk hárið aftur og varð um leið
litið á götuskilti, Jeffersonstræti.
Sue átti heima í Jeffersonstræti.
Ég þarfnast hjálpar, hugsaði Mír
anda, ég þarfnast þess að tala við
einhvern, sem getur sagt mér,
hvað ég á að gera. Hún horfði á
mig eins og hún hataði mig, mín
eigin dóttir hatar mig. Míröndu
vöknaði uir, augu.
Htin kom að húsinu, er Sue átti
heima í, en gekk fram hjá.
Ég get ekki talað við frú Gord-
on, get ekki látið nokkurn mann
vita af því, hversu hrapallega mér
hefur tekizt sem uppalanda — og
sízt frú Gordon.
Allt í einu fannst henni hún
vera svo afskaplega þreylt, alltof
þreytt til bess að hún kæmizt í ein-
um áfanva heim aftur. Hún sneri
við, vekk að húsinu, þar sem Gord-
onsfjölskvldan bjó og hringdi á
dyrabjölluna.
Hún ætlaði varla að þekltja kon-
una, sem lauk upp fyrir henni, sól-
brúnt andlit hennar var dauflegt
og enginn brosglampi í gráum aug
unum, dökkt, grásprengt hár
hennar, sem alla jafna var eins vel
til haft og væri hún að koma af
hárgreiðslustofu, var nú óliðað og
óuppsett.
— 0, eruð þetta þér, frú Weath-
erby. Gjörið svo vel að koma inn.
Hún fylgdi gestinum inn í stóra
stofu, þar var hátt til lofts.
Fallegt heimili, hugsaði Míranda.
Einmitt svona hlaut heimili Sue að
vera. Frú Gordon hlaut að dvelja
löngum stundum í þessari dag-
stofu niðursokkin í bækur sínar
um sálarfræði. Á borði við legu-
bekk var öskubakki með logandi
sígarettu, tæmt vínglas stóð þar
hjá.
— Ég átti hér leið um, sagði
Míranda.
— Mér þykir vænt um, að þér
skylduð líta inn. Fáið yður sæti.
Frú Gordon tók glasið af borðinu,
en spurði um leið: — Má bjóða
yður í glas?
Míranda brosti vandræðalega.
— Nei, þökk fyrir samt.
— Þá bý ég til kaffi handa yð-
ur. Frú Gordon setti glas sitt aft-
ur á borðið og skenkti í það líkt
og annars hugar. Hún fór fram í
eldhús og kom að vörmu spori aft-
ur með kaffi og smákökur.
— Kærar þakkir, sagði Mír-
anda, dreypti á kaffinu og velti því
fyrir sér, hvað hún ætti að segja
við þessa fámæltu og settlegu og
nánast ókunnugu konu.
— Sue mun vera heima hjá yð
ur, sagði frú Gordon.
— Já, svaraði Míranda.
— Þær eru mikið saman, telp-
urnar okkar. Þér eigið alveg ein-
staklega indæla dóttur.
Míranda hló feimnislega.
— Það er einmitt um þetta, sem
mig langar til að tala um við yð-
ur, um það, að.. .
Frú Gordon setti glas sitt frá sér
og lagði augun sem snöggvast aft-
ur. *
Hefur Sue baka yður óþægindi?
— Nei, nei, hvernig getið þér
látið yður detta annað eins í hug.
Sue er yndisleg stúlka, alveg fyrir-
myndar vinstúlka fyrir Karólu.
Það er bara það, að ég. . . í sann-
leika sagt, ég hef þörf fyrir ráð-
legginear varðandi Karólu.
Míröndu vöknaði um augun.
— Þér vitið svo mikið um sálar-
fræði og alla skapaða hluti: Það
er eins og ég geti ekki...
Míranda fann að haka hennar
titraði.
— ... það er eins og ég geti
aldrei hitt á það, sem rétt er. Það
er eins og það sé fullkominn fjand-
skapur á milli okkar — alltaf nú
orðið.
Míranda reyndi hvað hún gat tll
að vera róleg, reyndi að brosa.
— Já, svona er það einmitt, það
var sem rödd hennar brysti.
— Ó, ég veit ekkert hvað ég á
að gera.
— Ó, sagði nú frú Gordon líka,
og það var líkt og slaknaði á vör-
um hennar.
— Stundum finnst mér að
ég hafi ekki krafta til að halda
svona áfram. Ekki krafta til að
vera góð móðir. í dag gat ég ekki
fengið mér smáblund, fékk ekki
frið til þass. Ég er nefnilega vön
að fá mér lúr áður en Karóla kem-
ur heim úr skólanum. Það er
hræðilegt að þurfa að segja það,
en ég þoli hana ekki, nema ég
hafi getað hvílt mig áður en hún
kemur heim.
Frú Gordon setti glasið sitt á
borðið. i
— Ég er orðlaus, sagði hún.
— Þetta er auðvitað allt mér að
kenna, sagði Míranda aum. — En
ég veit hvorki upp né niður.
— Er það eitthvað sérstakt, sem
Karóla gerir? Eða er það persón-
an?
— Það er víst persónan, fram-
koma hennar, ég ...
— Finnst yður eins og hún hati
yður? Stundum, eða jafnvel allt-
af?
— Já, það er nú einmitt lóðið.
— Tekur hún því illa ef
þér biðjið hana að gera eitthvað,
hversu lítið sem það er? Og slugs-
ar hún?
— Já, til dæmis núna í morg-
un ...
— Og svo setur hún út á yður,
er það ekki? Finnur sér allt til,
hvemig þér klæðizt, hvernig þér
greiðið yður, matinn, sem þér bú-
ið til, hvað eina, sem þér segið?
Augu frú Gordon gljáðu
einkennilega, hún laut fram.
— Henni finnst áníðsla, ef þér
biðjið hana einhvers og hún er
ruddaleg og frek.
— Æ, já, það er nú eitt af því
versta, hún ...
— Hún eyðir ógrynni af tíma í
að dekra við útlit sitt. Hún gagn-
426
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ