Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Blaðsíða 4
GUÐMUNPUR GÍSLASON HAGALÍN:
/ ríki gróandtms
Það er allra þeirra háttur, sem
fara um sveitir landsins og
ekki eru með öllu slitnir úr tengsl-
um við sögu okkar og menningu,
að gefa gaum að býlum, sem voru
aðsetursstðair frægra kappa, höfð-
ingja eða merkra forystumanna á
liðnum öldum. Hitt mun sjaldgæf-
ara, að ferðamenn gefi gaum að
býlum þeirra manna, sem búið
hafa búi sínu síðustu áratugi, eng-
an kúgað, engan vegið, ekki stað-
ið í blaðadeilum, ekki keppt að
þingmennsku, en unnið afrek í ríki
gróandans.
Samt hygg ég, að þeim, sem
renna farkosti sínum um veginn
upp eða niður sunnanverðan Lund-
arreykjadal, kunni að verða svo
starsýnt á hinn næstvestasta af
bæjunum norðan hinnar lygnu og
veiðisælu Grímsár, að þeir jafnvel
staldri við og líti á fjölmerkt
landabréf eða spyrji einhvern
ferðafélaga, sem áður hefur farið
þarna um, hvað bærinn heiti, sem
blasir við sýn, þvi að þar er löng
og reisuleg röð hvítra húsa með
rauðum þökum, efst í fágætlega
víðlendu og fögru túni, en það nær
allt niður til árinnar og drjúgan
spöl — bæði til vesturs og aust-
urs. Ef mennirnir eru á ferð um
þetta leyti vors, munu þeir sjá
fjölda fannhvítra fugla dreifða um
grænan hallann norðan árinnar,
svo stórra og hálssveigðra, að ekki
er um að villast, að þar gangi
álftir að grasi. En sé lengra liðið
á vorið, getur þarna að líta á af-
mörkuðu svæði allt að hundr-
að nautgripi.
Bærinn heitir Skálpastaðir — og
þar hafa búið í fjóra áratugi Þor-
steinn Guðmundsson og Þórunn
Vigfúsdóttir. Þar ber oft gest að
garði, þó að úr þjóðbraut sé, en á
annan dag hvítasunnu mun þar
saman komið fleira fólk en nokkru
sinni áður í búskapartíð þeirra
hjóna, því að þann dag verður Þor-
steinn sjötugur.
Hann fæddist á Syðstu-iFossum
í Andakíl 31. maí 1901, en þar
bjuggu móðurforeldrar hans, Ari
Jónsson og Kristín Runólfs-
dóttir frá Innri-Skeljabrekku í
sömu sveit. En því fæddist
Þorsteinn á Syðstu-Fossum, að
faðir hans var vorið 1901
að flytja frá Vatnshömrum í
Andakíl, þar sem hann hafði búið
í sex ár, að Skáney í Reykholtsdal,
og þótti ekki undir eigandi, að
kona hans, Guðbjörg Aradóttir ljós
móðir, færi um það bil 30 kíló-
metra leið á hestbaki fyrr en hún
hefði alið barn sitt og væri orðin
heil. Faðir Þorsteins, Guðmundur
Auðunsson, hugði gott til búskapar
á Skáney, enda jörðin góð og bú-
sældarleg, en það átti ekki fyrir
Guðmundi að liggja eða hans af-
komendum að nýta svo land Skán-
eyjar, sem nú hefur verið gert —
en þar eru þrjú góð býli. Guðbjörg
húsfreyja Aradóttir undi sér alls
ekkj á Skáney, og þó að bóndi
hennar væri maður skapfastur og
hún ekki kona fasmikil, fékk hún
því ráðið, að vorið 1902 fluttust
þau hjón búferlum að Skálpastöð-
um, og þar kunni húsfreyjan við
sig, þó að ekki væri aðkoman góð,
því að heita mátti, að þar væru öll
hús í rúst, baðstofan svo illa farin,
að ekki þótti fært í hana að flytja,
fyrr en dyttað hefði verið að henni,
og hafðist fjölskyldan fyrst við í
útihúsi, sem þó þótti þurfa að
byggja upp fyrir næsta haust.
Á Skálpastöðum búnaðist þeim
hjónum vel, þó að Guðmundur
þyrfti að byggja þar hartnær hvert
hús tvisvar í sinnj búskapartíð.
Hann keypti jörðina og bjó þar í
28 ár, síðustu níu árin með ráðs-
konum, því að kona hans lézt árið
1921. Fyrstu búskaparárin gaf tún-
ið ekkj af sér nema hundrað hest-
burði, en þó að engjaslægjur væru
allgóðar, lét Guðmundur sér ekki
annað lynda en auka töðufallið.
Hann hafði mikinn áhuga á jarða-
bótum, ræktaði og sléttaði, og þá
er hann lét af búskap, var töðu-
fengurinn orðinn þrjú hundruð
hestburðir. Eru enn í Skálpasjaða-
túni beðasléttur, sem hann vann,
og gefa af sér engu síðri heyfeng
Þorsteinn GuSmundsson
á Skálpastöðum.
en nýræktin. Kona hans var og góð
búkona, og hefur Þorsteinn sagt
mér, að hún hafi haft gleggra auga
fyrir afkomunni heldur en ákafa-
maðurinn, bóndi hennar. Þau voru
bæði vel greind og að sama skapi
bókhneigð, og keypti Guðmundur
allmargt bóka, lét binda þær og
fara vel um þær. Hann las mikið
íslenzkar fornbókmenntir, en einn-
ig íslenzkar skáldsögur og fræði-
bækur um ýmis efni. Kona hans
lagði mikla áherzlu á lestur ljóða
og lærði það, sem henni þóttj rér-
lega fagurt. Hún var og söngvin
og mjög söngelsk. Bæði voru þau
gestrisin og ræðin við gesti, og
Guðmundur var áhugamaður um
almenn þjóðmál — og þá ekki sízt
þau, sem hann taldi horfa bænd-
um og búskap til heilla. Jafnan átti
hann nokkurt stóð, hafði glöggt
auga fyrir góðum hestefnum og
hafði yndi af góðhestum, en ekki
lét hann hestamennsku tefja sig
frá bústörfum, og þá er
hann hætti búskap, var búið orðið
sex kýr og á þriðja hundrað fjár
— og húsakostur góður, eftir því
sem þá var almennt talið. Þau
börn þeirra Guðbjargar, sem upp
komust, önnur en Þorsteinn, voru
Guðrún, sem lézt öldruð, en giftist
aldrei, Ari, lengi vegavinnuverk-
stjóri og átti heima í Borgarnesi,
ötull maður og fjörmikill,
skemmtilegur og hafði mikið yndi
af hestum, — hann lézt af slysför-
um fyrir nokkrum árum, — og
Kristín, sem giftist Bjarna Sveins-
syni. Hann var vestan úr Dölum,
en varð góðbóndi í Eskiholti í
Borgarhreppi.
484
T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ