Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Blaðsíða 5
Þorsteinn var snemma nattnn og vandvlrkur, en um lelíS áhugasam- jir og allmikllvirkur við öll störf, fcem honum voru falin heima á Mi föður síns, og að sama skapl var hann bókhneigður og var lát- inn ungur lesa upphátt á kvöld- Vökum fyrir heimilisfólkið. Hann hafði eins og móðir hans mikið yndi af Ijóðum, enda hefur hann enn miklar mætur á íslenzkum hefðbundnum skáldskap og kann mætavel að greina kjarna frá hismi. Honum er það beinlínis þungt áhyggjuefni, hve honum virðist lítil áherzla lögð á að kynna íslenzkar bókmenntir — og þá ekki sízt ljóðin — í íslenzkum skólum, óttast líka, að erfitt veitist að kenna fólki að meta hin órímuðu ljóð, sem aldrei geti orðið jafn- kliðþekk og hin eða eins sönghæf, og hvar er þá komið íslenzkri tun<*u og þjóðmenningu, ef einungis fáir menn og allt að því sérþjálfaðir kunna að meta ljóðskáldskap, — já, og hver á að kosta útgáfur, sem almenningur kaupir ekki og kann ekki að meta? Þorsteinn hefur oftar en einu sinni rifjað það upp í mín eyru. að þá er hann hafði í mis- jöfnu veðri rekið fé föður síns til b'éitar og stóð yfir því, hafi hann raulað og þulið upphátt yfir sauð- kindinni fegurstu ljóðin, sem hann kunni — og þetta hafi yljað hon- um og lyft huga hans upp úr ver- öld hversdagsleikans. Hann sagði mér þetta í fyrravetur, þegar ís- lenzka ljóðlist bar á góma — og svo bætti hann við: „Þetta mun hafa átt sér stað um land allt, og það var síður en svo, aö mér kænri það undarlega fyrir, þegar ég las og lærði Huldurjóð. Jónasar, að hann leggur lofgjörð um Eggert Ólafsson í munn smala, sem fer að fé." Þorsteinn naut svo gð segja engr- ar skólagöngu í bernsku, en hann varð snemma læs og skrifandi og lærSi sitthvað af lestri heima fyr- ir. En átján ára gamall fór hann í ungmennaskólann á Núpi í Dýra- firði, og þar stundaði hann nám í tvo vetur. Þar hreifst hann eink- um af tvennu, kennslu Björns Guð- mundssonar í íslenzkum bókmennt um og lestri hans á Ijóðum og sög- um fyrir nemendur — og rækt- unaráhuga séra Sigtryggs Guð- laugssonar og trú hans á gróður- sæld íslenzkrar moldar. Haustið Wpí gírðist Þorsteinn nemandi á Hyanneyrl og var þar tvo vetur vfo nám. Þá var þar skólastjóri fíalldór Vilhjálmsson, sem var ekki síður vekjandi en fræðandi. Á sumrum var Þorsteinn heima og vann á búi föður síns, og þar vann hann jafnt vetur sem sumar frá 1923 tlil haustsins 1926. Þá fór hann-til Grindavíkur og stundaði þar sjó á vélbáti. Veturinn 1929 var hann fyrst á vélbáti úr Hafn- arfirði, en síðan á togara hjá hin- um síðar víðkunna skipstjóra, Ólafi Magnússyni frá Bíldudal. Þar fékk hann að gerast háseti einungis sakir ættartengsla við konu skip- stjórans, en þegar hann fór af skip- inu, sagði Ólafur við hann: „Ef þér liggur á skiprúmi, Steini minn, er þér óhætt að leita til mín". Vorið 1929, hinn 24. maí, kvænt- ist Þorsteinn Þórunni Vigfúsdótt- ur frá Tungu í Valþjófsdal í ön- undarfirði, en hún hafði verið samtímis honum við nám í Núps- skóla. Faðir íiennar, Vigfús Eiríks- son, hreppstjóri á Þorfinnsstöðum í Valþjófsdal, var bóndi í Tungu og víðkunnur vestra sem bátasmið- ur og mikill hagleiksmaður, og minnist ég þess, að ég heyrði menn segja með aðdáun,. þá er þeir virtu fyrir sér báta: „Ja-á, ekki er um að villast. að það er Vigfúsarlagið á honum, þessum". Kona Vigfúsar var Guðrún, dótt ir Sveinbjarnar, bónda á Kirkju- bóli í Valþjófsdal. Bæði voru þau hjón bókhneigð og skemmtin í við- ræðum, og voru þau mjög hlynnt því félagslífi, sem blómgazt baf ði í Valþjófsdal og raunar í öllum Mosvallahreppl eftir að þar voru stofnuð ungmennafélóg, en það fyrsta á Vestfjörðum var einmitt stofnað í Valþjófsdal að forgongu hins áhugasama hugsjónamanns, Guðmundar Jónssonar frá Mosdal. Þorsteínn og Þórunn settust að á Akranesi, og sumarið 1929 var Þorsteinn í byggingavinnu, en um veturinn á vélbát. Hann kunni sjó- mennskunni allvel, en gat þó ekki hugsað sér að stunda hana sem ævistarf, og var hann lítt ráðinn í þvi, hvað hann tæki fyrir í fram- tíðinni. En svo var það undir vorið 1930. að til hans kom Ari, bróðir hans, sem þá var orðinn vegaverk- stjóri og setztur að í Borgarnesi. Hann var eldri en Þorsteinn, og taldj Þorsteinn Ara eiga rétt til Mskapar k 3kálpaie«tðum, e» Art '• kvsðst ekki vilja láta af verkstjór*- störfunum, og væri hann nú konv inn sem sendimaður föður síns, sem vildi hætta búskap á vori kom- anda og byði Þorsteini að taka við jörð og búi. Þorsteinn var seinn til svars, því að hann hafði ekki hug á að búa, nema á búskap hans gætí orðið sá myndarbragur, sem væri honum að skapi, en hann var fé- laus að kalla og þurfti að borga bú og jörð að þremur fjórðu hlut- um. Ari sótti málið fast, og Þór- unn lagðist á hans sveif, sagði, að mikið mætti, ef vel vildi, og ekkl sagðist hún annars vænta en að þau Þorsteinn yríSu samhent. Vilji Þórunnar reið baggamuninn í þetta sinn — og trúlega stundum oftar. þegar í stórt skyldi ráðizt, og svo fór sem raun ber vitni. Þorsteinn lét það verða sína fyrstu framkvæmd á Skálpastöð- um að kaupa sláttuvél. Var faðir- inn forvitinn um vinnubrögð hennar. og hafði orð á þvi, að hún skildi mikið eftir. „Hér var aldrei svona illa slegið í minni búskapartíð," sagði hann, en hann sætti sig fljótt við þetta nýja tæki. þegar hann sá, hve fljótvirkt það var. Þorsteinn hóf og strax aukna ræktun, og var það gamla manninum mjög að skapi, hve fast voru sótt ræktunarstörf- in. En áður en Þorsteinn fékk ný- tízku verkfæri til skurðgraftar og ræsagerðar, gróf hann og lét grafa ianga ðg d.iúpa skurði og ræsi, sem námu mórgum kílómetrum. Túnið stækkaði furðu fliótt, og gamla manninum var það slík gleði. að hann sagði: „Ég vildi lifa það, að sjá túnið hérna ná alla leið niður að ánni". Honum varð að þessari ósk sinni, en hann lézt árið 1935. Mæðiveikin varð Þorsteinl sem öðrum bændum ærið áfall, en hann fjölgaði kúnum og sigraðist á verstu erfiðleikunum. Frá þjóð- vegi og upp að Skálpastöðum eru fjórir kQómetrar, en þar kom, að Þorsteinn réðst í að leggja á eig- in kostnað akfæran veg heim hlað á býli sínu, og ekki leið ýkja löngu, unz hann hafði kom- ið þessu f framkvæmd, og segist hann fáu hafa orðið fegnari um sína daga en að hann skyldi ráðast í þetta dýra og tímafreka verk. Ár- ið 1947 keypti hann vörubíl, og árið eftir sneri hann sér fyrir I I M I N N SUNNUDAGSBLAÖ 485

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.