Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Blaðsíða 10
og Steinmóði presti Þorsteinssyni. Þ6 hélt hann öllum sínum heiðri og störfum, og alla presta lét hann halda völdum sínum. Þótti þá bisk- upsdæmið vel standandi". Enn er getið hér séra Halldórs Loftssonar, sem hafSi gengið suð- ur til Rómar árið 1389 og verið hafði ráðsmaður á Hólum og hald- ið prófastsdæmi milli Botnsár og Geirhólma af Mikael Skálholtsbisk- upi og jörðina Heynes á Akranesi að léni, jafnframt því, sem hann hafði prófastsdæmi um Eyjafjörð og hélt Vallnastað í Svarfaðardal. Séra Halldór var einn auðugasti maður í landinu um sína daga og er sálugjafarbréf hans, dagsett 8. desember 1403 á Möðruvöllum í Hörgárdal, ein bezta heimild um það og gaman að glugga í það vegna mikils fróðleiks, sem það hefur að geyma um menningar- söguleg efni. Halldór keypti alla Grund í Eyjafirði, og það af eng- um smámennum. Helming jarðar- innar keypti hann af B'rni Jórsala- fara og annan af Jóni Hákonarsyni í Víðidalstungu, þeim bónda, sem lét gera Flateyjarbók. Halldór prestur kemur við mörg önnur jarðakaupbréf og skjöl um sína daga, en jarðakaupbréfih eru eins og kunnugt er ein aðalheimild um menn og máiefni á þessum tímum. Ætt Halldórs er talin frá hinum fyrri eigendum Grundar, þeim Lofti Hálfdanarsyni og Sighvati Sturlusyni. Lýsing sú i Árbókum Espólíns, að Hólabiskupsdæmi væri vel standandi, hefur verið nær lagi. Háklerkar Hólabiskups- dæmis, sem hér hafa verið nefnd- ir, voru allir merkismenn eins og búið er að benda á í sambandi við séra Halldór, og þeir allir einhverj ir ágætustu prestar, sem hér hafa verið í kaþólskum sið. Verður hér betur getið hinna þriggja, sem drepið hefur verið á. Umboðsmaður Hólabiskups- dæmis var eins og áður er getið séra Einar Hafliðason á Breiðaból- stað í Vesturhópi, sem þá var höf- uðprestsetur og kirkjustaður í veit- ' 'ngu erkibiskups í Niðafósi. 3éra íinar var sonur merkisprestsins lafliða Steinssonar á BreiSaból- stað, sem mjög hafði eflt þann stað að fjárhlut. Hafliði var fyrr kapellán (hirðpreShir) Noregskor*. ungs. Einar, soimr hans, varð restur á Höskuldsstöðum 1332, i'ékk Breiðabólsta? 1344 og var þar til æviloka. Einar komst í stóran metnað eins og segir í íslenzkum æviskrám. Hann varð Hólaráðs- maður og officialis eins og áður er getið og helzti fyrirsvarsmaður klerkastéttarinnar. Frægastur er séra Einar fyrir merk og kunn ritstörf sín. Hann skrifaði Lárents- íusar sögu Hólabiskups Kálfssonar, sem hann var vel kunnur. Saga biskups er merkileg og góð heim- ild um klerkdóminn á 14. öld. Þá skrifaði Einar fróðlegan annál, sem nefndur er Lögmannsannáll, og þykir hann merk og áreiðanleg heimild, og hefur hér að framan verið vitnað til hans. Séra Einar var kominn að fótum fram, þegar Pétur biskup kom til landsins, og orðinn háaldraður. Andaðist hann árið 1393, og stóð biskup yfir greftrun hans. Séra Þórður Þórðarson (d. 1403), prestur og prófastur á Höskulds- stöðum í Húnaþingi, var Hólaráðs- maður, þegar Pétur biskup kom til Hóla. Þórður var um sína daga auðugur mektarklerkur, sem kem- ur við mörg fornbréf í sambandi við jarðakaup. Þá var hann offici- alis um hríð og kemur töluvert við málefni og bréf Þingeyra- klausturs, sem heita mátti væri í nágrenni við Höskuldsstaði. Ætt séra Þórðar er talin sunnlenzk í karllegg og komin af Oddaverjan- um Þórði Andréssyni á Stóru-Völl- um í Landsveit. Barnsmóðir Þórð- ar prests var Valdís Helgadóttir, sem hann gaf jörðina Ytri-Ey á Skagaströnd í þjónustulaun og annað fleira og gerði vel við. Val- dís gaf síðar Ytri-Ey Þingeyra- klaustri í plágunni miklu. Einna umsvifamestur þeirra presta, er þekktastir voru um daga Péturs biskups og mest mun hafa komið við Hólaráð á biskupsárum hans, var Steinmóður ríki Þor- steinsson (d. 1403), prestur á Grenjaðarstað, sem var bezta prestakallið norðan lands og var í veitingu erkibiskups í Niðarósi. Steinmóður var ráðsmaður á Hól- um 1391—1392, síðar officialis 1399—1402. Talið er, að hann hafi haft afskipti af hinhi miklu dóm- kirkjusmíði á Hólum um 1395. Fylgikona Steinmóðs prests var Ingileif Eiríksdóttir ríka á Möðru- völlum í Eyjafirði, Magnússonar, systir Soffíu, móður Lofts ríka. Hluti af testamentisbréfi Stein- móðs er enn til. Mikil málaferii urðu út af eignum hans og fylgi- konu, því þau voru barnlaus. Hér hefur dálítið verið sagt frá þeim hefðarklerkum í Hólabisk- upsdæmi, sem voru næstir Pétri biskupi. Þegar Pétur biskup var setztur að stóli að Hólum gerðist hann stjórnsamur og gaf újt skip an sína, „statutum Petri episcopi", um ljóstolla, legkaup, líksöngseyri og ýmislegt fleira. Statútan er ár- færð í Fornbréfasafni 1391, en gæti verið frá 1392. í Fornbréfa- safni segir, að aldur hennar velti á árunum 1391—1398. Árið 1391 kemur þó ekki til greina, þar sem Pétur biskup kom ekki út fyrr en ári síðar, 1392. Lögmannsannáll segir við árið 1393: „Braut Hólakirkju og stöp- ulinn, allt saman í grund, fjórða dag í jólum. Deyði einn djákni í kirkjunni". Slíkur og þvílíkur atburður var vitaskuld mjög mikið tjón. Ekk- ert biskupsdæmi gat staðið án dómkirkju til lengdar. Mun því þegar hafa verið hafizt handa að reisa nýja kirkju á Hólum, og varð sú kirkja stærsta dómkirkjan, sem reist var þar á stólnum, og segir Espólín, að hún hafi staðið í tvö hundruð og tuttugu vetur og væri sú kirkja, er féll í ofviðri á ofan- verðum dögum Guðbrands bisk- ups Þorlákssonar. í þeirri kirkju messaði Jón biskup Arason. Kirkja Péturs biskups er talin byggð 1395, en líklegast hefur hún verið í smíðum nokkur ár, trúlega vígð árið 1395 og byrjað að byggja hana þegar í ársbyrjun 1394. Var kirkja þessi að stærð sem hér segir: Fram kirkjan fimmtíu álnir, nítján álna breið, þrjátíu og fimm álnir um stúkur, kór seytján og stöpull seytján álnir, vegghæð tuttugu og þrjár álnir eða ellefu metrar. Pét- urskirkja var háreist hús og virðu- Iegt og með blýþaki. Skrá var gerð um eignir Hólakirkju 2. maí 1396, þá er Pétur biskup bjóst til skips, og getið silfurbúins bagals, sem Pétur fékk til kirkjunnar. Einnig getið skipaviðar eða bússuefnis, sem staðfestir, að biskup stóð í skipasmíðum. S^áin og úttektin benda til þess, að Hólakirkja hafi þá að mestu verið risin úr rúst. Kirkjufoksárið kemur Pétur bisk- up við tvö bréf. Annað þeirra er gert 12. maí 1393 á Hólum. Er þar getið, að Erlíngur Snorrason fær biskupi jörðina Rofahól fyrir átta hundruð, og þar með tvö kií- gildi í sakeyri fyrir það, að hann tók tré, sem staðurinn á Hólum 490 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.