Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Blaðsíða 15
nýí félagi okkar tók að búast til farar í óðaönn. Við höfðum ætlazt til þess, að Fúsi yrði ekki aðeins leiðsögumað- ur okkar, heldur skyldi hann og halda fyrir okkur heimili í Smiðju- vík, þegar þangað kæmi. Hann var heldur enginn maður til þess að liggja úti um nætur, eins og við hlutum að gera, skytturnar. Slík- um lifnaði var hann alveg óvanur, og auk þess bar hann aldrei byssu. Við vorum einn dag um kyrrt í Bolungarvík og bjuggum okkur undir brattann. Daginn, sem við lögðum upp í óbyggðirnar, var komin allhvöss norðanátt með éljagangi. Við fengum mann með okkur upp í Barðsvíkurskörðin, sem eru einhver hæsta fjallaleið bæja á milli á Ströndum. Að vísu er brattinn ekki ýkjamikill að sunnanverðu, en að norðan er snar bratt, langbrattasta brekka, sem' ég hef gengið. Byrðar okkar voru nálægt fimmtíu pundum eða rösk- Iega það, þegar byssurnar eru meðtaldar. En áfram var haldið, þótt færðin væri orðin þung og versnaði stöðugt. Segir nú ekki af ferð okkar fyrr en í Smiðjuvík kom. Heldur þótti okkur köld aðkom- an þar, því að fennt hafði inn í bæinn, og vorum við talsvert lengi að moka snjónum út, enda var hann orðinn harður, þar sem fryst hafði eftir hlákurnar. Engin var eldstóin, svo við urðum að notast við hlóðaeldhús, sem var næstum fullt af harðri fönn. Við hreinsuð- um nú allan snjó og klaka, svo vel sem við gátum, og fórum svo að ná í eldivið. Nóg var af honum fyrir neðan sjávarbakkana, því að sjaldan er svo ástatt á Ströndum, að ekki megi finna morkefli til að stinga undir pott. Sög og exi voru til á bænum, svo í rauninni mátti segja, að allt léki í lyndi fyrir okkur, þegar við höfðum bú- izt um. Við átum okkur sadda og drukkum rjúkandi kaffi á eftir. Þegar við nú höfðum sinnt hinu allra nauðsynlegasta, þótti okkur sem næsta verkefni hlyti að vera að kanna skotfimi hins nýja fé- laga okkar — afbragðskyttunnar, sem okkur var fengin í stað Vig- fúsar Benjamínssonar, sem aldrei bar byssu né fór með ófriði á hendur nokkurri skepnu. Við sótt- um stóran kassa, reistum hann upp átján faðma frá bænum og bjuggumst til skotæfinga. Félagi íbúðarliúsið á Dröngum, það sem Guðmundur bóndi lét byggja þar eftir sinn dag. Það var steypt árið 1912. okkar tók byssu sína og bar hana upp að vanganum, en heldur þóttu mér handtök hans undarleg og ólík því, sem ég hafði séð til ann- ara manna. Hann beindi byssu- hlaupinu alls ekki að markinu, heldur eitthvað út í loftið. Svo reið skotið af og hafnaði í þúfu, um það bil miðja vega milli kass- ans og okkar, og tætti hana upp. Skyttan lét byssuna f alla og skálm- aði til marksins. Við spurðum, hvort hann sæi ekki merkið f þúfunni. Nei, hann hafði ekkert tekið eftir því. Fórum við þá að yfirheyra hann, hvort hann hefðj aldrei skotið úr byssu áður, og kvaðst hann þá stöku sinnum hafa reynt að skjóta til marks, en aldrei hitt. Það er kannski ekki hægt að segja, að við hinir værum beinlín- is montnir af því að hafa gert veiðifélag upp á jafnan hlut við slíka skyttu, og hitt þá grátbros- legast af öllu, að vesalings maður- inn skyldi erfiða í því að bera þunga byssu alla þessa leið og bæta henni ofan á baggá sinn, sem sannarlega var nógu þungur Timburhia'ði á Dröngum, SéS norður um ájarnarf jiir£ til Geirólfsgnúps. TÍJIINN SUNNUDAGSBLAÖ 495

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.