Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Blaðsíða 7
ur tekið, og ég kallaði Þorsteln á eintal. Fyrst gerðum við að gamni okkar, og það var nú síður en svo, að við færum a?S minnast á kosn- ingar. Ég sagðist ætla að skrifa um hann f hans blað, og nú yröi hann að láta mig heyra nokkrar vísur og eitt kvæði. Erfiður var hann mér í þessu efni, en þó lán- aðist mér að hafa upp úr honum fáeinar vísur. Svo sagðist ég vilja fá hjá honum kvæði, sem hann hefði látið mig heyra, þegar við hefðum einu sinni sem oftar rætt um menningarerfðir þjóðarinnar og horfurnar á varðveizlu þeirra. Hann þóttist ekkert eftir þessu muna. Ég sagði honum, að kvæðis- kornið hefði fjallað um hina ein- stæðu, furðulegu og allt að því fáránlegu ást bláfátækra bænda liðinna alda á bókinni. Nú, — Þor- Bteinn fjösc að ranka við sér — og með skírskotun til sameiginlegs áhuga okkar á endurnýjun þessara þjóðareinkenna hafði ég hann til að leyfa mér að birta kviðlinginn, eins og hann kallaði þetta kvæðl sitt: Frá hæstu fjöllum til úthafsátta enga vök er að sjá. Stálblár ísinn hringast um hólmann og hrönglast um nes og lá. Hlutir í verbúðum hverf a að mestu. Hafið er ískaldur sjór. Vennaður norðan og austan fer aftur eins og hann heiman fór. Haglaust í byggðum. Frerar og fannir fylla hvert lautardrag. Bóndinn horfir á heyin þrotin, þó háraði' ann f énu í dag. Þó var erfiðust þurrð í búrl og það, sem yfir tók: Síðasta lýsið var látið á kolu, svo lesarinn sæi á bók. Já, var það ekki furðulegt — og þó þjóðarsómi og þjóðarbjarg- ræði! Nokkrum stökum náði ég svo að lokum með þráa og herkiu, og fara þær hér á eftir, þó að þær væru valdar í flýti, eftir því hverju skaut upp I huga höfundar, sem var að þjóta af stað til Reykjavík- ur í brýnum erindum. Þorsteinn er — eins og áður er að vikið — ekki maður lausmáll um náungann, en svo er því mið- ur ekki um alla: Það geta brugðizt þagnarheit, þegar skiljast vegir, ef þrennir vita, þjóðin veit það, sem enginn segirl Einhver hafði orð á því, þegar Þorsteinn hamaðist sem mest við vinnu, tekinn mjög að reskjast, að hann yrði að fara að hlífa sér. Honum varð þá að orði: Drottinn skapti mig til manns úr mold og leir og ryki, var það ekki á ábyrgð hans að ekki smíðin sviki? Flestum mun sýnast, að þau Skálpastaðahjón hafi séð rætast þær óskir og þá drauma, sem þau báru í brjósti, þegar þau tóku þá ákvörðun að fylgjast að og síðan hefja búskap á Skálpastöðum, þeg- ar horfur voru einna verstar um afkomu íslenzkra bænda frá því i harðindunum á ofanverðri 19. öld, — en Þorsteini hefur þó stundum þótt annað verða uppi á teningn- um en hann hefði helzt óskað: Ég hef f erðazt stað úr stað og stöðugt fundið betur, að sumarið getur synjað um það, sem mig dreymdi I vetur. Ekki verður það talið undariegt, að svo glöggur maður á búfé sem Þorsteinn hefur jafnan reynzt, hafi stundum þótzt sjá þess merki, að svipuðum erfðalögmálum lyti mannkindin: Það erfist, sem að ættin gaf eins og dæmin sanna: Dúfa kemur ekki af eggjum hræfuglanna. Eitt sinn þegar Þorsteinn, sem jafnan er árrisull, fékk sér morg- ungöngu í fagurri borg á Norður- löndum, eftir að hafa átt gott kvöld með góðu og glöðu fólki, skaut upp í huga hans hugsun, sem af varð þessi vísa: Fögur torg og fólkið kátt flestar sorgir kyrrði. , En dýrsta morgna eg hef átt uppi í Borgarfirði. Ekki er ólíklegt, að einhverjir hafi látið í ljós við Þorstein, að honum hafi flest gengið í vil og afrek hans reynzt með ólíkhMíum. Undir slíkum kringumstæðVun kynni þessi vísa að hafa orðið fll: Gæta skaltu þrátt að því, þar sem vegir greinast, að fingur jafnir eru í allra lófum seinast. Og ennfremur: Mundi ekki mér og þér ** möttull sami skorfeh, — hinzta gangan okkar er eins og fyrstu sporin. Enginn mun gerast til að efa, að oft hafi skyldan gengið hart eftir Þorsteini, en þegar hann svo hefur varpað byrðum hennar af herðum sér og á að njóta ávaxt- anna af verkum sínum, er ekki laust við, að söknuður setjist að hinum langlúna afkasta- og elju- manni: Löngum degi lýkur hér. Lúinn beygir hvern sem er. Einn um veginn aldinn fer, — enginn segir: Flýttu þér! „Allt er í heiminum hverfult", kvað snillingurinn mikli, — en þ6 að menn viti þetta og hafi alltaf gert sér grein fyrir því, getur jafn- vel þeim, sem flestum mun virð- ast, að tekizt hafi með ólíkindum að gegna sínu hlutverki, þótt sitthvað hafa brugðizt, þegar þeir hugsa til þess, að sá riddari muni kominn óhugnanlega nærri, sem aldrel bregzt eftirreiðin: Á hverfulleikans hálum stig heimur sveik að vonum. Einn á bleikum. eltir mig, — ekki skeikar honum. Hér með læt ég svo lokið þess- um línum, sem eru auvirðilegt ágrip stórmerkrar sögu, skrifað í flýti, en af einlægu og þakklátu hugarþeli. Á þeim er ekki sá ljóð- ur, að þar sé nokkuð ofsagt. held- ur því miður fiölmargt vansagt. Við hiónin biðium þeim Skálpa- staðahiónum blessunar föður gró- andans, sem þau hafa dyggilega þiónað, vottum þeim virðingu og þökk og væntum að fá enn um skeið notið glaðra samfunda. Mýrum í Reykholtsdal 22. maí 1971. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 487

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.