Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Blaðsíða 13
Þctta hús nefnist Kofl og stendur á tanga, sem Reyðarhlein heitir. Enginn veit með vissu aldur Kofans, en svo mikið er víst, að hann var orðinn gamall árið 1856. Líklegt þykir, að hann sé frá síðari hluta átjándu aldar. Guð- mundur á Dröngum bað Eirík son sinn að þyrma kofanum. Það gerði Eiríkur, en byggði hann einu sinni upp, ná- kvæmlega í þeirri mynd, sem hann hafði verið. — Hjá Kofanum eru bátar Eiríks bónda á Dröngum. þyrfti að ganga á blautum og sleipum flúrum, ýmist laus eða með byrði, og alltaf þótti mér það erfitt og óþægilegt — nema í þetta skipti. Það vil ég taka skýrt fram, að ég bað guð að gefa mérs styrk til þess að framkvæma verfe ið, og áreiðanlega hefur það fólk, sem þarna var statt og horfði undr andi á aðfarir mínar, hugsað eins. En hvort sem það hefur verið fyr- ir utanaðkomandi styrk eða aðeins vegna sjálfs mín geðshræringar, þá er það víst, að mér veittást þetta léttara einum en þótt tveir menn eða fleiri hefðu hjálpazt að við að bera hana út í bátinn. — Hvernig reiddi þessu af? — Mamma var meðvitundarlaus í fjóra klukkutíma. Læknirinn kom um nóttina og gerði að sárum hennar, eftir því 'sem í hans valdi stóð. Síðan lá hún rúmföst í sjö vikur, að mig minnir. Þegar fram liðu stundir, náði hún sér þó í höfðinu, en varð aldrei jafngóð af síðubrotinu. Trúlega hafa rifin ekki gróið vel. Auk þess settist allt- af gigt að þessum gömlu meiðsl- um. Móðir mín var 57 ára, þegar hún varð fyrir þessu áfalli. En þetta vor einkenndist ekki aðeins af óhöppum. Við urðum líka fyrir óvæntu happi. Það var hvalreki í bókstaflegri merkingu. Hvalbátur frá Hesteyri hafði misst frá sér afarstóran -steypireyðar- hval í Hornsröstinni, og rak hann nú upp á Bjarnarnes. Vegna slæmra skilyrða að ná honum það- an, gaf útgerðarstjórinn hreppn- um hvalinn, og má nærri geta, að ekki var fúlsað við slíku. Boð var látið ganga um allan hreppinn, það er að segja Grunnavíkurhrepp, og allt austur að Dröngum. Var þar öllum boðið á hvalfjöruna og tek- ið fram, hvað hver og einn gæti vænzt mikils í sinn hlut. Við fór- um út eftir á sexræðingnum og tókum svo mikið, sem við gátum fengið, en talsvert varð það nú minna, þegar til kom, • en tekið hafði verið fram í bréfinu. Þó var það verulegt búsílag, sem í okk- ar hlut kom. Þá var hvalur vigtaður og seld- ur eftir gömlu Venjunni. Hún var þannig, að stykkin (rengið) voru vegin á reizlu, og alltaf vietað upp á heila og hálfa fjórðunea. Fjórðungur var, eins og kunnugt er, tíu pund. fimm kílógrömm. Ef nú stykki var til' dæmis 45 pund, 4V2 fjórðungur, þá voru skornar fjórar þriggja til fjögurra þuml- unga langar skorur þvert inn í í’öndina á stykkinu og lítil snið- skora til þess að tákna hálfa fjórð- unginn. Verðið var líka yfirleitt alls staðar hið sama: Fjórar krón- ur vættin. En hvalvættin var tólf fjórðungar, sextíu kílógrömm. Annars voru vættir þrenns konar: Hvalvætt var 120 pund, kornvætt hundrað pund, feitmeti, smjör, tólg, kæfa og víst eitthvað fleira matarkyns áttatíu pund. Ég er ekki að rifja upp þessi gömlu þyngdarmörk af því, að ég haldi mig vera að segja fólki eitthvað, sem það ekki veit eða getur lesið um annars staðar. Þessi vigtunar- aðferð var svo samgróin búskapn- um á Ströndum í uppvexti mínum, og lengi áður og siðar, að ég gat ekki stillt mig um að nefna hana TlMlNN — SUNNUDAGSBLAÐ 493

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.