Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Blaðsíða 19
Þjóðsögur og ævintýr úr fórum Gyðinga Einu sinni, það var fyrir langa löngu, andaðist Júði nokkur, og var hann jarðsettur að gyðinglegum sið. Sonur hans flutti yfir líkinu harmkvælabæn, og sálin hófst upp til himna, þar sem hún kom fyrir hinn æðsta dóm. En þá henti sér- stætt atvik og síðar önnur sérstæS- ari, og verður það efni sögu vorr- ar í dóminum var allt til reiðu. Á miðju gólfi stóð vogin, þar sem vega skyldi góðverk og syndir hins látna. Verjandi hans, það er „gæzkan", sem hafði búið í huga hans á jörðu niðri, stóð hægra megin við vogina og hélt á hvítii skjóðu. Ákærandi hins látna, það er „vonzkan", sem hafði búið í huga hans á jörðu niðri, stóð vinstra megin við vogina og hélt á skítugri skjóðu. í hvítu skjóðunni voru góðverk hins látna, en í skítugu skjóðunni voru syndir hans. Og nú tíndi, verjandinn eitt góðverk- ið eftir annað upp úr hvítu skjóð- unni. Af þeim lagði unaðslegan ilm. og þau ljómuðu líkt og stjörn- ur á heiðskíru vetrarkvöldi. Ákær-> andinn tíndi og eina syndina eftir aðra upp úr skítugu skjóðunni. Þæ voru biksvartar sem kol, og af þeim lagði viðurstyggilegan fnyk. Sál hins látna beið þar í dóm- salnum og horfði skelfd á at- höfn . þessa. Aldrei hafði henni komið til hugar, að slíkur regin- munur værj á hinu góða og hinu illa. Á jörðu niðri hafði hún oft- lega efazt um, hvort gerðir sínar væru góðar eða illar. En yogarstöngin vagaði. Stund- um seig vogardiskur syndanna. Stundum voru góðverkin þyngri á metunum. Tíminn leið, drykklöng stund. í lifanda lífi hafði sálin ver- ið ósköp venjulegur Júði. Hvorki hafði hún þrjózkazt við drottin né brotið lögmálið. Hún hafði verið eins og fólk er flest, meinfanga- laus, ekkert sérstakt góðmenni og því síður nokkurt illmenni. Sökum þessa voru í skjóðunum hversdags- leg góðverk og smásyndir, sérhvert þeirra léttvægt og þyngdi skálarnar sáralítið. Ekki að síður glumdu fagnaðar- hróp í himnaríki, þegar skál- in með góðverkunum seig nið- ur, en reyndist syndaskálin þyngri, grétu himnarnir og kveinstafir hljómuðu allt að hásæti drottins. Loks voru skjóðurnar tómar. „Svo fljótt?" spurði dómvörðurinn, sem hefur líki engils. Verjandinn og ákærandinn, sem báðir hafa líki engils, ranghverfðu skjóðunum, og þær voru galtómar. Dómvörðurinn gekk að voginni og gætti vendilega að, hvor skálin væri neðar. Hann gætti að, hvort góðverk eða syndir væru þyngri á metunum. Hann laut niður og horfði. Og hann horfði ærið lengi, af því að hann sá það, sem hafði aldrei áður sézt í hinum æðsta dómi. Dóms- forsetinn spurði: „Hvers vegna horfir þú svo lengi?" Og dómvörð- urinn svaraði hikandi: „Skálarn- ar vega salt. Hægri skálin sígur ekki neðar en hln vinstri, og vinstri skálin sígur ekki neðar en hin hægri. Syndir og góðverk eru jafn- væg." Ög dómsforsetinn spurði enn: „Munar ekki hársbreidd?" Og dómvörðurinn gat einungis svarað: „Það munar ekki hárs- breidd." Dómendur brutu málið til mergj ar, og að drjúgri stundu liðinni birtu þeir úrskurð sinn: „Þar eð syndir hins látna vega jafnt góð- verkum hans, getur sálin ekki far- ið til helvítis. Þar eð góðverk hins látna vega jafnt syndum hans, -getum vér eigi lokið upp hliðum himins fyrir sál þessa Júða. Sál hans er því dæmd til að flögra án afláts mitt í millum himins og jarðar, unz drottinn aumkar sig yfir hana og af náð sinni veitir Sagan um gjafirnar þrjár henni viðtöku í paradís." Að svo mæltu fylgdi dómvörðurinn sál Júðans út úr dómsalnum. Og sál- j in harmaði hlutskipti sitt, en dóm- vörðurinn leitaðist við að hugga < hana. „Hvers vegna að gráta, sál- artetur? Að vísu nýtur þú ekki' sælu og unaðar í paradís, en ekki i að heldur þjáist þú í logum hel- vítis. Þetta jafnast upp." En sálin vildi ekki huggast láta. Hún sagði: „Fremur vil ég þjást en finna hvorkj til sársauka né sælu. Tóm- . ið er öllu böli bölvaðra." Dómvörðurinn hafði samúð með sál Júðans. „Flögraðu niður, sálar- tetur, og vertu í námunda við mann heim. Þú skalt ekki líta oft til him- ins. Hvað er þar að sjá? Raunar glitra þar ótal stjörnur, en dauðar eru þær. Þær finna aldrei til sam- úðar. Þær munu ekki biðja drottin að miskunna þér. En hinir fróm- hjörtuðu í paradís munu aftur á móti hjálpa eirðarlausu sálartetri. Og taktu eftir, sálartetur. Hinir frómhjörtuðu kunna vel að meta góðar gjafir. Flögraðu. þess vegna í námunda við mannheim og ljáðu lífinu athygli. Sjáirðu eitthvað, sem er fágætt, fagurt og gott, þá taktu það og færðu það hinum frómhiörtuðu að gjöf. Og hér skaltu knýja dyra og segja varð- englinum, að ég hafi beðið þig að koma hingað með þessa gjöf. Er þú hefur fært hinum frómhjörtuðu þrjár slíkar gjafir, munu hlið him- ins vissulega ljúkast upp fyrir þér. Það verður þökk hinna frómhjört- uðu. og drottinn elskar þá og virð- ir, sem vilja bæta ráð sitt, stefna að einu marki og ná þangað sakir atorku sinnar." Er dómvörðurinn hafði lokið máli sínu, blessaði hann sálina og lét hana frá sér fara úr ríki drott- ins. FYRSTA GJÖFIN. Nú flögraði sálin í námunda við mannheim og leitaði gjafa að færa hinum frómhjörtuðu. Hún sveim- aði yfir borgum, og fólkið var þar sem sandur á sjávarströnd. Hún flögraði yfir landsbyggðinni. Hún flögraði, hvort sem var steikjandi hiti eða nístandi bitra. Hún flögr aði, hvort sem loftið var rykmett- að og þurrt eða regnið fossaði úr illskulegum skýjabólstrum. öllum gerðum fólksins léði hún athygli, en sá þó hvergi fágæta og fagra gjöf. Ef hún eygði Júða, flaug hún til hans af bragði og leit í augu TtHINN — SUNNUDAGSBLAÐ 499

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.