Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Blaðsíða 9
sem getið er vinnufólks á biskups- Setrinu og útibúum þess með nafni og viðurnefni, sem stundum virð- íst hafa verið aðalnafn hlutaðeig- anda. Þá er þar og getið kaup- greiðslu til hjúanna. Má þar Skyggnast inn í afkomu þessa fólks. Hér er ekki ætlunin að reyna að greina frá þeirri sögu, heldur snúa sér að sjálfri klerkastéttinni og sögu kirkjunnar. Verður sagt frá einum af æðstu embættismönn- um hennar hér á landi á þeim tímum, þegar útlendir biskupar sátu á biskupsstólum. Almennt hefur saga útlendra biskupa hér- lendis verið lítið rannsökuð og stundum að lítt athuguðu máli tal- ið. að allir hafi þeir verið verstu menn, er biskupstign báru, sem þó fer fjarri. Að vísu settust hér vandræðamenn á biskupsstóla. Má geta hér nokkurra þeirra með nafni til frekari áréttingar, til dæmis Gríms Skálholtsbiskups Skútusonar, sem var áður ábóti i Munklífsklaustri i Björgvin. Hann var aðeins þrjá mánuði biskup í Skálholti og eyddi fvnr st iðnum þrem hundruð hundraða í stór- veizlur og óhóf, svo ekki hefur það verið búhnykkur að fá slíkan bisk- up á stólinn. Ormur Hólabiskup Ásláksson var og frægur af óráðsíu sinni, óstjórn og fjáreyðslu. Þá má enn geta Jóns b'skups Gerr- ekssonar. fyrrum erkibiskups í Uppsölum, sem flestir bókfærir ís- lendingar kannast við. Hitt hefur meira verið látið liggja í þagnar- gildi, ef um mannkostamenn hef- ur verið að ræða. Gyrður ivarsson og Oddgeir Þorsteinsson, Skálholts biskupar á síðari helmingi 14- ald- ar. voru í mörgu sæmilegir biskup- ar og stjórnsamir í háttum. Landið gekk undir Danakonung á síðari hluta hinnar fiórtándu ald- ar, nánar tiltekið árið 1387, og er það talið hafa verið lítið til hags landinu eins og síðar kom í ljós. Komu þá til Iandsins danskir bisk- upar, skipaðir af páfa eða kon- ungi Kalmarsambandsins. Fyrst má hér nefna Mikael Skálholts- biskup, sem sýndi mikla óstjórn í embætti í sínu umdæmi, rak presta víða af stöðum og lét ekki mbbadísir í friði, frekar en aðra g»istlegs embættis. En Mikael lét þó skrá kirkiumáldaga, svo ekki hefur honum því verið alls varnað. nema hér liafi aðeins verið ein leið hans til auðgunar í starfi sínu. Síðar. er nær leið lokum 14. ald- >. vv* ■% m,uh r«-* uv* r % 1 ar, settust á báða biskupsstólana danskir menn. Voru þeir merkir að mörgu. Á Skálholtsstól var vígð ur Vilkin eða Vilhjálmur Heinreks son, áður príor í klaustri. Við hann er kennt stærsta og ítarlegasta máldagasafn kirkna í Skálholts- biskupsdæmi. Þótti hann hafa ver- ið einn hinn merkasti og gagnleg- asti maður eins og segir um hann í Fornbréfasafni. Embættisbróðir Vilkins og biskup á Hólum var einnig danskrar ættar og hét Pét- ur Nikulásson, og mun hér verða nokkur fróðleikur dreginn saman um hann, að sjálfsögðu að mestu eítir Fornbréfasafni. Pétur Hólabiskup var hinn gagn- merkasti maður eins og embættis- bróðir hans í Skálholti. Þrátt fyrir margs konar óáran á 14. öld, eld- gos og náttúruhamfarir meiri en fyrri aldir, hafís, fénaðarfelli og pestir, sem herjuðu landið, var kirkjan í landinu í miklum blóma í lok aldarinnar. Hafði henni auk- izt stórlega auður og vald og virt- ist margt vel standandi í landinu, það sem til nytsemdar horfði, og voru fornar dyggðir og manndóm- ur ekki að öllu horfið frá lands- mönnum. Espólín sagnaritari telur að stórfelld hnignun hafi hafizt hér á landi eftir svarta dauða eða pláguna miklu 1402—1404, og hafi þá vegna fólksfækkunar lagzt nið- ur sáðverk (kornyrkja), saltgjörð, sagnaritun og annar manndómur og að fyrir pláguna hafi hér ver- ið búsett á landinu hundrað þús- und martns tólfræð (120 þúsund) og dáið í pestinni eigi minna en tveir hlutar. Að biskupsstólarnir hafi staðið með prýði á áðurgreindu tímabili, sést af því, að hingað koma biskup- ar, sem telja má háklerka, úr fjar- lægum löndum. Pétur Nikulásson var vígður suður í Róm, og var þar gert bréf 6. apríl 1391. í því stendur meðal annars, að Henrik og Marinus kardinales og camer- ari (kammerherrar) Bónifasíusar páfa, hins IX þess nafns, tilkynna Jakobi Björgvinarbiskupi og fjár- heimtumönnum páfans í Hólabisk- upsdæmi, að páfinn hafi skipað Pétur Nikulásson munk af prédik- aralifnaði (Pétur hefir annað hvort verið Fransiskusar- eða Dóminik- usarmunkur) og skriftaföður sinn, biskup að Hólum eftir lát Jóns biskups skalla Eiríkssonar, sam- kvæmt undangengnum fyrirvara, þegar embættið losnaði. Á þessu bréfi sést meðal annars, að Pétur var meðal þeirra klerka, sem stóð næst hinum heilaga föður, páfan- um. Var því liér valinn sá maður til biskups á Hólum, sem var vel kunnur æðstu stjórn kirkjunnar og háttum klerkastéttarinnar þar suður frá. Pétur Nikúlásson hefur tekið biskupsvígslu í Róm í páfa- garði og haldið síðan greiðustu leið til Noregs. Því næst segir í Lögmannsannál við árið 1392: „Útkoma herra Pét- urs Hólabiskups á Pétursbollanum. Braut skipið í spón í millum Krýsi- víkur og Grindavíkur. Varð mann- björg, en týndust allir peningar. Kom herra biskupinn heim til Hóla fyrir festum Michaelis (Mikj- álsmessu), og játuðu allir honum hlýðni, lærðir og leikir. Komu engir fleiri frá Noregi til íslands það haust. Ætluðu út um sumarið af Biörgyn tiu (skip)“. Enn bætir annállinn við: „Ófararár mikið í skinbrotum og byrleysum, bæði með þýzkum, enskum og norræn- um. Braut marga kugga frá Nor- egi. Regn mikið fyrir norðan". Að enskir og þýzkir eru hér nefndir, bendir til þess, að beir hafi verið farnir að sigla til íslands í verzl- unarerindum. Eftir þessari annálafrásögn að dæma hefur aðkoman verið köld fyrir biskup að stíga á land eftir hrakninga, peningalaus, og hefur hann misst marga gersemi, sem hann mun hafa haft með sér allt frá Rómaborg. Espólín. sem víða leitaði fanga í árbækur sínar, seg- ir þannig frá komu Péturs biskups til landsins, „að týnzt hafi mestur fjárhlutur. reið biskup þegar uns haustið heim til Hóla og með hon- um Jón prestur Magnússon, bróð- ir einn danskur, er Enis hét, herra Sveinn, Mattheus, prestur skyldur biskupi. Sveinn djákni, Pétur Gam- ur skrifari. einn smásveinn — voru þeir allir danskir. Enn eru taldir Þorsteinn, klerkur norrænn, Jón sléttur og Ormur Hjaltlendingur. Fóru þeir utan síðan, Mattheus prestur og Þorsteinn klerkur og herra Sveinn. Fjölmennt hefur fylgdarlið bisk- ups verið og enginn kotungsbrag- ur á ferð hans. Gef ég enn Espólín orðið: „Hélt þá enn séra Einar off- icialis umdæmi og allri virðingu sinni og var í hinum mestu kær- leikum við biskup, en Þórður prestur hélt Hólaráðsmennsku. Heldur var fátt með þeim biskupi T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 489

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.