Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Page 10
Jóhann Mát Guðmundsson:
- Laugardagur
fyrir hvítasunnu
i.
Þetta var á laugardaginn fyrir
hvítasunnu, og það var auðséð, að
það ætluðu margir að fara úr borg
inni. Upp úr hádeginu fóru bílarn-
ir að streyma inn Suðurlands-
brautina, og margir þeirra voru
með háa stafla á farangursgrind-
unum, en löngu áður hafði ferða-
fólkið tekið að safnast saman á
.ngstéttunum í Austurstræti. Það
hallaði sér kæruleysislega upp að
steinbrúninni á Landsbankanum
og settist á tröppur verzlunarhús-
anna og sleikti sólskinið. Rútubíl-
arnir komu einn og einn og stopp-
uðu við hægri gangstéttarbrúnina,
og bifreiðastiórarnir fóru upp á
bílana til að taka á móti farangr-
inum. Þeir skildu bílana eftir
opna, og óskalögin bergmáluðu í
húsunum og yfirgnæfðu skvaldur
ferðalanganna.
Þeir, sem áttu leið um götuna,
héldu sig ósjálfrátt á hinni gang-
stéttinni eða á akbrautinni handan
bílanna og skotruðu augunum
flóttalega til hinna, sem voru að
fara í ævintýrarík ferðalög í vor-
blíðunni, en á áfangastað undir
háu fjalli stígur heit gufa hveranna
til lofts í kvöldkyrrðinni og byrgir
útsýnið.
Hinn vanabundni dynur strætis-
ins þagnaði smátt og smátt, og í
íbúðarhverfunum, þar sem venju-
lega er bíll við bíl, var nú ekkert
að sjá nema auð strætin, sem voru
afmörkuð hvítum strikum svo
menn sólunduðu ekki plássinu.
Kaffihúsin í miðbænum voru
mannlaus, og sums staðar höfðu
þjónustustúlkur með hvíta klúta á
handleggjunum setzt við eitt borð
ið, af því að þær áttu ekki von á
rieinum.
Á götunum voru fáir á ferli, að-
eins einn og einn vegfarandi, og
flestir gáfu sér nægan tíma og
hor'fðu rólegir í búðargluggana, og
við læstar dyr á kvikmyndahúsi
stóðu nokkrir erlendir sjómenn,
dokuðu við til að fullvissa sig, en
gengu síðan í veg fyrir einhvern,
sem átti leið um götuna, og spurðu
hikandi, hvort ekki væru kvik-
myndasýningar í dag. _
Með kvöldinu var skýjafar, og
síðar fór að rigna. Ég kom
snemma heim af vaktinni, því okk
ur var gefið frí eins og venjulega
fyrir hvítasunnuna. Ég ætlaði að
lesa, en .gat það ekki.
Ég var allur í uppnámi og vissi
ekki, hvað ég átti að taka fyrir.
Inn um opinn gluggann bárust
raddir kvennanna í hverfinu, sem
voru að tilkynna börnum sínum,
að þau mættu ekki vera lengur
úti í viðsjálu götulífinu, og síðan
var ómur af samningaumleitunum,
aðeins kortér eða tíu mínútur.
Ég gekk í hinn endann á her-
berginu og opnaði vínskápinn. Ég
var vel birgur, jafnvel þó ég þyrfti
að hjálpa einhverjum, og ég hafði
gaman af að virða fyrir mér flösk-
urnar í skápnum og fór mér að
engu óðslega. Vegna spegilsins
sýndust þær helmingi fleiri en
þær voru í raun og veru, og þeir,
sem komu mikið undir áhrifum,
voru oft seinir að taka eftir því,
og ég vissi að þeim miklaðist þetta,
og ég var ánægður með það.
Ég ákvað að fá mér af konjak-
inu, af því að þetta átti ekki að
verða neitt, og gott að drekka það,
ef maður fær sér eitt staup fyrir
matinn. Ég tók eitt litla staupið
og hellti í það og saup úr því í
einu, og ég fann, að mér hitnaði.
Ég ætlaði að hlusta á eitt lag,
og ég spilaði plötuna, sem var á
fóninum, því mér var alveg sama,
hvað ég spilaði.
Ég hellti aftur í staupdð úr flösk
unni og drakk strax úr því, og af
því að ég var ekki farinn að borða,
þá verkaði þetta dálítið á mig, og
ég fór að vona, að einhver símaði,
af því að mig fór að langa í fé-
lagsskap og að spjalla við ein-
hvern.
Ég lét fóninn ganga á meðan ég
fór fram og rakaði mig, og þegar
ég kom inn aftur, hélt ég áfram
að fá mér úr flöskunni og drakk
það óblandað og tók alltaf út úr
staupinu, og ég fór að sjá eftir að
hafa drukkið konjakið fyrst þetta
ætlaði að verða eitthvað. Mér var
hætt að finnast það mjög sterkt,
og ég fann ekki lengur til sviða
í hálsinum, og mér var farið að
líða mjög vel, en ég fann, að ég
var svangur og mundi ekki þola
mikið og þyrfti að fá mér eitt-
hvað, því ég vonaði, að ég lenti
í einhverju og það stæði fram eft-
ir. Það var ekki lengur matartími,
svo að ég lét bílstjórann aka á ís-
barinn og bað hann að bíða á með-
an ég færi inn að borða.
Ég pantaði hamborgara, og ég
var órólegur að þurfa að bíða eft-
ir honum. Nokkrir unglingar sátu
í uppháum stólum við gluggann
og sneru baki við afgreiðsluborð-
inu. Ég vissi, að þeir voru að
blanda og höfðu setzt þarna til að
það bæri minna á því, þegar þeir
helltu út í glösin. Ég fór að sjá
eftir að hafa ekki tekið neitt með
mér af víninu og ákvað að koma
við hjá Nirði og vita, hvort hann
ætti eitthvað.
Ein stúlkan fór að djúboxinu og
stakk pening 1 það, en það fór
ekki af stað, svo hún kallaði til
hinna, og einn herrann fór henni
til aðstoðar og hélt á glasinu með
sér. Þegar hann hafði hrist djú-
boxið dálítið, fór það allt i einu
af stað, og hann bauð stúlkunni að
súpa á glasinu og hún gretti sig
um leið og hún saup á því. Ég
pantaði kaffi á eftir hamborgar-
anum og bað stúlkuna að flýta sér
og hún brosti og mér datt í hug,
að hún mundi sjá að ég var und-
ir áhrifum.
Svo fór ég rakleitt til Njarðar.
Ég gekk inn án þess að hringja
bjöllunni, af því að ég heyrði, að
hann var að spila á píanóið og
vissi, að húsið var eitt af þeim,
sem aðeins eru lokuð á nóttunni.
Við vorum oft saman að skemmta
okkur og ef við smökkuðum það.
Hann var með púrtara, en ég hélt,
að það væri ekki gott ofan í konj-
akið og drakk ekki mikið af því.
Njörður hellti dálitlu á ölflösku,
svo að við hefðum-eitthvað á leið-
514
Tt «1 N 1M — SUNNEDAGSBLAÐ