Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Qupperneq 15
hafði vorið sem við fluttumst að
Litla-Ósi. Nokkuð var hún við ald-
ur, en svo gæf og þæg, að ég náði
henni hvar og hvenær sem var, og
eins þótt hún gengi með folaldi.
En ég var ekki há í loftinu og
varð því að teyma hana að þúfu,
svo ég kæmi beizli upp á höfuðið
á henni. Síðan varð ég að teyma
hana að annarri þúfu hærri, ef
mér átti að auðnast að hafa mig
á bak. Ef Rauðka vildi fara heim,
gekk allt að óskum, því hinir hest-
arnir eltu hana og folaldið. En ef
hún af einhverjum ástæðum hafði
áhuga á einhverju öðru, fór gaman
ið að grána. Þá varð ég að gera svo
vel og renna mér af baki og teyma
hana alla leið heim. Þannig gekk
þetta allt fyrsta sumarið á Litla-
Ósi. Seinna, þegar ég var orðin
kraftmeiri, vann ég mér þetta létt-
ara.
— Þurftir þú ekki að smala
kvíaám?
— Það var yfirleitt ekki fært
frá heima hjá mér. Þó var það
eitt sumar, að pabbi hafði nokkr-
ar ær heima við og voru þær
mjólkaðar kvölds og morgna.
Lömb þeirra höfðu verið rekin á
fjall um vorið með hinu fénu, svo
það er víst hægt að kalla þetta
kvíaær. Þá var fyrir nokkru kom-
in hagagirðing hjá okkur, og þar
voru ærnar hafðar. Það þurfti því
ekki að sitja yfir þeim á daginn,
heldur aðeins smala þeim kvölds
og morgna. Og þann starfa hafði
ég að sjálfsögðu.
— Yar það ekki skemmtilegt?
— Nei, ekki fannst mér það.
Mér þótti þetta bæði erfitt og
ábyrgðarmikið starf, en auk þess
voru á vegi mínum ýmsir hlutir,
sem ég óttaðist, því ég var kjark-
lítið barn.
— Við hvað varst þú einkum
hrædd?
— Það var nú fleira en eitt. En
einkum var það þó stórt og svart
jarðfall, sem skaut mér mjög
skelk í bringu. Þegar ég þurfti að
fara fram hjá því, lokaði ég augun-
um, hljóp í harðaspretti og þuldi
allar bænir, sem ég kunni.
— Hvernig var barnafræðslu
hagað í umhverfi þínu. Var ekki
kominn farskóli f SVeitinni?
— Nei, farskóli var enginn. En
það var oft fenginn einhver mað-
ur til þess að vtira heima hjá okk-
ur, eða þá á einhverjum nágranna
bænum, og kenna okkur, krök's-
unum. Þótti gott, ef námstímir.n
náði tveim mánuðum hvern vetur.
Svo fengum við eina viku að vor-
inu til þess. að búa okkur unci r
prófið — og þar með vorum v J
útskrifuð.
— Aflaðir þú þér ekki meiri
menntunar, þegar þú hafðir aldur
til?
— Ég fór í kvennaskólann á
Blönduósi haustið 1935 og var þar
veturinn, sem þá fór í hönd. Ég
var svo heppin, að Hulda Stefáns-
dóttir var þá orðin skólastýra. Það
var bæði lærdómsríkt og ánægju-
legt að stunda nám undir hennar
handleiðslu. En þótt ég nefni
hana hér eina með nafni, á ég þó
ekki síður góðar minningar um
aðra kennara mína, sem líka gerðu
allt, er í þeirra valdi stóð til þess
að mennta okkur og manna.
HVÍTSERKUR — þekkfesta náHúrufyrirbærið á Vntnsnesi.
TtMlNN
SUNNUDAGSBLAÐ
519