Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Side 19

Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Side 19
Myndin til vinstri er frá þeim dögum, er konum þótti miklu skipta að baksvipurinn væri sem mikilfenglegastur. En til þess þurfti mikinn og góðan umbúnað. Til hægri er annað upp á ten- ingnum. Allt skal hanga laust. Þannig var samkvæmisklæðn- aðurinn upp úr 1920, þegar charleston var tízkudansinn og konur urðu að vera ögrandi í karlmannafæðinnl eftirstríð- ið. gestir í söfnum, þar sem gömul föt eru til sýnis, og þaö er ekki áhugi þeirra á menningarsögu, sem rekur þá þangað, heldur ailt annað. Mörg leikhús eiga líka úr- val búninga frá mörgum öldum, og þar kennir býsna margra grasa. Kannski verður krínólínan dregin urdag. Hún hefur þrisvar plágað tízkukonur. Um 1879, á miðbiki tíkukonur: Um 1870, á miðbiki átjándu aldar og í byrjun seytj- ándu aldar. Það er ekki heldur ný bóla, að bæði karlar og konur gangi í föt- um, sem eru í meginatriðum lík. Það tíðkaðist um tíma á miðöld- um, að bæði kyn notuðu föt, sem voru svo til nákvæmlega eins. Það hefur líka oft farið saman, að kon- ur væru í víðum pilsum og karl- menn í fötum, sem voru víð um mjaðmirnar. Og þegar karlmenn fóru að vera í aðskornum jakka- fötum og frökkum, sem féllu fast að líkamanum, skaut líka upp svo kölluðum göngudrögtum kvenna. Það var klæðnaður, sem vakti mikla hneykslun fyrst í stað. Oft er það svo, að föt kvenna fá tiltölulega fljótt líkingu af þvf, sem komizt hefur í tízku meðal karlmanna, en hitt undantekning, að föt karlmanna dragi dám af kvenbúningum. En það getur tek- ið misjafnlegt langan tíma að kvenbúningur lagi sig eftir bún- ingum karlmanna. Þannig höfðu karlmenn gengið í síðbuxum í hálfa aðra öld, er fyrstu konurn- ar sáust í slíkri flík á almannafæri. En þar var líka vegið að nokkru, sem mikinn kjark þurfti til að krenkja. Saga þjóðbúninganna er kafli út af fyrir sig, og hann harla merki- legur. Þjóðbúningarnir hafa löng- um verið harla mikilvægur þáttur í þjóðernisbaráttu og sjálfstæðis- baráttu, og margir eru orðnir þeir konungar og valdsmenn, sem háð hafa langa og stranga og ekki sig- ursæla baráttu við þá. Iðulega hef- ur verið gripið til þess ráðs að setja um það nákvæmar reglur, hvernig fólk ætti að klæðast, bæði karlar og konur, auðvitað í því skyni að hnekkja þjóðernisvitund og menningarvenjum einhverra hópa, fjölmennra og fámennra. En að jafnaði hefur slík viðleitni ver- ið dæmd til þess að mistakast. Bú- hyggindi hafa hér líka verið að verki. Gústaf III lét gera teikning- ar í lok átjándu aldar í því skyni að hafa áhrif á klæðaburð Svía. Mark- mið hans var að spara fatakostn- að og hnekkja tilhaldi þjóðar sinn- ar. En löngun Svía til þess að berast á, varð yfirsterkari hollust- unni við konunginn. Þegar til framkvæmdanna kom, náðu þess- ar reglur ekki út fyrir hirðina, og áttu sér þar ekki langan aldur. Kristján VII Danakonungur reyndi eitthvað svipað, en tókst ekki að festa í gildi reglur um annað en klæðnað hermanna, dómai'a og rík- isstarfsmanna. Nærtækast er fyrir okkur íslendinga að minnast þess, að hingað voru margsinnis send konungsbréf og hér kveðnir upp dómar, sem bönnuðu tiltekin af- brigði í klæðaburði, venjulega af umhyggju fyrir pyngju lands- manna og kannski líka af þeirri forsjá, sem vænti sér aukins hagn- aðar, ef eyðslusemi væru skorður settar. Aftur á móti varð Mústafa Kem- al talsvert ágengt við að svipta tyrkneskar konur blæjunni, og Maó oddvita hefur tekizt að fá svo til alla þjóðina til þess að klæðast á sama hátt. Og það er ekki svo lítið afrek, þegar þess er gætt. að T í M I N N SDNNUDAGSBLAÐ 523

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.