Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Blaðsíða 4
GUNNAR ÁRNASON: VERDMÆTI Hér hef ég raðað á bakka og lakkað niður marga smásteina. Þeir eru með ýmsum lit og mis- munandi stórir, en í lögun er það þeim flestum sameiginlegt að hafa flöt til að standa á, enda allir valdir með það fyrir augum. Hvers virði er þessi hópur? Á ferðum í ýmsum löndum hef ég safnað þessum sýnishornum, og þegar ég reikna saman, hvað þær ferðir hafa kostað, sem farnar hafa verið, þá ætti þessi steinahrúga hér að kosta um 200 þúsund krón- ur, og eru þá bara fargjöldin reiknuö en ekki annar kostnaður við ferðirnar. Dýrasti steinninn samkvæmt þessum útreikningi er lítill kvarz- flís, tekin á vestasta höfða Banda- ríkjanna, sunnan við landrmæri Kanada. Hún er aftarlega til hægri á myndinni. Vestasti hluti Banda- ríkjanna er norðarlega eins og sjá má á hnattlíkani, en ekki sunnar sem hann sýnist á landabréfi. Þessi flís kostar því rúmar 27 þúsund krónur. Þarna kemur mitt mat á hlutunum. En stundum eru hlutir seldir á útsölu, og ég held ég léti bakkann fyrir hálfvirði — léti hann á hundrað þúsund krónur. En myndi þá nokkur vilja kaupa? Til að sýna fjölbreytnina skal ég rekja fremstu röðina frá hægri: Fyrstur stendur glæsilegur drang- ur úr hrafntinnu, tekinn inni við Loðmund. Næstur honum, og styð- ur hann. er smá kvarzmoli úr fjör- unni í Geldinganesi. Þá kemur .ba- salt með kvarzdropa austarlega úr undirhlíðum Esju. Þá er gulur líparít hnöttur, vatnssorfinn, tekinn uppi á Fjórðungsöldu, þar sem blasa við vestri Þjórsárver, wsamt Arnarfelli hinu mikla og feikna við- sýni. Þá er lítil basaltflís til minningar um ferð að Gullfossi. Þá kemur hvítur kvarzmoli, tek- inn í vegarkanti, þar sem liggur hæsti fjallvegur í Noregi með miklu útsýni til Rondana. Þá kem- ur önnur steinflís úr Esjuhlíðum með hvítum krystalsdropa og svart ur hrafntinnumoli af Landmanna- leið. Næst er moli úr Glerhallavík á Skaga, og er það einasti steinn- inn, sem beint er keyptur, þar sem það kostar fimmtíu krónur ,að ganga um Glerhallavík, og er þá innifalið að taka alft að fíu smásteina. Svo kemur steinn úr Heklugosi 1947, Heklukerlingin. Ég hafði ekki tækifæri til að fara til Heklu 1947 fyrr en byrjun ágústmánað- ar, að ég fylgdi þangað sænskum blaðamanni, og þegar við komum að hraunjaðrinum í rigningu, var hitinn svo mikill, að föt okkar þornuðu strax, er við stóðum þar við jaðarinn. En hægt fór hraun- ið með braki miklu og brestum, og þegar hrapaði úr brúnunum sást í glóðina. Kerlingin kom gló- andi móti mér, og hef ég geymt hana síðan. Handan við kerlingu er líparít- flís, tekin á eyrum við Jökulkvísl- ina á leið til Landmannalauga. Steinninn var tekinn til minningar um Guðmund Jónasson. Hann var bílstjóri í ferðinni eins og í fleiri ferðum Hins íslenzka náttúrufræði félags. Bíllinn festist í kvíslinni og drap á sér. Guðmundur sneri bíl- inn í gang og stóð í mitti í jökul- vatninu. En til að fylgja sveifinni hringinn varð hann að setja haus- inn að mestu í kaf í vatnið. Þetta var ógleymanleg sjón fyrir alla viðstadda, og er mér atburðurinn harla minnisstæður. Þá kemur dökkur gneismoli, tekinn við Fe- mundsjoen, á landamærum Sví- þjóðar og Noregs, 1961. Ég er ekki enn kominn alla leið eftir fremstu línunni, en á þess- um sýnishornum má sjá, að mér Hvers virðl er steindyngjan sem er á myndinni? Hver á aB verBleggja hlutina? Heyrum álit eigandans. 580 liniNN SLNNGDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.