Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Blaðsíða 11
ég Láfa á Langaskexi í kaupstaðn- um, og hann hélt, að Anna Siss væri komin að falÍL Við verðum að fara þangað fljótlega, svo að þú getir orðað þetta með arfinn, svona undir rós, meina ég. Kannski það láti sig með góðu. Og Mikki Jörg- en sem kvað vera trúlofaður og sagt, að stúlkan eigi sand af pen- ingum. . . Ertu ekki að koma, manneskja?“ „Jú, svona bráðum, ekki get ég verið alls staðar", breytti Gjarta út úr sér. Hann var ekki ofgóður til þess að bíða dálitla stund. Hann lék við hvem sinn fingur og hélt áfram að tala á meðan Gjarta háttaði sig — hljóp úr einu í annað og fálmaði til hennar skjálfandi höndum. Gjarta lofaði honum að masa. Hann hagaði sér eins og strákur, karlanginn, þó svo hann tylldi tæp- ast saman lengur, og í fyrramálið var vísast, að hann yrði daufari í dálkinn. Það var samt ekki þann- ig, að Gjarta ætlaði að láta hann þurfa að ganga neitt eftir sér. Hann var hennar lögmætur eigin- maður fyrir guði og mönnum, og hún hálfvorkenndi honum þar að auki í kvöld. Og svo slökkti hún á lampanum og hlammaði sér und- ir sængina hjá honum. Það var mesti skarkali, þegar klukkan sló tólf, og Gjarta rauk upp. Hún var dálitla stund að átta sig, en svo ýtti hún þéttingsfast við manni sínum: „Óli! Óli! Þú verður að fara á fætur. Hestarnir hafa slitið sig lausa og eru farnir að slást“. Óli bylti sér stynjandi og vildi ekki vakna. Hann var dauðþreytt- ur eftir ferðalagið. „Heyrirðu ekki, hvað ég segi, maður? Þú verður að fara á fætur. Þeir geta stórskaðað sig“. Óli reis upp við dogg. „Hver fjandinn er hlaupinn í þig, kona?“ spurði hann ólundar- lega. Honum var hrollkalt. „Hestarnir hafa slitið sig lausa, segi ég. Ég veit ekki, hver ósköpin ganga á“. „Ég heyri ekkert“, sagði Óli. „Þig hefur verið að dreyma'. „Það er eins og vant er. Þú hef- ur þetta þá eins og þú vilt“. Gjárta hallaði sér út af. Óli reri um stund og smjattaði í myrkrinu. Það var vont bragð uppi í honum og sárindi í hálsin- um, og hann var með megnan höf- uðverk. Það var ekki notalegt að vera vakinn svona. Loks klofaði hann þó yfir Gjörtu, drattaðist í buxurnar og kveikti á lukt. Veðrið var orðið skárra. En það var þykkur skafl 'á milli bæjárins og gripahúsanna, og yfir hann varð hann að vaða. Hann brá luktinni á loft, þegar hann kom inn í hest- húsið, svo að hann sæi betur hest- ana. Þeir voru þar, sem þeir áttu að vera — annar lá, en hinn var of gamall til þess að leggjast og svaf þess vegna standandi við jötuna. „Bölvuð vitleysa er þetta“, taut- aði Óli og ætlaði að flýta sér inn aftur. En þá kom Pétur fram fóðurganginn með hamar í hend- inni. Óia varð hverft við. „Hvað er þetta, Pétur — hva . . . “ stamaði hann og horfði á manninn. „Nú er kallið komið, óli“, sagði Pétur ósköp góðlátlega og hóf hamaripn á loft. Óli áibtaði sig á svipstundu. Hann flýtti sér að hengja luktina á nagla. „Fleygðu hamrinum!" hrópaði hann skipandi röddu „eða þú skalt hitta sjálfan þig fyrir, óþokkinn þinn“. Hann hvessti augun á Pét- ur. Hann hafði komið auga á kvísl, sem stóð úti í skoti, og nú gekk hann út á skjön í áttina að henni, en sleppti samt ekki augum af vinnumanni sinum. „Fleygðu hamr- inum frá þér!“ hrópaði hann í ann að sinn. Pétur hristi höfuðið, rauna- mæddur á svip, og færði sig nær. Hann slæmdi höggi til óla og hitti hann á gagnaugað. Fætumir kiknuðu undir honum. Hann hlammaði sér niður í flórinn aftan við hestana með undrunarsvip. Þannig sat hann um stund, studdi flötum lófum á hrossataðið og reri fram og aftur, undarlegur ásýnd- um. Svo valt hann á hliðina. Pétur fleygði frá sér hamrlnum og laut yfir hann. „Óli!“ kallaði hann og hristi hann dálítið. „Ertu veikur, Óli? Svaraðu mér, Óli!“ Það var ásökunarhreimur í rödd- inni. f»egar engin svör fengust af Óla, dró hann karlinn gætilega út að veggnum og lagði eitthvað und- ir hÖfuðið á honum. „Ég sló þig ekki neitt“, sagði hann, þar sem hann stóð álútur yfir houum. „Ég kalla guð til vitnis, að ég sló þíg ekki“. Hann tók luktina og lýsti fram- an í líkið. Svo fór hann inn í bæ. Gjarta sat uppi í rúminu. „Gekk það vel?“ spurði hún. Pétur kinkaði kolli og lét lukt- ina á gólfið. Hann flýtti sér úr föt- unum og lagði þau á tágastólinn við ofninn, þar sem Óli var vanur að geyma fötin sín á nóttunni. Gjarta dró sængina til hliðar, og hann skreið upp í til hennar. Hún var ekki lengur gift, heldur frjáls kona, sem máfcti fara sínu fram. ★ Gjarta var sjö ár í fangelsi, Pét.ur fimmtán. Ættingjar hennar hugsuðu um búið á meðan hún var fjarverandi. En hún var ekki fyrr komin heim en hún lét þá sigla sinn sjó. Hún tók til sín gamlan þurrabúð- armann, og hann vann karl- mannsverkin eins og hún vildl vera láta. Margt hafði breytzt í sveitinni á meðan hún var í burtu. Þeir voru búnir .að byggja stóran vita úti á Dúfunesi, og ljósið sást margar míl ur á haf út í svartasta náttmyrkri. Vitinn gnæfði þarna eins og fing- ur guðs og varaði skipin við hætt- unum, og það sást ekki framar nokkurt rekald á fjörunum. Illt hafði borið upp á: Einn bóndinn hafði drukkið sig 1 hel og annar gengið að heiman. Sumir voru dauðir og aðrir komnir í þeirra stað, og á næsta bæ var bóndinn orðinn ekkill. Og allir, sem uppi stóðu, voru orðnir miklu eldri en þeir höfðu verið. Sjálf sveitin hafði breytzt, kominn á hana annar svip- ur, þó að Gjarta gæti ekki gert sér grein fyrir því, hvað orðið var öðru vísi en áður. „Hún hefur elzt líka“, hugsaði hún. Jörðinni hennar hafði heldur hrakað. Það var auðséð, að Óla hafði ekki notið við. Og þegar Gjarta og gamli vinnumaðurinn gátu ekki orðið á einu máli um það, hvað gera þyrfti, tók hún af skarið: „Svona skal það vera og svona, því að svona hafði ÓIi það alltaf“. Hún hugsaði oft um Óla, og hún gerði það án samvizkubits og iðr- unar, líkt og fólk hugsar um kæra vini, sem komnir eru í gröfina fyr- ir löngu. Og hún talaði oft um hann — stillilega auðvitað eins og þeir gera, er minnast missis síns að liðnum mörgum árum. Fólkið í sveitinni fylgdist nf for- Framhald á 598. sl3u. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 587

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.