Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Blaðsíða 2
 Vorið, sem nú er orðið að sumri, hefur verið einkar milt öllum landsins gróðri, þótt þurrkar syðra og nokkur kuldi nyrðra hafi dregið úr sprettu síðustu vikurnar. Nú munu tíu eða fimmtán ár síðan tún hænda mega heita laus við nýtt kal, og gömlu kalsárin gróa óð- um, einkum ef að þeim hefur verið gert með réttum hætti. Við höfum fengið gott sumar eins og við minnumst þeirra frá árunum fyrir 1S50. Þeir, sem áttu leið um Rang- árvelli um síðustu helgi — og þeir voru býsna margir — fengu að sjá í sólvindinum kvik mynd af því, hvernig landið eyð- ist og grær í senn. Um sand- ana bylgjuðust öx og föx í þeyn um, en samt átti þessi gróður fullt í fangi með að verja jarð- veg sinn, og sást sums staðar rjúka úr sæmilega grónu landi. Þar sem enginn gróður var, skóf sandana eins og snjój vetrarbyl. Að morgni sunnudags voru jöklar spegilheiðir og fjallasýn töfrum slungin. En þegar leið á dag breyttist myndin. Fjöll og jöklar huldust moldarmósku, og loks var sem sæi í mórauð- an vegg inn til landsins. Þetta mistur lagðist alveg niður und- ir byggðÍT. Landið var að fjúka. Þannig sýndi þessi kvikmynd náttúrunnar okkur hin stór- brotna leik þeirra afla, sem skapa og eyða, byggja og rífa niður, hina átakamiklu baráttu eyðingar og sköpunar, sem þó fellur stundum í sama farveg. Ef gróðrarstarf síðustu ára á söndunum hefði ekki verið unnið, hefði allt Rangárþing verið í einu kófi þennan dag eins og óbyggðirnar innar. Þá hefðu engin græn og bylgjandi sandatún glatt augað, engar bústnar nautahjarðir reikað þar um og safnað holdum. Hið mikla landgræðslustarf síðustu ára er sigursælt varnarstríð, sem bendir hiklaust til þess, að þeir sigrar geta tífaldazt, ef við göngum aðeins feti framar. En þrátt fyrir augljósa sigra þessarar varnarbaráttu, segja gróðurfræðingar, að við höld- um ekki í horfi og landið sé að fjúka frá okkur. Sá sem horfði til fjalla úr Rangárþingi á sunnudaginn var, þarf varla að láta segja sér það tvisvar, svo hrikaleg sem sú sönnun var. Staðreyndin mun þó vera sú, að þótt við höldum ekki í horfi í heild, vinnur gróðurinn ótvírætt á á láglendi. Og sú sókn, sem Ungmennafélög ís- lands og landgræðslan hafa ----- sameiginlega hafið á hálendinu, mun von bráðar snúa taflinu við. Þá má augljóst telja, að þetta verði mikið og gott skógarár. Vorið var ungskógi milt um allt land, engar frostnætur eftir | hörpuvorið. Þeir sem leggja leiðir sínar um skógargirðingar sbógræktarfélaganna víða um land þessa daga, hljóta að fyll ast bjartsýni um framtíð ís- lenzkra skóga. Víða eru nú all- stórir lundir nýrra skóga, sem komnir eru úr frumbernsku og yfir erfiðasta og hættulegasta hjalla vaxtarskeiðsins og hljóta | að verða að myndarlegum skóg | um, sem það Jiafn bera með | fullum rétti, á næsta áratug. | Trúin á sitkagrenið hlýtur nú að vaxa að nýju. Margir aðilar og félög vinna nú að gróðurmálum. Þeir þurfa að samhæfa krafta sína, og eitt brýnasta verkefni þeirra allra er að sannfæra þjóðina og Al- þingi um það, að skylt sé að verja ákveðnum hundraðshluta þjóðartekna til landsins, til verndar því og viðhalds gróðri til varðveizlu fegurðar þess og baráttu gegn spillingaröflum mengunar og yfirgangs. Meta verður, hver sá hundraðshluti á að verða, en Alþingi á síðan að setja hann sem sjálfsagðan hlut á ríkisfjárlögin. Þetta á ekki að draga úr áhugamanna starfi, heldur efla það og marg- falda afköst þess. Um þetta eiga gróður- og verndarfélög lands ins að sameinast í harðri bar- áttu fyrir þessum sjálfsagða rétti landsins og framtíðarinn- | ar. — AK. sn T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.