Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Blaðsíða 19
KRISTINN KRISTJÁNSSON: Hugdettur við heimskautsbang i Ég held, að það hafi verið í fyrra- haust, að útvarpið endurvarpaði lýsingu á björgun manna, þegar togarinn Jón forseti fórst skammt frá Reykjanesvita. Það er óhætt að segja, að hið hörmulega sjóslvs, ásamt ótal mörgum öðrum, vakti þjóðarsorg á sínum tíma. En þeg- ar ég hlustaði á þessa endursögn útvarpsins, vaknaði hjá mér enn umhugsun um eina hugdettu mína. Ég mæltist einu sinni til þess við Davíð Ólafsson, sem þá var forseti Fiskifélags íslands, að hann kæmi á framfæri fyrir mig þremur hugdettum. Var loftbáturinn ein af þeim, en lýsingu hafði ég skrif- að á tveimur öðrum. Það getur verið, að þessar lýsingar mínar hafi verið ónógar og kannski barna legar. En þær voru báðar sprottn- ar af þessum draumórum mínum eða í sama smiðjuaflinum. Þarna rétt áður voru það orðin landfleyg orðtök, að til væri heill kirkjugarður af skipum og manna- beinum við Reykjanesröstina eða út af henni. Þá höfðu þau sorgar- tíðindi gerzt árlega og stundum oft á ári, að fiskiskip okkar, bæði ný og gömul, sukku þar með allri áhöfn. Þó að ég sé nú búsettur eins langt frá Reykjavík og komizt verður, hvorn veginn sem farið er, býst ég við, að ég hafi fylgzt eins vel með þessum sorgartíðindum og aðrir á landinu. Og ég held, að það sé mannlegast af öllu mann- legu að reyna að finna ráð við slíkum hörmungum sem öðrum. Þessum lýsingum mínum fylgdi ómerkileg rissa af flotbátnum. Önnur hugdettan af hinum tveim var á þá leið, að unnt myndi vera að skjóta eins konar pappa- flösku, sem gæti tekið allt að því lítra af notaðri smurningsoiíu úr rakettubyssu. Skyldi skeytið vera oddmjótt eins og byssukúln, og hugsaði ég mér þá, að korktappi væri í botni skeytisins og skyidi hann vera krossbundinn eins og oft var gert. Úr tappanum lægi svo nokkurra metra löng grönn snúra, og í enda liennar væri blikk- kringla og snúran dregin gegnum gat í henni miðri og hnýttur bnút- ur að. Ég hugsaði mér þetta notað þannig, þegar til dæmis stormur og stórsjór væri beint af hafi, skyldi maður skjóta þessu skeyti úr nokkru stærri rakettubyssu en gerist. Skeytinu myndi vera komið fyrir í patrónu, þar sem þykkt for- hlað væri haft fyrir púðrinu, eins og jafnan er. Þá myndi maður láta þessa blikkplötu fyrst á þetta íor- hlað og hringa síðan snúruna nið- ur í tappanum. Þegar skeytið hef- ur verið fyllt af olíu, myndi mað- ur þrýsta tappanum þétt i botn skeytisins. Meiningin er sú, að þeg- ar skeytið klýfur loftið, þá sé tapp- anum þrýst svo fast í það og plat- an ekki höfð stærri en það, að meðan hún klýfur loftið á eftir skeytinu þá haldist tappinn í því. En þegar skeytið fer í sjóinn og platan á eftir, á mótstaðan að vera þeim mun meiri í sjónum en í loft- inu, að tappinn fari úr. Fellur þá innihald þess í sjóinn. Vitanlega þarf að láta reynsluna kenna mönnum það, hve plat- an á að vera stór og tappinn fastur í skeytinu. Þegar þýzka lierflugvélin fyrir- fór sér hér um árið, í Leirhöfn sóttu bræður mínir, Sigurður og Helgi, mennina tvo, sem einhvern veginn voru búnir að baksa í land eina sextíu faðma, á hest- um út að Bangsaþúfu, en Kristján, sonur minn, sótti hina tvo á báti. Annar þeirra var á botninum á gúmbáti, sem var fast- ur við flugvélina, en hinn var að væflast í sjónum. Allir þessir menn voru 1 úlpum, sem voru tvö- faldar og loftheldar allt niður fyrir handvegi. Stóð þar eins og pípu- munnstykki upp úr brjóstvasa, þannig að maður gat beygt sig og blásið í þann hluta stakksins, og var þá stakkurinn eins og hver ann ar bj örgunarhringur. Þegar þessir menn komu hing- að heim til okkar í Nýhöfn, lét kona mín þá fara úr hverri spjör á stofugólfinu og fékk þeim þurr nærföt og handklæði. Lögðust þeir þannig niður í rúm, en skyldu all- an hjúpinn eftir á gólfinu. Ekki veit ég hve stakkurinn var þungur, en ekki var hann minna en þrjátíu til fjörutíu kílógrömm. Hann mátti heita þéttsetinn vösum. í honum var skammbyssa mikil, rakettubyssa og ótrúlegur fjöldi af rakettupatrónum. Við skutum þessum rakettupatrónum okkur til gamans um næstu áramót og oftar hér úti á höfnina, og kom það þá upp, að margs konar innlegg var í atrónunum annað en eldsneytið. sumum þeirra voru hvítir og öðrum gulir klútar, ívið stærri en vasaklútar. Ef maður skaut þess- um skotum mikið upp og fram á höfnina, skyldu þau eftir glögg og greinileg merki á sjónum með þessum klútum. Merkilegast við þetta var þó það, með hve lærðum kúnstum klútar þessir höfðu verið brotnir saman fyrir framan forhlaðið. Að þeir skyldu koma þannig niður á jóinn, að engu var líkara en manns- hönd hefði breitt þá þar kirfilega. Ég gæti trúað, að þessir klút- ar hefðu verið ofnar úr eingirnis- næloni. Ég þreifa á því, þegar ég leysi upp botnvörpuslitur, sem hafa borizt hér á rekana, séu þau úr gróftættum tuskum og hafa þvælzt lengi í hnútklemmunni, hef- ur garnið hneigð til þess, eftir að hafa verið leyst, að rétta úr sér. Má vera, þótt klúturinn hafi verið margbrotinn saman til að geta kom- izt ofan í patrónu, hafi í hon- um verið það fjaðurmagn, að þeg- ar hann kom aftur út í frjálsræð- ið úr rakettuskotinu, að hann gæti spyrnt sér sundur úr brotunum, svo að hann legðist sléttur á haf- flötinn. Það liggur Ijóst fyrir, að gagns- I lítið er að hella olíu í sjóinn út ! frá strönduðu skipi, þegar storm- j urinn stendur af hafi og stórsjóarn- i ir bylja jafnóvægilega á strönduðu ! T í M I N N — IKJNNUDAGSBLAÐ 595

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.