Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Blaðsíða 10
vo fór hann að tína fram smá- gjafir. Hann kom með ilmvatns- glas og hárautt kaupstaðarband í sunnudagaklukku handa Gjörtu og væna hönk af munntóbaki handa Pétri. Það lyftist á þeim brúnin, þegar þau sáu gjafirnar, og Gjarta kyssti Óla, og Pétur þakkaði fyrir sig með handabandi. Óli var líka léttur ,á brúnina. Hann leit hreyk- inn í kringum sig, því að hann fann, að hann hafði rutt sig. „Hefur þú svo eitthvað til þess að reka í snjáldrið á manni, Gjarta?“ spurði hann með lát- bragði þess manns, sem veit, að hann er konungur í ríki sínu. Þannig hafði hann heyrt mann komast að orði í kaupstaðnum. „Nú, orða þeir það þannig?“ sagði'Gjarta og virti karl sinn fyr- ir sér. Hann var glaðhlakkalegur í kvöld, rétt eins og hann væri orðinn ungur í annað sinn, og hún gat ekki að því gert, að hún hýrn- aði við þetta. „Ekki er svo sem að spyrja að því, hvað þeim dettur í hug í kaupstaðnum“. „Og nú eru þeir byrjaðir að temja flær — svo satt sem ég stend hér“, sagði Óli. „Það kvað hafa verið þar flóasýning núna á dögunum. Ja, þetta sögðu þeir“. „Það hlýtur að vera lygi“, sagði Pétur og starði á hann opinmynnt- ur. Eða hafði honum misheyrzt? „Lygi! Kaupmaðurinn hafði þó verið þar sjálfur, sagði hann mér. Flærnar voru spenntar fyrir litla vagna, og ein flóin var ekill. Væru þær teknar og látnar inn í vasaúr, skriðu þær upp á sekúnduvísinn og létu hann snúast með sig. Það er aldeilis fáheyrt, hverju menn geta fundið upp, skal ég segja þér“. Vinnumaðurinn hló svo dátt, að það lá við, að hann ylti út af bekknum, en Ólj reigði sig á miðju gólfi. „Ætli þeir aki ekki næst til tunglsins á flóavagn?“ sagði hann hæðnislega. Honum var alltaf í nöp við kaupstaðarfólkið og uppá- tæki þess. „Það er naumast, að þið eruð kátir“, sagði Gjarta, sem nú kom með steikarpönnu í hendinni fram- an úr eldhúsinu. Hún lét þrjá tré- kubba á mitt borðið og setti pönn- uaa á þá. Hún hafði hitað flesk- leifar, og karlmennirnir sugu upp í nefið, því að lyktin var .góð. „Ég var að segja Pétri sögur.a af flónum", sagði Óli, og endurtók frásögn sína um það, hvernig 5*4 flærnar drógu vagn. Gjarta lét ekki hlaupa með sig í gönur — hún var alvörugefin að eðlisfari. „Að þeir skuli geta tamið flær“, sagái hún undrandi — „eða bara náð þeim aftur, þegar þær sleppa. Mér veitist nógu erfitt að ná þeim milli fingranna einu sinni, Og mik- ið mega þeir fara varlega með þær að fótbrjóta þær ekki eins og þær eru þó litlar í samanburði við mannshöndina". „Þeir setja kannski á þær tré- fót í staðinn", sagði Pétur — hann var ekki vanur að hafa gamanyrði á hraðbergi, og nú gaut hann aug- unum spyrjandi til Óla. „Þeir eru vísir til þess, helvítin á þeim“, hrópaði Óli. „Ætli þú gætir ekki komizt í þá smíða- vinnu?“ Hann sló í borðið, rak hausinn aftur á herðar og skelli- hló. Þeir átu með spæni af pönnunni. Þann sið hafði vinnumaðurinn komið með norðan úr landi, þar sem hann hafði alizt upp. Fyrst mæltu þeir ekki orð frá^ vörum, en hláturinn krimti enn' niðri í þeim. „Já, kona“, sagði Óli eftir langa þögn — „þar geturðu loks losnað við þær með hægu móti. Við förum í kaupstaðinn í fyrra- málið með fullan vagn — ég trúi ekki, að þeir slái hendinni á móti þeim, þó að þær séu af þér“. Hugurinn var enn við flærnar, og þetta voru nokkurs konar eftir- hreytur. En Gjarta fékkst ekki til þess að brosa. „Þær hafa, guði sé lof og þökk, ekki hundsað mig hingað til“, sagði hún. „Maður er enn við bærilega heilsu, þó að ég segi sjálf frá“. Og um leið barði hún þrisv- ar undir borðið. Óli stóð upp frá matnum hálf- étnum og fálmaði skjálfandi hönd- um inn í veggskápinn. Tungu- broddur var á iði milli varanna. Hann var hvað eftir annað búinn að hafa hönd á brennivínsflösk- unni og láta hana inn svo aftur, er hann skellti henni loks á borð- ið með hressilegum tilburðum. „Við verðum að hita okkur fyr- ir brjósti í svona veðri“, sagði hann og hellti í glas handa Pétri. „Guð veri með vesalingunum, sem eru á sjó í nótt“, sagði Gjarta — „það er komið ofsaveður“. Hún þrýsti nefinu upp að rúðunni og reyndi að skyggnast út. En það hafði hlaðizt utan á hana snjór. „Já. Þeir fá einhverjir heimfar- arleyfið í nótt“, sagði Óli og ók sér í sætinu. „Þeir eiga ekki sjö dagana sæla, sem eru á sjó í þess- um vetrarveðrum". Það hrikti í húsgaflinum í rok- unum, og vindsveipirnir dönsuðu við húshornið. Það brakaði í þak- inu og hvein og söng í öllu — hvert hljóðið rak annað. Og undir- spilið annaðist hafaldan, sem æddi á land í sífellu af slíku afli, að jörðin nötraði. Allt í einu heyrðist druna em- hvers staðar úti. Gjarta hörfaði ótta slegin frá glugganum. „Hvað var þetta?“ sagði hún og leit á mennina til skiptis. / „Það var skot, einhver í nauð- um“, sagði Óli. „Það er skúta strönduð þarna niður frá, sjálf- sagt við Dúfunesið. Ekki verða þeir þungir á fóðrunum hér eftir, garm- arnir . . . Jæja, ætli maður fari þá ekki að skríða í bólið?“ Hann byrjaði að tína af sér spjarirnar við ofninn, og Gjarta fór að krossa húsið fyrir nóttina. Pétur bauð góða nótt og ramb- aði út. „Þú manst eftir að gefa hest- unum svolitla tuggu til viðbótar“, kallaði Óli á eftir honum. Pétur brá sér inn í skemm- una og tók þar öxi, en sneri jafn- skjótt við og tók lítinn hamar í stað axarinnar. Axareggin var svo hvöss, að hann kunni ekki við að nota hana. Svo fikraði hann sig yfir í hesthúsið í myrkrinu, gaf hestunum væna tuggu og lagðist síðan sjálfur í hálminn. Hann fann, að hann myndi ekki geta fengið sig til þess að gera Óla nokkurt mein. En hann lá samt kyrr, þar sem hann var kominn, og eftir litla stund var hann steinsofnaður. Óli var kominn í rekkju sína og fitlaði við böndin á sængurverinu. Þegar Gjarta kom, fór hann að gera að gamni sínu við hana: „Það fer bezt um mann, þegar maður er kominn upp í — rúmið er hentugasti staðurinn ás þessum tíma sólarhringsins, einkanlega eigi maður gott í vændum. En ekki get ég annað en furðað mig á því, hvað þeir eru að gera núna hinu megin á jörðinni, því að nú hlýtur hausinn á þeim að hanga niður.“ Það krimti ofurlítið í hon- um. „Þegar ég var lítill, hélt ég helzt, að þeir væru bundnir í rúm- in . . . Eftir á að hyggja þá hitti T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.