Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Blaðsíða 7
fleyglferð munnvikja A milli.
„Ætli við gætum bætt á hann ein-
um eða tveimux pokum“? sagði
hann um leið og þreif þéttings-
fast í pírálana eins og til að vita,
hvað þeir þyldu. „Heldurðu, að
það sé vogandi“?
Vinnumaðurinn var ekki frá
því. „Þú ert varkár ekill“, sagði
bann.
Þeir fylgdust að út í skemmuna,
og Óli hjálpaði vinnumanninum til
þess að snara kartöfiupoka upp á
öxlina á sér og elti hann síðan að
vagninum, gömlum og laslegum,
til þess að hafa auga með því, að
hann fleygði pokanum ekki of
harkalega frá sér. Hann vissi víst
ekki afl sitt, þessi maður, hugsaði
Óli og gretti sig.
Vinnumaður hengdi krús með
vagnáburði á milli afturhjólanna,
og Óli tók hér og þar í böndin
& hlassinu. Síðan fór hann inn til
þess að fá sér síðustu næringuna,
áður en hann hætti sér út á þjóð-
veginn. Gjarta var ekld inni, og
hann var þá ekki að hlaupa á eft-
ir henni út í þvottahús, þó að hann
hefði ekkert haft á móti því að
kyssa hana annan kveðjukoss. En
maður mátti líka gæta sín að gera
ekkl of mikið með þetta kvenfólk.
Hann lét því nægja að opna vegg-
skápinn. Þar stóð kandísskál, sem
hann tæmdi í kápuvasa sinn, nema
hvað hann stakk tveimur eða
þremur molum upp í sig. Síðan
tvívafði hann heiðgulum trefli sín-
um um hálsinn. Vinnumaðurinn
beið úti og hélt í hestana. Þetta
var eins og herramaður væri að
fara í kaupstaðinn — herramaður,
— ó já.
Gjarta var eitthvað að amstra í
þvottahúsinu, en leit út um dyrn-
ar annað veifið: Hvað var karlinn
að hringla — ætlaði hann aldrei
að komast af stað? Hún snaraði
sér inn, þegar henni fór að leið-
ast biðin, og þar stóð þá Óli og
studdi höndunum á borðið, allur
samanskroppin eins og gamall og
auppgefinn hestur. Það var skelf-
ing að sjá, hvernig höfuðið riðaði.
„Ert þú hér enn, Óli?“ sagði
hún kuldalega. „Bölvaður draugur
geturðu verið, maður“.
Þá rambaði Óli út og steig upp
í ekilssætið. Það hrikti í gamla
vagninum, þegar hann drattaðist
loks af stað.
Vinnumaðurinn stóð við húsgafl-
inn og horfði á eftir húsbónda sLn-
um. Það komu djúp hjólför I sand-
inn. Krúsin með vagnáburðinn
dinglaði fram og aftur milli aftur-
hjólanna, vagninn riðaði og sjálfur
riðaði Óli. Það riðaði allt eins og
höfuð á fávita.
Vagninn hvarf bak við furulund-
inn. Pétur stóð enn á hJaðinu og
þuklaði á sér holdugt niðurandlit-
ið. Hann var orðinn þunnhærður,
og höfuðið var óvenjulega stórt.
Rúmtakið var meira en hvað í því
var, því að honum hafði hlotnazt
höfuð, sem var vel við vöxt fyrir
gáfurnar. En sú vitglóra, sem hon-
um var gefin, birtist eins og for-
vitnisglampi í augunum, og það
gaf andliti hans dálítið líf. Hann
var feitlaginn og vel á sig kominn,
góðlátlegur maður, sem virtist
helzt hafa löngun til þess að eiga
náðuga daga.
Honum varð það fyrst fyrir að
draga sig inn. Hann saup á gulri
leirkrúsinni og settist svo við ofn-
inn. Hann ætlaði að þurrka sokk-
ana sína. Ofninn hvæsti í hvert
skipti sem votir sokkaleistarnir
snertu heitt járnið, og það gaus
upp sviðalykt.
Hann sá, að Gjarta var á ferli
úti við og stefndi að hlöðunni —
líklega var hún að gá að honum.
En það fór svo vel um hann þarna
inni í stofunni, að hann nennti
ekki að standa upp. Ætlaði hún
rataði ekki inn? Innan skamms
kom hún til baka og fór inn í
þvottahúsið. Hann heyrði, hvað
hún hafði fyrir stafni. Tréskómir
hennar smullu á gólfinu, og svo
heyrði hann skvamp í vatni og
skörunginn slást í járn. Loks kom
hún inn.
„Situr þú hér, Pétur“, sagði hún
og staðnæmdist við ofninn. Hún
hafði stytt sig, og það lak vatn úr
pilsfaldinum. „Þú brennir sokkana
þína, maður“.
„Mér var orðið kalt á kjúkun-
um — þeir eru rennblautir".
„Þú getur fengið þurra sokka
af Óla. En láttu hann samt ekki
sjá þá á þér. Það er nú andskoti,
hvað hann getur rekið augun í
allt“. Hún dró út skúffu, þar sem
hún geymdi plöggin, tók þar upp
þykka sokka og fleygði þeim til
Péturs. Svo krosslagði hún hend-
urnar og horfði á hann hafa sokka-
skipti. „Það eru aldeilis stólpar
undir þér“, sagði hún.
„Já, lappirnar duga mér, ef þú
vilt vita það“.
Gjarta brosti við og gekk að
borðinu. „Þarna hefur Óli þá svín-
að út borðið í annað sinn — Sv**n
ég er lifandi manneskja", sag8l
liún og strauk öl af borðshorninu
niður í krúsina. „Hann fer að verða
skjálfhentur, þykir mér“.
„Hann er orðinn gamall maður,
karlanginn“, sagðí Pétur með af-
sökunarhreim í röddinni.
„Sextugur — það er svo
sem ekki hár aldur. Hann getur
vel lifað lengi enn, kannski orðið
níræður. Komist fólk á þennan
aldur, veit enginn, hvað lengi það
kann að tóra“.
Pétur svaraði ekki — hann átti
fullt í fangi með að reikna dæmið,
sem Gjarta hafði lagt fyrir hann.
„Þá verður þú orðin gömul kona,
Gjarta“, sagði hann loks.
„Og ætli þú verðir ekki farinn
að fella af líka?“ svaraði hún.
Þau þögðu bæði drykklanga
stund. „Nú skulum við fá okkur
kaffi“, sagði Gjarta svo. Venjulega
var brenndur rúgur notaður á ket-
ilinn að mestu leyti, en væri þetta
soðið rækilega, gat það orðið bezta
kaffi. Nú sótti hún mjólkurskál
fram í búr, losaði rjómann, sem
sezt hafði ofan á, frá barminum
með fingrinum og hellti honum í
bollana. En kandísskálin var tóm,
þegar til hennar átti að taka —
„þarna er Óli lifandi kominn“,
sagði hún gremjulega.
„Já, hann þarf eitthvað að hafa
að sjúga — það gengur þannig
með menn í ellinni“, sagði Pétur.
Gjarta svaraði ekki. Hún sótti
ofurlítinn poka með kandíssykri
fram í búri og lét fáeina ströngla
úr honum á borðið fyrir framan
vinnumanninn. Hann tók þá hvem
af öðrum, stakk þeim upp í sig,
beit þá sundur með jöxlunum og
lét þá svo hrynja út úr sér niður
í sykurskálina.
„Þakka þér fyrir kaffið“, sagði
hann, þegar þau höfðu drukkið
nægju sína, og stóð upp um leið.
„Og svo fæ ég kannski að rétta
þér trantinn". Hann laut yfir hús-
móður sína og þurrkaði sér kurt-
eislega um munninn með handar-
bakinu. >
„Ætjarðu að fara að vera með
einhverjar sleikjur eins og sá strút
ótti, þegar hann þarf að þrífa
ónefndan stað,“ sagði hún kulda-
lega. „Ég vil geta horft óbangin
framan í hann Óla á meðan við
höngum þetta saman, skal ég segja
þér. Ég er heiðarleg kona, skaltu
vita“. Hún hvessti á hann augun
án allrar miskunnar.
TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ
S83