Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Blaðsíða 22
ingsár þín, og breyt þú eins og hjartað leiðir þig og eins og augun girnast. En vit, að fyrir allt þetta leiðir guð þig fyrir dóm. Og hrind burt gremju frá hjarta þínu og lát eigi böl koma nærri líkama þínum, því að æska og morgunroði lífsins eru hverful. Og mundu eft- ir skapara þínum á unglingsárum þínum, áður en vondu dagarnir koma og þau árin nálgast, er þú segir um: Mér líka þau ekki — áður en sólin myrkvast og ljósið og tunglið og stjörnurnar og áður en skýin koma afiur eftir regnið, þá er þeir skjálfa, sem hússins geyma, og sterku mennirnir verða bognir og kvarnarstúlkurnar haf- ast ekki að, af því að þær eru orðnar fáar, og dimmt er orðið hjá þeim, sem líta út um gluggana, og dyrunum út að götunni er lok- að, með því að hávaðinn í kvörn- inni minnkar, og menn fara á fæt- ur við fuglskvak, og allar söng- konur verða lágróma, þá eru menn og hræddir við hæðir, og þá eru skelfingar á veginum, og möndultréð stendur í blóma, og engispretturnar dragasi áfram, og kaperber hrífa ekki lengur, því að maðurinn fer burt til síns eilfðarhúss, og grátendurnir ganga um strætið — áður en silf- urþráðurinn slitnar, og gullskálin brotnar, og skjólan mölvast við indina, og hjólið brotnar við brunn- inn, og moldin hverfur aftur til jarðarinnar, þar sem hún var áður, og andinn til'guðs, sem gaf hann“. Hér bætir Predikarinn svo við að sínum hætti: „Aumasti hégómi, segir prédikarinn — allt er hégórni". ÖRLÖG Framhald af 587. sí3u. vitni með háttum hennar — beggja handa járn var hún óneit- ariiega. Sumir höfðu trúað því, að hún kæmi brennimerkt á enni heim úr tukthúsinu, en aðrir gerðu sér ekki jafnljósar hugmyndir um gamla tukthúsfanga. Það hafði samt þótt viðbúið, að hún væri orðin gróf í tali og farin að tyggja tóbak, ekki ósennilegt, að hún væri orðin vön áflogum og hirti bað, sem lægi á vegi hennar. En inn var ekki fyrii vonbrigðum öðr- um fremur. Það var ekki að sjá, að nein breyting hefði orðið á Gjörtu. Pólk hafði þó auga með henni nokkurn tíma, en svo fóru fátæk- ar konur að heimsækja hana og betla hjá henni mjólkursopa. Þær héldu fyrst, að þær væru að gera henni einhvern sóma, og bjuggust þess vegna við, að þeim yrði vel til fanga. En Gjarta gaf þeim bara eins og hún hafði gert áður — ekki ögninni meira. Viðmót hennar var nákvæmlega eins og það hafði ver- ið. Og á laugardögum gaf hún þeim kaffikorg, það hafði hún líka gert áður fyrr. Gjarta hafði engum stakkaskipt- um tekið. Hún hafði aldrei blandað mjög geði við annað fólk í sveitinni, og hún leitaði ekki eftir kynnum við það nú. Enginn komst í klípu af þeim sökum. En til kirkju fór hún annan hvern sunnudag, væri bara messað, og svaf undir predikun- inni eins og ekkert hefði í skorizt. Það var sama sætið og sami text- inn og áður. Hún var sjálfri sér lík. Gamli þurrabúðarmaðurinn, sem hún hafði ráðið til sín, hugs- aði sitt, og einn góðan veðurdag fór hann á fjörurnar við hana. En Gjarta rak hann öfugan frá sér. Tveir urðu til þess að biðja hennar á kristilegan hátt — annar hálf- gerður vandræðagemlingur, en hinn maður, sem vel mátti una við, þó að hann væri fátækur eins og kirkjurotta. Hún vísaði þeim báð- um á bug. Það var erfitt að átta sig á henni. Árin liðu, sjö löng ár og ströng, og fólk var hætt að hugsa um Gjörtu. Á áttunda ári fór hún að spyrja póstinn um bréf frá kóng- inum, og einn góðan veðurdag beitti hún hestum fyrir vagn og ók í kaupstaðinn. Hún sat sjálf í ekils- sætinu, og það spurðist fljótt, að erindi hennar væri að sækja Pét- ur. Þau voru líka tvö í framsæt- inu. er hún kom aftur. Þannig varð Pétur bóndi á Sönd- um. Hann hafði bæði elzt og lagt af í tukthúsinu, og nú var hann orð- inri sinaber. Hann var dálítið lot- inn, og sinarnar aftan á hálsinum Lausn 24. krossgátu voru öllu gildari en eðlilegt g<a| heitið. En hann var duglegur tö. verka, meira að segja sæmilegá bókfær orðinn, og sama góðmenn- ið var hann og áður. Þau Gjarta ræktu vel öll sín störf. Þeim kom mætavel saman, og þau urðu samferða til kirkju. Langur aðskilnaður hafði engu breytt, og það, sem hent hafði, varpaði ekki neinum skugga á líf þeirra. Það hafði borið upp á, er fram varð að ganga, og það hafði ekki fengið meira á þau heldur en þegar slátrað var til hátíðanna. Þau spjölluðu oft um Óla, sem dáið hafði með snöggum og sorg- legum hætti, en véku ekki að því, hvernig það hafði gerzt. Og þau lögðu bæði hönd að því að snyrta leiðið hans eftir þörfum. Nú eru þau orðin gömul, og þessi öldruðu hjón eru ánægð hvort með annað og vilja ekki hvort af öðru sjá til langframa. Sá, sem kemur ókunnugur í sveitina, getur ekkert óvenjulegt lesið út úr hrukkóttum andlitum þeirra. Og fólkið í sveitinni hefur ekki heldur orð á neinu. Það hefur ætíð verið föst venja í sveitinni að þegja um atburðinn á Söndum við að- vífandi fólk. Það eru bara þeir, sem orðið hafa siðmenningunni að bráð, er tala með hryllingi um þennan atburð. Örlögin burðast ekki með neitt taugakerfi. Þau halda sitt strik, líkt og þegar járnbrautarlest ekur yfir mann, sem orðið hefur seinn fyrir á teinunum. Það er á hæsta lagi, að vagnarnir í lestinni vaggi ofurlítið. Annars veit enginn af því. J.H. þýddi. #4» Ltfifiam LA H 11 Pt/n W WS L# S/fS inu sn ** tiAttn f'isti gk 'csarrit A $9£rr n? 6r*nstet r/Si .........te js NAR JM T8 _ PAGgfti snnust. . Æ flt r NNNNtn ... L.A ANA tt *V jsu&tn fw * * ' títANAB iB i**r k. 'tuuu. 9 8 B A NA8 598 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.