Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Síða 3
Sigurður Guðiónsson: Smásaga
H A L L A
Hún var gangastúlka á Hvítaband-
inu. Hún var há vexti og glæsileg með
fallega fótleggi, sem ég horfði oft á,
þegar ég talaði við hana. Hún var
dökkhærð og snöggklippt og með
dálitlar freknur i andliti. Það gaf henni
vingjarnlegt yfirbragð. En hún hafði
litil brjóst.
Ég sá Höllu fyrst fimmtudaginn 10.
desember, sama daginn og ég kom
niður á Hvitaband. Hún kom upp i her-
bergi til min til aðkalla mig i kaffi:
— Gerðu svo vel, og vertu velkom-
inn'.
— Þakka þér fyrir, sagði ég og virti
hana fyrir mér ofan frá og niður úr.
Helviti ertu falleg. Hefurðu sofið hjá?
Siðan frétti ég, að hún væri gift og
ætti fjögurra ára dóttur. Þá þurfti ég
ekki að spyrja lengur.
Verk Höllu var i eldhúsinu. Þar tók
hún til matinn og brauðið, eftir þvi
sem við átti og ók þvi inn i matstofu á
þar til gerðum vagni. Eftir máltiðir
vaskaði hún upp og þurrkaði. Hún tók
einnig til i herbergjunum. Og hún var
anzi fljót aö þvi. Þó langar mig til að
halda, að hún hafi gert það vel. En
þetta var ekki hennar eina verk. Hún
var flink við hárgreiðslu og greiddi oft
kvenfólkinu, þegar þvi lá litið á. Sú at-
höfn fór fram i litlu stofunni og var
hátiöleg stund. Þá ræddi hún af djúpri
alvöru.um vandamál lifsins og rök tii-
verunnar. Hún virtist hafa miklu meiri
ánægju af þessu en starfi sinu i eldhús-
inu. Það gat ég vel skilið. Ég held hún
hafi verið löt að eðlisfari. Það þótti
mér vænt um.
Ég kynntist Höllu litið fyrstu vikurn-
ar. en þegar ég útskrifaöist, var hún
orðin bezti spaugsvinur minn i húsinu.
Næst bezta skemmtun min á Hvita-
bandinu var að ræða við hana. En upp-
áhaldsskemmtun min var að horfa á
Ljósku, þegar hún var komin i stutt
buxurnar.
Én mér varð fljótlega ljóst, að hún
hafði ekki. mikið álit á mér. Hún hafði
kannski minnst álit á mér af öllum i
stofnuninni. Hún var raunsæ. Hún
hafði unun af þvi að gera litið úr mér.
Og henni varð vel ágengt. Hún kom
með lúmskar og lævisar hártoganir og
útúrsnúninga á öllu, sem ég vogaði að
láta út úr mér, sem var nú ekki mikið
undir lokin. Og það sárgrætilegasta
var það, að ég varð oftast nær að éta
skömmustulegur vitleysuna ofan i
mig. Hún hafði yfirnáttúrulegan hæfi-
leika til að koma öðrum á sina skoðun.
Hún vissi lika af þvi.En þegar hún var
búin að snarsnúa manni, var hún vis til
að tala fyrir þeirri ólánssömu skoðun,
sem ég var að burðast við að rcyna að
verja. Og það hófst nýtt strið.
Hún var feikn rómantisk. Og róman-
tik hennar var ólm og villt og eldrauð.
Sérstaklega var hún rómantisk i ásta-
málum og varð oft sárlega hneyksluð á
virðingarlausu hjali minu um þau efni,
sem reyndar var beinlinis- stefnt gegn
henni. Hún hafði gaman af öllu, sem
varsvolitiðskrýtiðogóvenjulegt, og sá
sjálf heiminn oft og tiðum i skemmti-
legu og sérstæðu Ijósi. Það þótti mér
mikið til um.
Einn kost hafði hún, og það var
kannski eini kostur hennar: hún kjaft-
aði ekki frá. En kannski vakna ég við
það i fyrramálið, að hún hafi blaðrað
öllu, sem ég sagði henni.
Halla var mikill heimspekingur. Og
það var eins og hún væri alltaf að
hugsa. Það var gaman að horfa á hana
vinna, þegar hún sá ekki til. Hún vann
verk sin eins og vel smurð maskina, en
virtist enga athygli veita þvi, sem
fram fór i kringum hana. Hún stein-
þagði og var feikn alvarleg i framan,
eins og öll synd heimsins hvildi á herð-
um hennar. Hún var oft svo utan við
sig, að hún hrökk i kút, þegar maður
yrti á hana. Svo spurði hún einhverra
spennandi spurninga. Þá vissi maður,
hvað hún hafði verið að hugsa.
Eitt sinn spurði hún: Vildirðu-vera
kona?
— Já.Vændiskona.
En henni fipaðist ekki i sinum heim-
spekilega þenkimáta. Nú varð ég að
útlista nákvæmlega, af hverju ég vildi
vera vændiskona. Það var býsna er-
fitt. Og ég held henni hafi ekki þótt
rökin sannfærandi.
Oðru sinni skellti hún þessari spurn-
ingu framan i mig: Hvar er sálin i
mönnum?
— 1 maganum, svaraði ég án þess að
hugsa mig um.
f maganum? át hún eftir mér von-
svikin.
— Já, i maganum, bunaði ég út úr
mér og hugsaði: Nú er að standa sig!
Rektu nú helvitið á gat!
— Sálin er i maganum. Með magan-
um inntaka menn heiminn. Með
maganum hugsa þeir. Með maganum
skynja þeir. Og með maganum lifa
þeir. Sönn sálrækt er fólgin i þvi að
hugsa vel um magann. Éttu steiktar
svinakótelettur og teygaðu hin ljúfustu
vin og þú munt verða stór og sterk i
andanum og uppljómast af hinni æðstu
vizku. Et og drekk og ver glöð, og þú
munt hólpin verða.
Hún varð andartak hugsi, en sagði
svo með óbifanlegri ró og ögn af fyrir-
litningu i svipnum: Ég missi álit á þér.
— Ha?
Sigurglottið stirðnaði á smettinu á
mér. Hvað segir ekki dækjan. Kanntu
ekki að meðtaka minn himneska vis-
dóm. Fjandinn hossi þér.
En það var til litils að vera með þvi-
likar hugrenningar. Það litia álit, sem
hún kann að hafa haft á mér, var fokið
út i veður og vind, og ég stóð gapandi
eftir, brennimerktur einfeldningur og
fifl. Ég æddi um gólf og reytti hár mitt
i hljóðlátri örvæntingu. Asninn ég!
Alltaf sami bjáninn!
Og þetta var ekki i siðasta skipti,
sem Halla fór með frækilegan sigur af
hólmi i vopnaviðskiptum við mig. Hún
var sleipasti rökfræðingur, sem ég hef
átt i höggi við. Hún bókstaflega vaföi
mér um fingur sér. Hún tætti mig
sundur ögn fyrir ögn miskunnarlaust.
Hún brytjaði mig niður eins og kál og
hakkaði mig gráðug i sig eins og góm-
sætar pylsur. Ég kom aldrei höggi á
hana. Ef drottinn veitti mér eina ein-
ustu bæn uppfyllta, myndi ég biðja á
þessa leið: Drottinn minn og guð
minn!
Hefndu min á Höllu. Láttu fara illa
fyrir henni i lifinu. Hún á það skilið. Og
þegar hún er dauð, eftir að hafa framið
öll sin myrkraverk á jörðinni, þá
dæmdu hana til eilifrar útskúfunar
meðal fordæmdra i glóandi og sjóð-
andi helviti.
Og þetta var ekki allt. Ofan á þetta
var hún svo stórkostlega lygin, að
sjálfur Munchausen varð að barni i
samanburöi við hana. Hún spann sinn
lygavef svo kænlega og lystilega, að
Sunnudagsblaö Tímans
507