Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Qupperneq 18
Heiðursvörður allvigalegur við kistu Brands Brandssonar
valdsmannslegum tilburðum, og
rynni andstæðingurinn af hólmi, horfði
hann á eftir honum af megnri fyrirlitn-
ingu. Vildi andstæðingurinn á hinn
bóginn reyna afl sitt, var búizt til bar-
daga. Nálguðust þeir hvor annan æði
lágfættir með rifuð augu og mikilli lát-
bragðslist, unz þeir sprændu sitrón-
gulu hvor á annan, ruku þvi næst
saman og létu kjaft og klær ganga eins
og grjótmulningsvél. Brandur hopaði
hvergi, en hafði óvininn undir og jafn-
aði siðan um hann. Sumir þurftu ekki
frá tiðindum að segja. Kom þar, að
aðrir fresskettir flúðu upp á húsþök
eða simastaura, ef þeir heyrðu grun-
samlegt þrusk. En húsfreyjur marg
ar lögðu fæð á Brand, þvi að þær tóku
þykkjuna upp fyrir sina ketti.
Brandi varð ekki maka vant, enda
eru niðjar hans sem sandur á sjávar-
strönd, og vígslur allar framkvæmdi
hann sjálfur.
Brandur var samkeppnissinni og slak-
aði aldrei á klónni. Hann varð ein-
valdur i sveit sinni og hélt völdum til
hinztu stundar.
Eins og áður segir, var Brandur
mikill vexti og vörpulegur, belgurinn
gljáandi og yfirbragðið tigulegt.
Augun voru gul og lýstu gáfum og
miklum þokka. Drengur var hann
góður, ef valdir vinir áttu i hlut, en
liferni. Vinátta þeirra Vals og hans
var svipuð og vinátta Finns og Hjálm-
ars tudda. Þeir sváfuoftárekstralaust
i eldhúsinu, en ættu þeir að sitja við
sama borð og neyta sömu fæðu, lék
taugakerfi Vals a!lt á þræði, en grettur
Brands gengu úr hófi fram, kryppan
varð eins og skemmuburst, og skottið
lygilega stutt.
Hvert kvöld, sumar jafnt sem vetur,
reis Brandur upp og gekk út, hverju
sem viðraði. Stundum var hann úti
allar nætur, kom þá heim allúfinn aö
morgni, tók rösklega til matar sins, en
lagðist siðan fyrir og sleikti sár sin,
sem oft voru mikil. Oft kom hann um
miðjar nætur á gluggann hjá fóstru
sinni, barði upp á með loppunni, og var
hann þá jafnan sár mjög. Ekki kveink-
aði hann sér þó við að stökkva upp i
gluggann , þegar opnað var, og hrökk
þá af honum leir og blóð. En fóstra
hans fægði sár hans og saumaði þau
saman, er hann lét sér vel lika. Oft lá
hann lengi i sárum, og var búkur al-
settur örum, og hnúðum og eyrun eins
og stórviðarsög.
Þrátt fyrir háan aldur og erjusamt
líf, þvarr bardagahugur hans aldrei.
Ætið gladdi það hans gömlu augu að
sjá orrustu og fallna fjendur. Sæi hann
graðkött, nálgaðist hann hann með
Jarðarförin var býsna fjölmenn og för viröulega fram.
522
Sunnudagsblað Tímans