Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1972, Qupperneq 20
i
VID GLUGGANN
GRÆNLENZK
SJALFSTJÓRN
Grænlandsmálaráðherrann
Knud Hertling hefur reifað það,
að Grænlendingar fái heima-
stjórn einhvers konar og
ákvörðunarvald i ýmsum
málum, er hingað til hefur
stjórnað frá Danmörku.
BARNASTÓLAR
í BIFREIÐIR
Ýmsar gerðir stóla, sem ætl-
Viltu bíða mín
Framhald af bls. 515
ur fyrir löngu. Við fórum i gamalt
veitingahús.
—Þú sérð á klæðaburði minum, að
ég er hjúkrunarkona, sagði hún. Sjálf
særðist ég i striðinu, tvisvar meira að
segja, og það voru ljót sár. Ég get ekki
sýnt þau hér, enda skipta þau þig
engu. Ég er gift - hann er flugmaður,
maðurinn minn, en ég hef ekki séð
hann i heilt ár. Hann var sendur austur
i Asiu, og sonur okkar fæddist eftir að
hann var farinn. En nú skal ég segja
þér nokkuð, tvan Stephanóvitsj:
Kunningi minn sagði mér, hvar þú ætt-
ir heima, og af þvi að ég átti að fara til
Parisar til þess að sækja þangað veika
hermenn, datt mér i hug...
—Ljóska, sagði ég alvarlegur i
bragði og brá fyrir mig gamla
myndugleikanum, sem mér var svo
tamur, þegar ég var að tala um fyrir
henni i fyrri daga - Ljóska, hvernig
stendur á þvi, að þú, sem ekki máttir
heyra neitt nefnt nema gömlu skáldin
og hugmyndaheim þeirra....
Hún hló, samt dálitið vandræðalega.
Ég veitti athygli djúpum bollunum i
kinnum hennar.
—Æ, tvan Stephanóvisj, sagði hún -
skilurðu þetta ekki? Mig langaði til
þess að hitta þig til þess að þakka þér
fyrir gömul kynni. Það voru einmitt
bækurnar - hetjurnar, sem við töluðum
svo oft um. Ég á þér mikið upp að
unna. Og nú langaði mig til þess að
kóróna allt saman með þvi að gera
einu sinni eitthvað á borð við það, sem
þær hefðu gert. Kannski er þetta þarf-
laust hjal. En við urðum nú svona,
konurnar, sem i striðinu.
Aður en við skildumst, spurði ég:
aðir eru börnum i bifreiðum,
eru taldar stórhættulegar, ef
eitthvað ber út af i akstri. Sviar
hafa gert rannsókn á þessu.
Þeir hafa einungis veitt viður-
kenningu þrem stólgerðum,
sem ætlaðir eru i fram-
sæti bifreiðar, og i öllum
tilvikum horfir þá barnið aftur i
bifreiðina. Allar aðrar stól-
gerðir geta haft i för sér stór-
slys, ef snögglega er hemlað.
HAFERNIR A
GRÆNLANDI
Nú er talið svo komið, að ekki
séu eftir nema svo sem fimmtiu
pör hafarna á Grænlandi. Ernir
hafa aðeins verið friðaðir þar að
nokkru leyti. En nú hafa menn
vaknað við vondan draum.
Leiðangur verður gerður út til
þess að leitast við að telja græn-
lenzku ernina, og á jafnframt að
gera kvikmynd, er sýnir lifn-
aðarhætti þeirra. Vonir standa
til, að ernir verði upp úr þessu
alfriðaðir á Grænlandi. Slik
friðun gildir nú i Sovétrikj-
unum, Sviþjóð, Bretlandi og á
tslandi.
—Bréfið, Ljóska, með visubrotinu
eftir Púskin — mannstu eftir þvi? Þú
sendir mér það, áður en ég fór frá
Moskvu.
Hún hugsaði sig um.
—Ég hef aldrei sent þér bréf. Það
hefur ekki verið frá mér. Einhver önn-
ur hefur sent þér það,
Og svo kom þessi klingjandi silfur-
hlátur.
—Já, einhver önnur. Eða þig hefur
þá bara dreymt þetta.
—Kannski hefur mig dreymt það,
Ljóska. En heldurðu ekki, að þú skrifir
mér fáeinar linur frá Paris?
—Jú, kannski. En hefurðu áttað þig
á þvi, að þú ert ekki - ekki nein hetja
fremur en fyrri daginn? Og þú færð
ekki að fylgja mér út á flugvöllinn.
Það væri ekki heppilegt, þvi að þú ert
vist - ja, hvað eigum við að kalla það?
—Einn þeirra, sem strauk undan
merkjum?
—Já, einmitt - einn þeirra, sem
hljópst á brott. En þakka þér samt
fyrir það, sem við áttum saman að
sælda i gamla daga. Ég þakka þér
fyrir allar gömlu bækurnar, sem þú
útvegaðir mér, og allar hetjurnar, sem
þú gafst mér. Maðurinn minn er ekki
vitund likur Sanin i sögu Túrgenéffs.
Hann hefur aldrei kysst mig á handar-
bakið. Hann er óbreyttur bóndi —- bara
maður.... ... , . , ,.
J.H. þyddi
Halla
Framhald af bls. 509
jafn ægilegum vonbrigðum. Það stóð
ekkert i blaðinu. Jörðin stanzaði eitt
andartak, og mér sortnaði fyrir
augum. Var hún þá svona? Hafði hún
teymt mig blákalt á asnaeyrunum
heila nótt? Heimur minn hrundi
saman. Mér varð nú ljóst, hvernig i
öllu Iá. Enn einu sinni hafði erki-
óvinurinn borið sigur úr býtum. Ég
rölti upp i herbergi og fór að gráta.
Um kvöldið laumaðist ég upp á
Hvitaband til njósna. En ég söng ekki
af kæti i þetta skipti. Nú, hugsaði ég
skuggalegar hugsanir um vonzku
mannkynsins og óréttlæti heimsins.
Ókindin var öll upplyft og bisperrt,
þegar ég sá smettið á henni. Hún
viðurkenndi blygðunarlaust og harð-
svirað að hafa logið upp i opið geðið á
mér og haft gaman af. Mér var öllum
lokið. Hún var ekki mennsk. Hún var
ófreksja.
Þetta ömurlega atvik hafði róttæk
áhrif á viðhorf mitt til lifsins og allra
manrifélagsmála. Ég, sem alltaf hafði
verið bjartsynn og trúað á
guðsneistann I manninum, varð nú að
svartsynum mannhatara, fullur
beizkrar fyrirlitningar á heiminum.
Og það tók mig langan tima og kostaði
mig mikla baráttu að ávinna mér
mina fornu lifstrú. Það tókst samt. En
það var ekki Höllu að þakka. Þegar ég
heyri vondrar manneskju getið, vona
ég, að enginn lái mér, þótt mér detti
alltaf ákveðin manneskja i hug. Guð
veri sálu hennar náðugur.
*
524
Sunnudagsblað Tímans