Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Síða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Síða 5
Hliðarendi i Fljótshlið, fæðingarstaður Bjarna Thorarensen. Myndin er úr teikningasafni W. G. Collingwoods í lsiandsför sumarið 1897. Sér upp til bæjarins og hliðarinnar neðan af sléttlendinu. urð hennar, er svipti sig máli. 1 bún- ingi Bjarna er þessu lýst á sérlega hóf- stilltan og nærfærinn hátt, en ástinni siðan likt við eld, er hann dragist óvið- ráðanlega að: .Sem blossa nálgast flugan fer, mig færa vil ég nærri þér, brátt hitinn vex, en böl ei þver, eg brenn fyrr en mig varir. Eftir að Bjarni kom heim til Islands, hefur hann hins vegar farið að frum- yrkja meira um ástir og ástarunað. Margt af þeim verkum er bundið til- efnum, sem rakin eru til atvika i eigin lifi hans, m.a. til kvonbænamála hans og vonbrigða i þeim efnum. bvi bregð- ur fyrir, að hann verði klúr i þessum kvæðum, er hann lýsir þrá sinni til kvenna, svo sem i Kvennaást, og einn- ig, en hógværar, i erindinu A mjúkum meyjar búki. Kvæðið Pensill minn er hins vegar sérstætt að þvi leyti, að þar ávarpar skáldið pensil sinn og biður hann að draga upp mynd af fegurstu meyju tslands, sem hann lýsir siöan. Hreystileg viðbrögð hans við ástar- vonbrigðum birtast i kvæðinu Solati- um, þar sem hann lofar einlifi, og i Langloku, með vikivakasvipmóti, lýs- ir hann fagurri stúlku, sem muni mý ja ástarharma sina. Enn eru þó ótalin merkustu og nýstárlegustu ástarkvæði Bjarna. Af þeim má nefna fyrst kvæðið Drósin bliöust brosir.sem er stutt, aðeins tvö erindi, en er ort, þegar skáldið hefur nýlokið við bréf til unnustu sinnar. Lýsir hann þar löngun sinni til aö koma i staö bréfsins, er hún hafi lokið við að lesa það og stinga þvi i barm sinn, og þrá sina til hennar undirstrik- ar hann siðan með lýsingu á þvi, er hann kyssi hana i draumi, en vakni siðan við, að það sé koddi sinn, er hann sé að faðma. Þetta kvæði er talið ort, eftir að Bjarni hafði beðið Guörúnar Thorarensen, en áður en honum var synjað eiginorðsins, enda hefur Páll Bjarnason cand. mag., sem mest hef- ur kannað þessi verk, bent á, aö kvæö- ið ljómi af góðlátlegri kimni, þvi að vitundin um að eiga unnustu, þótt i fjarlægð búi, veiti skáldinu huggun og gleði. Næst er aö nefna Sigrúnarijóö, sem eru eitt af dulmögnuðustu kvæö- um Bjarna, en hefur ekki tekizt að tengja við ákveðna atburði i lifi hans. Það er byggt upp af þeirri hugmynd, unnusta hans, er hann nefnir valkyrju- heitinu Sigrún, hafi hún látið i ljós efa um, að hann myndi elska sig jafnheitt látna sem lifandi, en hann reynir að sannræra hana um hið gagnstæða. Biður hann hafa að finna sig, ef hún látist á undan sér og, .fast kreistu brjóst mér aö brjósti og biddu, unz máttu lausan fá mig úr likhams fjötrum, svo fylgja þér megi eg. t lokaerindinu, sem er undir breyttum hætti, lýsir hann þvi svo, er þau muni þjóta saman i faðmlögum um al- heiminn i fullsælu. Hugmynd sina að þessu kvæði hefur Bjarni sótt til harm- leiksins Axel og Valborg eftir Adam Oehlenschlager, skáld sem hann hefur þegið frá i mörgum fleiri atriðum, en aðalstyrkur þess felst þó ekki i efninu, heldur hinu hreina og tæra svipmót vetrarkulda og dauða, sem i þvi rikir og gefur lýsingunni á hinni eilifu ást skáldsins sérkennilega geðþekkt svip- mót. Likur svipur er og á erindinu Kysstu mig hin mjúka mær, en þar biöur hann dauðvona ástmey sina að kyssa sig, er itrekar ást sina með full- yrðingu um, aö hann drekki með gleði dauða af skál vara hennar, sem hann likir jafnframt við rós. Þar er kossinn Sunnudagsblað Tímans 197

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.