Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 22
Rætt við Jón H. Fjalldal Framhald af bls. 2(M> Svo reið ég i aðra sveit og keypti þrjátiu ær i staðinn. Það var að visu fimmtiu kinda mismunur, svo að óneitanlega var um verulegt fjárhagsáfall að ræða. — Attirðu ekki gæðinga? — Ég átti tvo jarpa hesta, báða góða. Þeir voru frá Efsta- Gili i Langadal, og það var Jónatan Lindal, stórbóndi á Holtastöðum, sem útvegaði mér þá. En við Jónatan höfðum verið félagar i Noregi forðum, og okkur var jafnan vel til vina siðan. — Það er fram komið hér á undan, að þú hafir verið for- ystumaður i Búnaþarfélaginu i átthögum þinum. Varstu ekki lengi formaður þess? — Jú. Ég var kosinn formaður mitt fyrsta búskaparár , og ég var það óslitið, þangað til ég fór alfarinn i burtu. Það voru vist fjörutiu og sex ár. — Einhvern grun hef ég um, að þú hafir lika lagt hönd að stofnun Reykjanesskólans. — Það er rétt. Og það litur út fyrir að sveitungar minir hafi litið svo á, þvi aö þeir létu eitt sinn búa til mynd af mér og hengja upp i skólanum. Og það var fleira, sem á mann hlóðst, eiginlega áður en maður vissi af. Ég var kosinn hreppstjóri árið 1914 og var það allt til loka búskapar mins þarna. — En hvernig þótti þér svo að koma hingað til Reykjav- íkur? — Það er ákaflega einfalt mál og fljótsagt: Ég dó, þegar ég fór að heiman. — Þér hefur leiðzt, fyrst eftir að þú komst? — Ég barði það allt niður. Hitt er annað mál, að það Stóri vinningurinn Framhald af bls. 210 vara sig á hitunum þarna suöur frá. Hann liggur á Landspitalnum, karl- anginn. — Skyldi hún annars ekki koma, kerlingiriiEinmitt nú ætti hún að koma. Við biðum þess haustið og veturinn að geta rekið framan i hana vinninga- skrána, þar sem draumanúmerið hennar var rækilega útstrikað i blá- köldum raunveruleikanum. Bezt væri að láta fyrst sem ekkert væri, lofa henni aö byrja á sögunni — vera kannski eins og annars hugar, ef timinn leyfði, allt þar til hún færi að byggja upp á jörðinni einhvers staðar inni til heiða, þar sem ugglaust kæmi rafmagn og stóriöja i framtiöinni, kannski skiöahótel með draglyftum og kaviar. Já, nú ætti kerlingin svo sannarlega að koma! En veturinn leiö, án þess að nokkuö bæri til tlðinda annað en það, sem alltaf var að ske. Hún kom aldrei framar. Var hún að norðan, eða talaði hún Vestfirzku? Henni myndi þó ekki hafa vitrazt þessi aðsópsmikli kaupsýslu- maður að troða hundraö þúsundunum hennar I svart og digurt leðurveski með gylltu dollaramerki á horninu? kemst enginn heilskyggn maður hjá þvi að sjáhversu mjög þetta er óeðlilegt llf, sem lifað er hér, miðað við það sem til dæmis sveitafólk þekkir. Maður sem stendur alla ævi, eða þó ekki sé nema nokkur ár eða áratug við sömu vélina og gerir þar sama handtakið allt árið, vetur, sumar vor og haust. I eóðu veðri oe slæmu — heldurðu ekki að hann sé brjóstumkennanlegur? Jú, svo sannarlega. í sveitinni, aft- ur á móti, er sifelld tilbreytni. Það er ekki nóg með að alltaf sé verið að skipta um verk, heldur er ekki hægt að vinna neitt verk i sveit, án þess að þurfa að hugsa um það. Þetta er meginmunurinn. — Hvað heldur þúað sé skemmtilegasta framtakið, sem þú hefur unnið að um dagana? — Það er tvimælalaust, þegar við komum upp bryggjunni og ég byggði ibúðarhúsið sama árið. Svo var mál með vexti, að við höfðum lengi verið að nauða á þvi að fá bryggju á Melgraseyri, en það gekk ekki neitt, af þvi að við gátum ekki lagt neitt á móti — lánað rikissjóði, meira var það nú ekki. En svo brann hjá mér ibúðarhúsið, fáum dögum fyrir jól árið 1948, og þá fór ég vitanlega suður, meðal annars til þess aðsækja tryggingarféð, þvi að vitanlega var sæmilega brunatryggthjá mér. Það voru hundrað og tólf þúsund, sem ég fékk út úr Brunabótafélaginu, og með það fór ég beina leiö til samgöngumálaráðherra og sagði, að hér væri ég að leggja fram okkar hlut til bryggjunnar, i þeirri von, að þeir byggi nú hana i vor. „Alveg sjálfsagt”, sagði hann, en ég fór heim peningalaus með öllu. Þegar vetur kom, gekk ég beina leið á fund kaupfélagsstjórans og sagði honum, að ég hefði eytt öllu minu tryggingarfé i væntanlega bryggju, og nú verði hann i staðinn að lána mér fyrir nýju húsi. „Alveg sjálfsagt”, sagði hann — eins og viðskiptamálaráðherra hafði sagt. Það er svo ekki að orðlengja það, að áður en næsti októbermánuður var liðinn, var hús mitt orðið fokhelt og farið að lenda við bryggjuna okkar. Þá var ég ánægður. — Nú hefur þú, Hinrik, lifað langa ævi, hvorki meira né minna en niutiu ár. Ertu ánægður með þetta, eins og það hefur gengið — þótt á ýmsu hafi gengið? — Já, ég er ánægður. En það er ekki von að allt gangi áfallalaust svo langan tima. Fyrri konu mina missti ég, þegar við vorum bæði i blóma lifsins og höfðum eignazt tvö börn. Siðan var ég ekkill i átján ár, en kvæntist þá aftur ágætri konu, og við eignuðumst einn dreng. Lifið færir manni ýmis skin eða skúri. Vandinn er að eins að vera skyggn á hið góða og láta ekki bugast, þótt á móti blási. —VS. Hafði hann kannski gengið aftur, hann fóstursonur hennar, risið úr öskutó — endurfæðzt bileigandi og dollaraveskisforstjóri án þess að muna hana lengur, fóstru sína. Gamla konu á rjátli um flóölýstar götur höfuðborgarinnar að dreyma verð- lausan draum mitt i kaldbláum veru- leikanum með nafnskirteini, sjúkra- samlag og önnur óvefengjanleg pappirsgögn upp á lif og dauða i snjáðri tösku með biluðum lás? — Hann tók huggulega i höndina á manni, hann Páll gamli, hafði svona sjarmerandi samúö með öllu þessu bardúsi i tilverunni, alveg klár á allri vitleysunni.ha, sagði fulltrúinn og fleygöi frá sér blaði með smáletraöri minningargrein. Undirskriftin var: NAGRANNI. Maria Skagan. Lausn 8. g'oður ■*e krossgótu ‘oþaf'aj?1 m ft s K 'A N SNVa ftK f& r RÚ . A T AU L’AR A LR\£ N N I N i 0 L / T '0 FA RN I R R &C-1 A VfiRftALUR $lD/R £ R K U LD A T V $ L I H AOft D DU RT l J J '0 F A L MÚT U N UR) U 'OS 'OASft RAN A L% 7 VAN ■ F / R UM í l R /£RN Y T I N nn C,N AS r AL l NN A A T U L L A R NN £ ‘A 5 T'A S $ ’ftN Alt S /t'r/ /3 u N ft R L £ C A 214 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.