Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 19
Séra Þorbergur Kristjánsson: Kirkju- þáttur Umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna, sem haldin var i Stokkhólmi á siðastliðnu vori sendi frá sér svo ógnþrungnar aðvaranir um yfirvof- andi dómsdag, að ýmsir virðast helzt vilja afskrifa þær með öllu, eins og hverjar aðrar fjarstæður og furðusög- ur. En það mun óvarlegt, vægast sagt. Það eru engir óvitar eða ótugtir, sem hér hrópa til þess að hræða fólk, heldur ábyrgir visindamenn, er komizt hafa að þeirri niðurstöðu, að ef við höldum áfram að óhreinka jörðina jafnört og nú gerist með hvers konar úrgangs- og eiturefnum, og ganga á frjósemi henn- ar af þeirri áfergju og frekju, er við- gengizt hefir, — þá muni mannkynið allt verða að horfast i augu við efna- hagslegt hrun, hungur og allsleysi inn- an 20-50 ára. Þvi hefir verið haldið fram, að stjórnmálamenn einir hefðu nægilegt áhrifavald til þess að hvetja eða knýja fólk af öllum stéttum til þeirrar sjálfs- ögunarog hófsemi, sem óhjákvæmileg sé, eigi að komast hjá öngþveiti. En mundi það ekki næsta hæpið haldreipi að treysta á þetta eitt, séu höfð i huga úrræði og atferli stjórn- málamanna, — eins og það almennt gerist á eyrinni. Eigi mikils að vera að vænta af stjórnmálamönnum sem slikum i þessu efni, held ég að mikil breyting þurfi að verða, — og vonandi lætur hún ekki á sér standa, þegar alvaran verð- ur ljós. Allar aldir hafa auðvitað átt sina dómsspámenn og þeir voru engan veg- inn óvitar allir eða öfgamenn. En munurinn á dómsspámönnum fortiðarinnar og þeim, er nú koma fram er sá, að þar sem hinir fyrri höfðu brjóstvit eitt og innblástur á að byggja þá geta hinir siðarnefndu reiknað út með ógnþrunginni ná- kvæmni, hvers mannkynið megi vænta, haldi svo fram sem nú horfir. Þrátt fyrir það, sem áður var sagt, vil ég vissulega ekki vanmeta mikil- vægiog möguleika stjórnmálamanna i þessu efni, — þvi að bægja bölvun frá og voða, — og á aðstoð visindamann- anna þurfum við vissulega að halda, — án þeirra værum við illa stödd eins og komið er. En ég er þess fullviss, að trúarleg áhrif þurfa lika að koma til og þau vegi hér þyngst. Varðar mest til allra orða/undirstaða rétt sé fundin. Það sem mestu ræður um þetta, hvers konar manneskjur við verðum, er það hverju við trúum, hvernig við hugsum. Vist eru mér mæta vel ljós mistök kirkjunnar fyrr og siðar, enda er hún öðrum þræði mannlegur félagsskapur, og þvi af mannlegum breyskleika mót- uð, en ég er þess þó fullviss að hún get- ur öðrum fremur varðað veg, — bent mönnum á leiðir og lifernismáta, er má til björgunar verða i þeim vand- ræðum, er við blasa. Vist hefir mannleg sjálfshyggja löngum orðið mjög til þess að draga úr styrkleika sannleiksraddarinnar inn- an kirkjunnar og áhrifum, en þó hefir aldrei gleymzt með öllu eilifa lagið, — ekki týnzt sá tónn, er til kynna gefur, að maðurinn sé dýpst skoðað andlega vera, — þessumkominn að tileinka sér kristnar eigindir: kærleika, fórnar- lund og sjálfsögun. 1 þeim hinum stóra heimi er nú um- ræða hafin um það, að hraðfara breyt- ingar undanfarandi og yfirstandandi tima á öllum sviðum kunni að verða manneskjunni hættulegar ekki siður en mengunin margumtalaða. Ýmsar breytingar eru þó óhjákvæmilegar auðvitað og sú nýja og róttæka breyt- ing er biður okkar nú, kann að verða i þvi fólgin að hægja ganghraða lifsins fremur en auka, sem stöðugt hefir ver- ið keppt að um sinn, — og þá þurfa þær kristnu eigindir, er áður gat, að koma til. Aður var að þvi vikið, að visinda- menn væru ekki aðeins dómsspámenn yfirstandandi tima, heldur mættu þeir og eiga að þvi mikinn hlut að finna færa leið, ef fáanleg væri. Það mun enda sanni næst, að eigi standi öðrum nær, svo mikla ábyrgð, sem þeir bera á ýmsu þvi, er mestum ugg veldur nú. Þetta er auövitað engum ljósara en hinum ágætustu úr þeirra eigin röðum og athyglisvert er, að hjá sumum þeirra a.m.k. gætir viðhorfa, er minna mjög á kristinn lifsskilning. Einn úr þessum hópi, dr. Gabor, er hlaut Nóbelsverðlaun i eðlisfræði árið 1971, hefir nýlega ritað bók um fram- tiðarhorfurnar og segir þar m.a., að á okkar dögum dirfist enginn að draga upp mynd af jarðnesku sæluriki neins konar, — utopia sé ekki lengur á dag- skrá, slikt sé augljóslega útilokað, — og eina ástæðuna segir hann þá, að i hinum riku iðnaðarlöndum hafi bar- áttan fyrir bættum hag snúizt gegn mannlegu eðli, — án þess að menn hafi gert sér grein fyrir þvi. Enda þótt hann telji ekki liklegt, að hin frjálsa iðnaðarmenning nútimans, er hann nefnir svo, muni lifa aðra kyn- slóð, án grundvallarbreytinga og þótt hann sé vel minnugur langsoltins meirihluta mannkyns, þá hefir hann trú á þvi, að breytingar er miði að þvi m.a. að lækka toppa efnislegrar of- gnóttar, þar sem þeir eru hæstir, geti leitt til lausnar, en gefa verði upp þá efnishyggju, er sækist eftir siaukinni Framhald á bls. 203. Heimur á heljarþröm Sunnudagsblað Tímans 211

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.