Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 17
 + fór eitthvað að þvæla við deildar- stjórann um bæ, sem hefði farið i eyði — það væri fagurt inn til fjalla, sagði hún, eins og það kæmi málinu nokkuð við. Ég ætlaði varla að þekkja hana, þar sem hún beið yzt i röðinni ári siðar, syndist enn hafa minnkað i samveru þessara háu tölu, aðkominnar úr ófor- gengilegum draumi inn i blákaldan veruleikann. Pappirsblaðið ennþá nokkrunveginn óvelkt — sagan eins og töfraþula, sem hlyti að hafa sin áhrif, væri hún endurtekin nógu oft. Kannski hafði hún enn ekki hitt á þá réttu stund, þegar raunverulegur lása- galdur risti sundur lög og reiknivéla- brögð og upplauk hugskoti ráðamanna fyrir hinni einu, sönnu réttvisi, sem hvorki eldur né reglugeröir fengu grandað. Skrifstofustjórinn var á fundi, svo að ég visaði konunni til aðalgjaldkerans. Hann var að telja péningabúnt, önugur i augnkrókunum, hraðhentur að vanda, brosið liklega geymt niðri i skúffu hjá neðri tanngarðinum, sem meiddi hann enn á bölvaður. Hann leit varla upp, bað mig þurrprumpulega að fylgja konunni fram, fyrst hún tryði ekki þvi, sem henni væri sagt hér, ár eftir ár. — Ég er engan að rengja, sagði konan hógvær, handfjallaði veskið i vandræðum sinum brosti ekki lengur. — Það er vist öllu fremur, að mér sé ekki trúað hér, bætti hún við á leiðinni fram ganginn. — Liklega verður það einhver rikismaðurinn, sem kaupir jörðina, til að leigja ána útlendingum. Deildarstjórinn sat við sama borð, þar sem allt gerðist á óvéfengjan- legum pappirum með réttum stimplum Sá , sem hlotið hafði eldvigslu og vitranir þar á ofan, var hér engu nær sinum eiginlegum fjársjóði. Ég hraðaði mér til baka. Það beið fólk i afgreiðslunni. — Segðu það álfunum — segðu það álfunum i Suðurey — en ekki mér, sönglaði bókarinn, sveittur og þreyttur i andlitinu, þvi að enn höfðu þeir gert vitleysu niður frá. — Skrýtið bókhaldið á bænum þeim. Grasið á Austurvelli var ennþá grænt, þótt tekið væri að hausta á ný. Hnoðraský yfir fjöllum — annars þessi óstöðvandi blámi inn úr yztu firrð. ös á skrifstofunni. Allt i einu ruddist maður með hallandi flókahatt á höfði, spansgrænan, gegnum röð hæversk- lega biðandi kennara i hettuúlpum. — Gjöra svo vel og athuga, hvort það er vinningur á einhvern þessara miða, sagði hann hispurslaust — þurfti tals- vert pláss, þar sem hann stóð á þykkum frakka. Maður þrekvaxinn. Við afgreiddum kennarana fyrst. Miðaeigandinn ýtti hattinum upp frá enninu, bar i loðnar brýrnar, virtist óvanur biðskyldu. — Heyrðu hvislaði stalla min i afgreiðslunni og dró mig með sér að vinningaskránni. — Var þetta ekki númerið , sem kerlingin — þú veizt? Mig rak i rogastanz, þarna var það þá, draumanúmerið sæla, 11689, á óbrunnum miða mitt i bláköldum raunveruleikanum. Eða var okkur að Sunnudagsblað Tímans 209

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.