Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 11
Draumar, sem komu fram Það hefur margt verið ritað um drauma, hvernig þeir verða til, og um gildi þeirra á margvislega vegu. Það er til dæmis talað um, að menn dreymi fyrir daglátum. Það er talað um að utan að komandi áhrif i svefninum, eða það, sem maður hafi verið að hugsa um, komi fram i draumum Menn hafa stundum spurt mig, hvað ég haldi að það merki, sem þá hafi dreymt. Ég hef yfirleitt litlu svarað þvi, hef fundizt ég eiga nógu erfitt með að ráða mfna eigin drauma. — Til gamans ætla ég að minnast á nokkra drauma mina, sem ég þykist hafa ráð- ið, — veit þó, að engir þeirra geti talizt merkilegir. Þegar ég var á barnsaldri dreymdi mig alloft, að fóstri minn væri dáinn, og voru þeir draumar mér stundum til óþæginda, þvi að mér fannst hann hafa dáið á fremur voveiflegan hátt. Fóstri minn var um fimmtugt og talsvert veill i maga, og þar sem ég hafði heyrt talað um krabbamein sem ólæknandi, óttaðist ég jafnvel um lif hans. Það var ekki fyrr en nokkrum árum seinna, að ég heyrði talað um það, að ef mann dreymdi slikt, væri það fyrir langlifi mannsins, og virðist svo hafa verið hvað þessa drauma mína snerti, þvi að fóstri minn andaðist ekki fyrr en á niræðis aldri. Mig dreymdi lika einu sinni, að sonur fóstra mins hefði fengið skot i kviðinn út við fjós og væri verið að bera hann inn. Eftir það var ég alltaf hálf hræddur, þegar hann handlék byssu. En áratugum siðar gerist sá at- burður, að það springur i honum mag- inn, þegar hann er við mjaltir i fjósinu. En sem betur fór, þá náði hann fljótt bata, þó hann kæmist ekki á skurð- stofu Landspitalans fyrr en eftir sólar- hring. Mig dreymdi lika skemmtilega drauma, og segi ég frá einum sem virðist hafa orðið vegna utanaðkom- andi tilverknaðar. — Mig dreymdi að ég væri staddur úti i skemmu, það var loft i skemmunni, þar var jafnan skreið látin hanga i rjáfrinu ef til var, Brattur rimlastigi lá upp á skörina, og var ég rétt kominn upp úr stiganum. þegar þorskhausa-kippa féll ofan á mig. Mér varð svo bylt við að ég glað- vaknaði, en þá höfðu bækur dottið ofan á mig. Eins og margir eflaust muna brann tvisvar hjá kaupfélaginu á Borðeyri. Ég var i bæði skiptin staddur i Jóns- seli, þar sem ég ólst upp. I bæði skiptin dreymdi mig eins draum að uppi væri eldur i felli einu, er var i stefnu til Sunnudagsblað Timans Boröeyrar. Var ég fyrstur af bænum, sem frétti um þessa bruna. Þó tel ég merkilegastan þann draum, sem ég segi nú frá, sem mig dreymdi, þegar ég á sextánda ári var vinnumaður á Bæ i Hrútafirði. Mig dreymdi að ég væri á gangi norð an-verðu i nesi, sem gengur út i sjóinn niður af bænum. Þar gekk ég fjöruna, sem oftar, þó að sjaldan ræki þar neitt nýtiíegt þá oröið, en nú bregöur svo við, að þarna sé ég nokkur tré, um fimm álna. Voru þau sverari i annan endann. Lá mjórri endinn niöur að sjónum, þvi að útfiri var. Mig dreymdi, að ég héldi áfram yfir vik þá, er framan á nesinu er, lá þar eitt tré mikið stærra en hin. Fleira mundi ég ekki, þegar ég vaknaði. Tvibýli var i Bæ og gengdi ég fjósaverkum fyrir minn húsbónda, en hinn bóndinn var sjálfur fyrir sig, en fjós var sameiginlegt. Meðan við vor um að gegningum, sagði ég honum, hvaðmig hafði dreymt. Taldi hann það ekki saka þó að við huguðum að þessu, er við rækjum féð upp úr fjöru um há- degisbiliö. Norðanátt var nýgengin niður, en þá var helzt von einhvers reka. Létum við svo af þessu verða og var allt eins og i draumnum, nema að stærsta tréð var ekki þar, sem ég hugði það. Skyldu þá leiöir og hélt ég áfram inn með firði, og þar fann ég stærsta tréð i vik, sem er mjög áþekk þeirri, sem er fremst i nesinu, var það svo stórt, að ég gat litið sem ekkert borið það til. Rótin á þvi var mikil og þung, en þvi var bjargað undan sjó seinna um daginn. Þetta gerðist um vetur, en i framhaldi af þessu vil ég geta atburðar, sem skeði sumariö eftir. A bænum voru gestkomandi konur úr Vesturheimi. Og var verið að tala um, að gaman hefði verið að geta gefið þeim nýjan fisk, en bæöi var, að fiskur var tæplega genginn i fjöröinn og ekki útlit fyrir sjóveður. A bænum var piltur innan fermingar, Steingrimur Sigfússon, sem löngu er þekktur sem tónskáld. Ég svaf i stofu frammi af svefnherbergi húsbænda minna. Þegar langt er liðið nætur vakna ég viö þaö, aö Steingrimur kemur inn, sé ég undir eins aö hann gengur i svefni. Fer hann beint inn til husbænda minna og ég á eftir. Spyr hann þá, hvort ekki eigi aö róa þvi að komiö sé gott veður. Við leiddum hann til herbergis þess, sem hann svaf i án þess að vekja hann. Svo gáðum viö til veðurs, og rétt var þaö, að logn var og sléttur sjór. Var nú ákveðið að róa, þvi aö ekki dro það úr aflavon, hvað Steingrimur hafði sagt i svefni. Við fórum fjórir saman, ekki var mikill afli, en Steingrimur veiddi nokkur dávæn lúðulok, en við hinir að- eins smáþorsk. Guðmundur Þórðarson frá Jónsseli Kirkjuþáttur . . . Framhald af bls. 211 framleiðslu og neyzlu, en miði ekki að vexti á gerð eða gæðum lifsins. Að mati þessa visindamanns þarf hér sem sagt hugarfarsbreyting til að koma öðru fremur, og enda þótt læri- sveinar Krists hafi oftlega brugðizt i öllu tilliti, þá veit ég engan, er liklegri sé til þess að leiða okkur til lifvænlegri áttar en hann. Það varðar þvi óumræðilega miklu i öllum skilningi, að við látum ekki skammsýna menn þoka honum til hliðar enn frekar en orðið er, heldur sameinumst i sókn til aukningar áhrif- um hans, er lifið eflir i öllum greinum. A engu er nú meiri þörf, ef við eigum aö lifa þessa heims og annars þvi að, ekki er annað nafn undir himninum, er mönnum sé ætlað fyrir hólpnum að verða. Sú aðstaða, sem islenzku þjóðkirkj- unni er búin i dag, sýnir svo berlega takmarkaöan skilning þeirra á þessu, þeirra er valdið hafa, en tómlæti og átroðningur valdamanna i kirkjunni kemur til af þvi, að þeir telja sér þetta óhætt, — almenningur muni ekki risa upp til varnar, — ekki sé hætta á at- kvæðatapi, þótt áfram sé i þennan knérunn vegið. Allir þeir, sem trúa á þýðingu kirkj- unnar, þurfa þvi að þora áð láta til sin heyra á hvaða vettvangi sem er, — einnig inni á Alþingi, þegar á henni er troðið, eða hún að engu höfð. 203

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.