Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 20
■iiiliiil ílí :ifí!. Þaö er orðið fámennt i Stranda- sýslu norðanverðri, en þó mun þvi varla um að kenna, að þar skorti landakorti á gamla visu. Hitt mun nær, að það séu hinir nýju land- kostir, sem fólkið skapar, sambýli, rafmagn, vegir. Um landkostina á Ströndum kvað Eggert Olafsson svo i Skjaldmeyjarkvæði: A Ströndum eru fén svo feit, að fæstir siður eta þeir, sem eru úr annarri sveit, en inniendir það geta. En úr þvi við erum komnir i Strandasýslu má þess minnast i visnaþætti, að fleira en ,,fén” eru feit þar — til að mynda voru þar visur i allgóðum holdum og vel fram gengnar af hendi snjallra hagyrðinga, og þær ættu menn úr öðrum sveitum að geta „etið”. Þvi skulu til tindar nokkrar gamíar Strandavisur. A fyrri hluta 19. aldar sat séra Búi Jónsson Prestbakka, sérkenni- legur maður og hagmæltur vei. Hann hæddist stundum kaldrana- lega að drauðatrú fólks. A dögum hans komst á kreik i Strandasýslu draugur sá, sem kallaður var Sól- heimamóri, efldist vel og varð landfræg afturganga, siðar kallaður Ennismóti, magnaður og langlifur, þótt ævisaga hans hafi ekki enn verið rituð. Eitt sinn kom séra Búi úr kirkju sinni og kvað þetta við sóknarbörn sin: Gæðaspar mér þursinn þótti þiis á bjórnum, sá ég hvar hinn sólheimótti sát i kórnum. Mun það fátitt úr islenzkum draugasögum, að mórar sitji i kór að vitnisburði presta. Annar kunnur hagyrðingur Strandamanna á liðinni öld var Björn á Klúku, sem varð 100 ára og kominn af rammefldri prestaætt. Eftir Björn á Klúku er þessi visa, sögð ort skömmu fyrir andlátið, og sér ekki á, að honum hafi verið far- ið að förlast. Ég man bezt mitt æskuvor ungdómsglaum við riðinn. Önnur flest min ævispor eru sem draumur liðin. En vikjum að séra Búa aftur. I Kúvikum var verzlunarstaður lengi á 19. öldinni, og var þar m.a. verzlunarstjóri Jón Salómonsen, kvenhollur talinn. Höfðu ýmsir glettni i frammi við Jón, sem þó var maður vinsæll, og töldu hann frændskyldan tveim frægum mönnum Sveini skotta og Axlar- Birni. Benedikt sonur Jóns var eitt sinn að afgreiða i búð föður sins og gaf viðskiptamönnum þá brenni- vinsstaup og ef til vill hákarl. Þá kvað séra Búi, sem var nærstaddur. Varast þú að vera hvinn, voðaleg er krambúðin. Axlar-Björn var afi þinn, elskulegi Bensi minn. Til er húsgangur ófeðraður af Ströndum, er til þess bendir, að ýmsum hafi þótt nafnið Kúvikur ófint á krambúðarstað. Einkum mun kaupmannsfrúnni, Sigriði, hafa þótt nafnið leitt i munni, og fékk hún mann sinn til þess að breyta þvi i Reykjarfjörð. En hús- gangurinn er svona: Danir hræðast Hornstrending, halda 'ann vera umskipting. Frúnum öllum finnst f kring fjósaiykt af Kúvlking. Að sjálfsögðu eru margar sjó- sóknarvisur til af Ströndum, enda við hæfi, þar sem voru annálaðir hákarlamenn, sævikingar og hraustmenni. Þessum mönnum hefur Jakob Thorarensen lýst mest og bezt. Um 1880 hélt Kristján ívarssonút hákarlaskipi sinu frá Gjögri. Hét það Hallvarður eftir smiðnum, Hallvarði Hallssyni i Skjaldar- Bjarnarvik, frægum bátasmið frá Horni. Kristján Ivarsson var af Vatnsnesi ættaður. Kristján orti formannavisur um hákarlamenn- V. \ ina á Gjögri, og skortir þar ekki þær kenningar, sem notaðar voru á þeirri öld i slikum kveðskap. Hér eru sýnishorn: Sönglar tog, en svignar rá, sviðum bogar kólgan á, ginnarsloga gautar þá Gjögursvogum sigla frá. Þessa visu kvað Kristján um sjálfan sig i formannavisunum: Gaufar tvistur sels um svið, sjaldan fyrstur út á mið, hrottabyrstur hlyni við, heitir Kristján, manntetrið. A Gjögri var oft á ferli maður, sem Tómas hét og var kallaður við- förli sakir reikunar sinnar. Hann orti um menn, fór einn og einn róður en var ekki staðfastur i skip- rúmi. Um hann orti Kristján, sá er að framan getur, er Tómas fór með i róður eitthvert sinn sem ,,skipa- skækja”: Meður lýða freyrum fés, frekt þó tiðum kuli, traustur riður tryppi hlés Tómas víðföruli. Tómas svaraði og vék að þvi, að Kristján þótti seinn til sóknar, ef veður voru válynd: Þá aldan breimar yzt við nes, að þvi beimar gæta, kýminn sveimar kisu hlés Kristján hcimasæta. Gnúpur. ☆ 212 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.