Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 6
Mööruvellir i Hörgárdal eins og þangað var heim að sjá i amtmannstið Bjarna Thorarensen. Friðriksgáfa á miðri mynd. með áhrifamætti sinum þvi tákn dauð- ans, en i kvæðinu Kysstu mig aftur gegnir öðru máli, þvi að þar táknar kossinn þvert á móti lifsmáttinn. Það er ákall skáldsins til ástmeyjar sinnar, sem hann i þetta skipti gefur val- kyrjuheitiðSvavaeftir koss þeirra, um aö hún gefi honum annan koss. Sál hans hafi flögrað yfir á varir hennar og hvilist þar nú, en ótta sinum við að fá ekki annan koss lýsir hann i glett- inni ósk um að hún skili sér sálinni. 1 erindinu Stjörnuskoðarinn kemur Svava aftur við sögu, en i þetta sinn eru það augu hennar, sem skáldið yrk- ir um og likir við tindrandi stjörnur. óljóst er þó, hvort hér er um ástræna lýsingu að ræða eða vakta af annars konar hrifningu, enda hefur Páll Bjarnason bent á, að jafnvel geti ver- ið, að kvæðið sé ort af föðurlegri hrifni Bjarna til fagureygrar dóttur sinnar. Loks er svo að nefna kvæðið Freyju- kettirnir, en þar notar hann ketti Freyju, sem i Snorra-Eddu eru sagðir draga vagn hennar, og gerir þá að sendiboðum ástarinnar. Lætur hann' •þíá læsa klónum i mann og ofurselja þá þar rfieð ástinni á likan hátt og ástar- guðinn Amor gerði með boga sinum og örvú.m hjá Rómverjum, og er likleg- ast' að þessi hugmynd um hlutverk þeirra sé frumsmið Bjarna. Kvæðið er siðan lýsing i formi myndlikingar á þvi, hversu kettirnir liggi i leyni undir augasteinum meyja og sitji um að hremma menn, sem liti i augun, þ.e. læsa i þá klóm ástarinnar. Fellir Bjarni þessa mynd forkunnarvel inn i kvæði sitt, en lokaniðurstaða þess er þó nokkuð andstæð þvi sem tiðast er hjá honum, þ.e. að mönnum sé minnk- un ,,að gjörast músin Freyjukatta.” Þrjú hin siðast töldu af ástarkvæð- um Bjarna eru ort seint á ævi hans, eða ekki fyrr en hann var orðinn ráð- settur amtmaður norður á Möðruvöll- um, og hefur það sem von er vakið nokkra furðu manna, að hann skyldi taka að fást við slikt yrkisefni á þeim aldri. Sigurður Guðmundsson skóla- meistari gerði nokkrar fróðlegar athuganir á þessu i fyrirlestri sinum um liðan og ijóðagerð Bjarna á Möðru- völlum. Þar gengur hann svo langt að setja fram þá hugmynd, að samhliða margs konar hugarólgu og innri átök- um, sem m.a. hafi stafað af auknum erli og vaxandi sjúkleika, hafi Bjarni á þessum árum lifað nýtt kynólgu- eða gelgjuskeið, sem leitt hafi af sér þessi verk og fleiri frábær, sem frá Möðru- vallarárunum stafa. Jafnvel gefur hann i skyn, aö Bjarni hafi þá lent i einhverju ástarævintýri, sem þá hafi væntanlega orðið kveikja ástarkvæð- anna. Hérerum djarflega kenningu að ræða, sérstaklega þar sem engar bein- ar heimildir styðja hana, en ekki skal þó dregið úr þvi hér, að hinu harða, en þó undir niðri mannlega, yfirvaldi kunni að hafa oröið það á að stiga þarna einhver vixlspor. (Niðurlag siðar.) Grasaferðin LEIÐIN var ekki löng i grösin. Það var farið upp i litið dalverpi, sem skarst inn i fjallið og kallað var Snjódalur. Ég held, að nafniö hafi verið komið af þvi, að i dalverpi þessu lá öllum sumrum smáfönn, sem aldrei tók upp. Við fórum geyst upp hliðina, full af áhuga og fyrirætlunum, að fá sem stærstan pokann. Fjallagrös voru þá mikið notuð i slátur á haustin. Sumar húsmæður höfðu þau i rúgbrauð, sem bökuð voru undir potti á glóð. Var þá settur stór köstur af moöi yfir pottinn, og þegar eldur kom i allt saman þá seyddust brauðin undir pottinum. Á sumum heimilum var hitað af grösunum grasavatn, sem kallað var. Það var drukkið á eftir mat með dropa af mjólk i, ósætt, en maður haföi sykurmola uppi i sér. Það var þvi ekki ónýtt að fá grösin, og voru til á haustin þrir og fjórir pokar af grösum á sumum heimil- um og þótti gott búsilag. Þegar komið var upp á brúnina á Snjódal, sem var kringum 600 metra hár, þá fóru að finnast smá- toppar af fjallagrösum. Svona var það um allan dalinn. Sums staöar var það meira, smábreiður. En grösin voru stór og hrein. Þoka hafði verið um morguninn og voru grösin þvi mjúk og lin. Hver reyndi að vera sem lengst frá öðrum, svo að ekki sæist, hvað pokinn væri orðinn stór. En nú kom annað til sögunnar. Það fóru að finnast blóm, falleg, óþekkt blóm, sem enginn vissi hvað hétu, og enginn vissi deili á. Ég hef alltaf verið næmur fyrir slikum náttúrufyrir- bærum og brann þvi i skinninu að fræðast eitthvað um nöfn þessara blóma. Það var ekki annað að gera en taka blómin upp með rótum og hafa þau með heim. Það voru engir möguleikar að fræðast um nöfn þeirra fyrir það. Ég þekkti engan, sem greitt gat úr þessu i nágrenni við mig. Þetta ^ varð þvi til þess að ég fór að leggja \ mig eftir að kynnast þessum L fræðum. Það gekk brösuglega i / fyrstu, en þegar skólanámið kom, l fór að lýsa svolitið inn i þessa \ heima. Það var þvi ekki fyrr en ég t náði i Flóru Islands, að ég gat farið t að auka við nafnafjöldann á is- / íenzkum jurtum. Siðan hefir alltaf 1 verið að bætast við eftir þvi sem ég 1 hef farið um lengri leiðir. 4 Nú er mér engin hulin ráðgáta að ? greina þær jurtir islenzkar, sem á J vegi minum verða. Það eru viss ^ gróðursvæði, sem hafa að geyma ^ vissar tegundir. Þessi gróðursvæði t markast af hæð landsins, / gróðurformi — vallendi mýra- eða 1 melagróðri. Þegar maður veit ^ þetta, gefur það um leið visbend- 4 ingu um það, hvað jurtin heitir. í Sjálfsagt er að hver maður þekki 7 náttúruna i kringum sig. Það gefur 1 okkur fró og fullnægingu. Fritim- i arnir verða unaðslegri og hlýrri. 4 --------------________________ 198 Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.