Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 10
trénu, leið yfir hann. Það var hugar- æsingur og eftirvænting vegna alls þessa tilstands, sem hafði yfirbugað hann, en engin áhrif frá „segultrénu”. Mesmer hélt sig utan borgarinnar meðan þessar rannsóknir áttu sér stað. En siðla um sumarið hélt hann innreið sina i borgina og aðdáendur hans tóku honum með kostum og kynj- um. Fé var safnað til þess að setja á stofn lækningastofur mesmerista og koma á fót mesmerismaskólum viða á Frakklandi. Ákafir mesmeristar lögðu fram stórfé. 1 ágúst kvað rannsóknarnefndin upp úrskurð sinn. Benjamin Franklin og samnefndarmenn hans voru sammála um, að mermerisminn væri hégilja ein. Þeir kváðust ekki hafa fundið neitt, sem benti til þess, að til væri „segulmagnaður alheimsvökvi”. En hvernig stóð þá á hinu kynlega svefn- móki, sem féll á suma sjúklingana, hinum kynlegu hljóðum, krampa- teygjum og öðrum undarlegum við- brögðum? Nefndin taldi sig geta gefið einfalda og augljósa skýringu á þvi. Sjúklingarnir yrðu fyrir hughrifum af andrúmsloftinu, hljómlistinni, augna- ráði læknanna, handhreyfingunum og allri hinni leikrænu meðferð. Þetta væri hin sama múgsefjun og stundum sæist breiðast út meðal heilbrigðs fólks og breyta þvi i æpandi múg, sem hvorki heyrði né skildi skynsamlegar röksemdir. Nefndin lýsti yfir, að mesmerisminn væri hættulegur. Hún lagði til, að hann yrði bannaður og bannfærður. Með þessu var Mesmer sjálfum vik- ið úr leiknum og af sviðinu. En mes- merisminn var ekki undir lok liðinn. „Segulvisindin” fundu sér nýjan jarö- veg I Bandarikjunum, þar sem Lafa- yette hafði verið mestur brautryðjandi þeirra. Þar kom lika til sögunnar frægur skurðlæknir, sem hét Benja- min Douglas Perkins, sem settist siðar aö í Lundúnum. Hann tók að beita læknisáhaldi, þvi, sem hann kallaði málmtraktor — þ.e. málm, sem dregur, en raunar var hér ekki um annað né meira að ræða en seguldiska séra Hells Vinarklerks i nýrri mynd, þá hina sömu sem Mesmer hafði byrjaö með. Með þessum málm-traktorum kvaðst Perkins læknir geta læknaö gikt, lömun og margt fleira. Englend- ingarkeyptu traktora Perkins þúsund- um saman fyrir of fjár, og hinar ótrú- legustu lækningasögur komust á kreik. Mesmer sjálfur var hættur læknis- starfi sinu á Frakklandi, en þar reyndu þó nemendur hans ýmislegt fyrir sér. Meðan rannsóknarnefndin var að störfum, gekkst Puysegur 202 greifi fyrir mesmerismatilraunum i höll sinni úti i sveit. Honum tókst að dáleiða ungan bónda og láta hann falla i dá með þvi einu að endurtaka fyrir honum i sífellu orðin friður — friður — friður — nú finnur þú frið. Puysegur komst einnig að raun um það, að hann gat talað við manninn, þótt hann virt- istsofandi og fengið svör við spurning- um sinum. Hann gat iika sagt honum að vakna, þegar hann vildi. Greifinn gerði lika miklar tilraunir til að „segulmagna” álmtré i garði sinum, en ekki fara sögur af árangri. Hins vegar vita nú allir, að hann var á réttri leið i dáleiðslutilraununum. Annar seguÞdávaldur frá árunum um 1780 var de Barbarin. Hann notaði töfrastafi, segulker og annan útbúnað og komst að raun um, að hann gat leitt fólk i „segulsvefn” með þvi einu að tala við það. Engin ytri tæki þurfti til þess. Barbarin uppgötvaði því nútima dáleiðslu. Mesmerisminn féll brátt i ónáð með- al alls þorra manna á Englandi, og átti Perkins læknir og málmtraktorar hans sök á þvi. Það var ekki fyrr en um miðja nitjándu öld, sem skozki læknir- inn James Braid tók upp þráðinn með visindalegum sjónarmiðum. Hann komst að þvi og kvað upp úr um það, að dáleiösla og segulmagn væru ger- samlega óskyld. Með þvi kollvarpaði hann raunar allri kenningu Mesmers og tók upp orðið „hypnose” — dá- leiðsla, — en það er af griska orðinu hypnos, sem þýðir svefn. Braid var sannfærður um, að dá- leiðsla og sefjun hefðu mikið lækn- ingagildi. A hans dögum var öll tauga- deyfing á frumstigi og i mörgu áfátt. Hann áleit, að unnt væri að firra sjúklinga sársauka og kvölum með dá- leiðslu. Þegar Braid sendi frá sér bók um þetta efni árið 1849, var hann þegar stimplaður kuklari og blekkingameist- ari, og honum var bannað að stunda lækningar i heimalandi sínu. En bók hans komst i hendur fransks Mínis, sem hét Liebault, og hann tók að beita dáleiðslu við sjúklinga sína að forsögn hennar. — Maður þarf ekki að gera annaö en fá sjúklinginn til þess að horfast fast í augu við mann meðan honum er sagt hægt og endurtekið, að hann syfjaður og sé aðsofna. Eftir litla stund er hann fallinn i dásvefn, skrif- aði Liebault um tilraunir sinar. Og nú á timum er dáleiðsla annað og meira en samkvæmisleikur. Margir skurðlæknar beita dáleiðslu samhliða eða i stað deyfingar, þegar svo stendur á, að deyfi- eða svæfilyf eru sjúklingn- um hættuleg. Konur hafa fætt börn sin án þjáninga i dáleiöslu, og tennur hafa verið dregnar úr dáleiddu fólki, án þess að það kenni sársauka. Dáleiðsla hefur reynzt árangursrikt læknisráð við huglægum sjúkdómum. Þó þekkjum við ekki enn til neinnar hlitar lögmál eða leyndardóma dá- leiðslu. Hitt er staðreynd, að með á- kveðnum hreyfingum, hljóðum, orð- um, augnaráði, ljósmerkjum eða strokum getur dávaldur leitt margt fólk i ástand, sem er svefni likast, en þó er hinn dáleiddi undarlega næmur og auðtrúa á allt, sem dávaldurinn segir honum — trúir þvi svo bókstaf- lega og algerlega, að það verður reynsla skynfæra hans. Það er hægt að segja við mann i dásvefni: — Nú steypist iskalt vatn úr fötu yfir þig. Og jafnskjótt fer hinn dáleiddi að hrið- skjálfa og húð hans herpist saman. Náttúru-segulaflið — mesmerisminn — var bábylja ein og imyndun. öll lækningaaðferð Mesmers læknis var hlægilegur blekkingaleikur frá sjónar- miði nútimans, og aðferðir hans út i hött. En þó skulum við fara okkur hægt i öllum fullyrðingum. Við vitum, að ýmislegt, sem læknar gera við sjúkling, er gagnslaust i sjálfu sér, en trú sjúklingsins á það leggur til lækn- ingamáttinni. Og þrátt fyrir allt var Mesmer og eftirmenn hans staddir við óþekktar lindir, sem nú eru betur komnar i ljós. Hann var þrátt fyrir all- ar sinar blekkingar við dyr mikillar uppgötvunar og lagði fram sinn skerf til hennar. Mesmer var meiri blekk- ingameistari en hann vissi sjálfur. Ak tók saman að mestu eftir grein Ro- berts Silverbergs. ISunnudagsblað Tímans óskar gjarnan eftir vel rituðum frásögnum frá liðinni tíð um minnisverða og sérstæða atburði. Handrit þurfa að vera vélrituð _rui rLAiA A A A * * * É ' Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.