Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1973, Blaðsíða 12
Jón H. Fjalldal er landskunnur bóndi fyrir myndarskap og framfarir í búskap á jörð þeirri, er hann sat vel og lengi — Melgraseyri við ísaf jarðardjúp. Hann er nú níræður að aldri og fluttist til Reykjavíkur fyrir nokkru, þar sem hann unir nú allgóðri og hárri elli. — Sveitungar hans sendu honum kálfskinn gott og vel elt, þar sem á voru ritaðar heillakveðj- ur á níræðisafmælinu. — V.S. barði að dyrum hjá Jóni fyrir nokkrum dögum og spjallaði við hann drykklanga stund. Maður er nefndur Jón H. Fjalldal. Hann varð níræður hérna um daginn, en að visu myndu þvl fáir trúa, sem hann sjá. Ef til vill er ég ekki neitt sérlega glöggur á slíka hluti, en ég hefði gizkað á svona sjötíu til sjötiu og fimm ár — i mesta lagi. Það kannast margir tslendingar við Jón H. Fjalldal, og er því slzt ástæða til þess að hafa hér uppi ein- hverjar málalengingar um ætt hans og uppruna, en þó er ég að hugsa um, vegna þeirra, sem ekki þekkja til, að byrja á þvi að spyrja: — Hvar á tslandi var það, sem þú sást fyrst dagsins ljós, Jón? — Ég fæddist á Rauðumýri i Nauteyrarhreppi i Norður- æskuheimili. En hins vegar reri ég þrjár vorvertiðir i Bolungavik þegar ég var ungur. — Hvernig li'kaði þér við sjóinn? — Mér likaði hann vel að öllu öðru leyti en þvi, að ég var sjóveikur á hverjum degi. — Var dálitið upp úr sjónum að hafa á þeirri tið? — Ég hafði ekki neitt kaup sjálfur. Ég lagði hlutinn minn i heimili foreldra minna, þvi að þar var nóg með hann að gera. En eitt vorið kom ég heim með hálft fimmta hundrað króna i gulli, og það var mikill peningur i þá daga. — Hvernig hafðir þú eignazt slikan auð? — Það var brezkur fiskkaupmaður, sem ferðaðist hér um Níræður keypti hann sér axlabönd fyrir tíu kýrverð Spjall við Jón H. Fjalldal fyrrum bónda á Melgraseyri við ísafjarðardjúp Isafjarðarsýslu. Og það fer vist ekki á milli mála með dag- inn og árið. Þetta gerðist 6. dag febrúarmánaðar árið 1883 — fyrir réttum niutiu árum. — Faðir þinn hefur auðvitað verið bóndi vestur þar? — Já, hann var bóndi, og meira að segja góður bóndi, þótt nafn hans væri reyndar oftast nefnt i sambandi við aðra hluti en búskap i þrengstu merkinu þess orðs. Faðir minn var einn þeirra fimm pilta, sem Jón Sigurðs- son forseti kom til leiðar að færu utan til þess að afla sér aukinnar þekkingar i búnaði. Fór hann þá til Noregs og var þar við búnaðarnám. Seinna fór svo faðir minn til Dan- merkur og lærði þar ullarvinnslu. Þegar heim kom, setti hann upp lopa- og spunavélar. Vann hann lopa úr ullinni og spann svo band. Þannig vann pabbi um langt árabil fyrir þrjár sýslur, tsafjarðar-, Barðastranda- og Strandasýslu. — Var ekki stundaður sjór heima hjá þér, þegar þú varst að alast upp, eins og viða tiðkaðist á Vestfjörðum? — Nei. Það var eingöngu stundaður landbúnaður á minu og keypti fisk af bátum, og hann hafði keypt smáfisk af okk- ur. Bolfiskinum héldum viðeftir, og það var fyrir hann, sem ég fékk minn hásetahlut. — Nú. Og svo hefur þú aðvitað sjálfur hafið búskap, strax og þú hafði aldur til? — Nei, ekki var það nú alveg. Ég lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg árið 1902, en eftir það fór ég til Noregs, þar sem ég stundaði nám við Vinterlandbruksskulen i Osló. Bún- aðarfélag tslands veitti mér styrk til þessa náms, og ég held, þótt ég viti það ekki með fullri vissu, að ég hafi verið fyrsti námsmaðurinn, sem það styrkti til náms erlendis. — Fannst þér ekki gaman að vera i Noregi? — Jú, það var mjög gaman. Ég var þar i fjögur ár og hefði áreiðanlega átt kost á þvi að vera lengur — jafnvel ilendast alveg — en Island togaði i mig, þótt ég kynni lika ágætlega við mig. — Ekki hefur verið fjögurra ára nám i skólanum? — Nei. Þegar honum var lokið, gerðist ég ráðsmaður á 204 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.